Ályktanir Vinstri grænna
18.8.2024 | 21:21
Eins og Sigurjón Þórðarson hefur bent á hér á Moggablogginu minnast Vinstri grænir ekki einu orði á Hamas í ályktun sinni um málefni Palestínu og stríðið á Gaza. Það er svolítið eins og að álykta um innrás Þjóðverja í Póland en minnast ekki á Nasistaflokkinn. Það sem er grátbroslegast við þessa ályktun er að ef Vinstri grænir eru að reyna að vinna sér inn prik hjá aðgerðasinnum þá er ályktunin ekki nægilega róttæk. Vinstri grænir þyrfðu í það minnsta að krefjast þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og beiti landið refsiaðgerðum. Allt annað er svik við málstaðinn að mati aðgerðasinna. En allar svona einhliða ályktanir eru auðvitað vatn á millu Hamas.
Vinstri græn fordæma ákvörðun Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.