Tónlist
27.8.2024 | 21:31
Arnar er spurður:
Þannig þú telur ekki að það sé hugsjón sem liggi að baki?
Hann svarar:
Alls ekki. Þetta eru kaldir Norður-Englendingar og það er enginn ástríða eða hugsjónir þarna á bak við. Þetta eru bara peningar.
Þessi dólgslega alhæfing sýnir hvað Arnar veit í raun lítið um tónlist.
Engin ástríða eða hugsjónir þarna á bak við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Oasis vill halda við sígildu rokki. Það finnst mér merkileg hugsjón og alveg stór hugsjón. Mér finnst mest gaman að listamönnum sem halda út lengi, í meira en 30 ár. Þá er hægt að fylgjast með þeim þróast og maður veit við hverju hægt er að búast.
Auk þess, gæðin eru oft meiri hjá þeim sem eru í tónlist af alvöru og hafa þrautseigju, en ekki til að skemmta sér í einhverri æskugleði bara. Það er algengast, að tvítugir krakkar gefi út og byrji í tónlist, og síðan ekki söguna meir.
Ég vil tala um sígilt popp og rokk. Til dæmis Bob Dylan, Cat Stenvens, Bítlarnir, Stones, ofl.Björk jafnvel, Oasis ofl.
Ingólfur Sigurðsson, 28.8.2024 kl. 00:17
Mikið til í þessu, Ingólfur. Það er engin elsku mamma í tónlistarbransanum. Tónlistarmenn sem endast eru að þessu af ástríðu, ekki bara fyrir peninga--oft eru engir peningar!
Wilhelm Emilsson, 28.8.2024 kl. 06:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.