Hugleyðing um edrúmennsku og "skaðaminnkun"
14.8.2024 | 05:14
Er það bara ég eða eru þessar endalausu fréttir af edrúmennsku orðnar svolítið þreytandi? Er það virkilega frétt að einhver manneskja, sem maður hefur aldrei heyrt um, hafi hangið þurr í nokkur ár? Ég væri frekar til í að lesa frétt um einhvern sem missti gjörsamlega tökin á edrúmennskunni.
En núna þegar "skaðaminnkun" virðist vera orðin opinber hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda þá má maður kannski búast við því að fólk hætti að hætta að drekka, en haldi þess í stað áfram að djúsa til að "fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa," svo ég leyfi mér að vitna í vefsíðu Rauða krossins ("Frú Ragnheiður: Skaðaminnkun"). Áfengissjúkt fólk má sennilega fara að hlakka til þess að því sé veitt þjónusta í "nærumhverfi einstaklinga" af "heilbrigðismenntuðum aðila". Er það ekki rökrétt framhald "skaðaminnkunnar"? Þá verða kannski allir rosalega glaðir!
Athugasemdir
Er það alveg víst að menn fari ekki til helvítis með því að stunda sjálfsfróun?
Verða menn allsgáðir með því að verða allsgáðir?
Hvar er frelsið til að uppgvötva frelsið?
L (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 23:23
Sjálfróun getur leitt til áhættuhegðunnar eins og til dæmis ástarsambands, sem getur endað með hjónabandi, sem getur breyst í helvíti, þannig að fólk verður að fara varlega En samt lifum lífinu lifand!
Wilhelm Emilsson, 15.8.2024 kl. 01:47
Við vesturlandabúar hljótum þá öll að vera dæmi um ávöxt áhættuhegðunar?
L (IP-tala skráð) 15.8.2024 kl. 21:49
Og allt mannkynið!
Wilhelm Emilsson, 16.8.2024 kl. 17:34
Hvar annarstaðar en á vesturlöndum hefur fólk hugmyndir um að hjónaband geti breyst í helvíti?
L (IP-tala skráð) 17.8.2024 kl. 01:17
Hjónaband er helvíti alls staðar þar sem konur eru kúgaðar, barðar, grýttar í hel o.s.frv.
Wilhelm Emilsson, 17.8.2024 kl. 01:22
Allt mannkynið er þá ekki lengra komið í mannviskunni, hver sem hún er.
L (IP-tala skráð) 17.8.2024 kl. 01:50
Ég held að það sé alveg rétt að mannkynið sé ekkert mjög langt komið. Við erum jú bara dýrategund. Við erum klár en líka árásargjörn.
Wilhelm Emilsson, 17.8.2024 kl. 06:55
Árásargirni er meira í ætt við alvarlegrar geðveiki en eðlilegs dýrslegs eðlis.
Engin getur hætt einhverju nema vilja sjálf-ur og hafa raunverulegt frelsi til að gera það sjálf-ur..
L (IP-tala skráð) 18.8.2024 kl. 00:27
Árásargirni er hluti af eðli manna og dýra. Það er óumdeilanlegt. Siðmenningin snýst að miklu leyti um að bæla hana en hún blossar uppreglulega og of mikil bæling leiðir til taugaveiklunnar.
Wilhelm Emilsson, 18.8.2024 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.