Varnarmál

Í fréttinni stendur: "J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sak­ar Dan­mörku um að hafa van­rækt skyld­ur sín­ar í að vernda Græn­land." Það má kannski segja segja að Danmörk hafi vanrækt skyldur sínar og ekki verndað Grænland nægilega vel fyrir Bandaríkjunum.


mbl.is Telur að ekki sé þörf á að beita hervaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allan þennan tíma voru Danir á fullu að arðr´na eskímóann.

Nú óttast þeir að missa það...

Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2025 kl. 16:51

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta á við, Ásgrímur. Ef ég skil málið rétt kemur næstum því helmingurinn af opinberum tekjum Grænlands frá Danmörku. Grænlenski stjórnmálaflokkurinn sem vill fullkomið skálfstæði frá Danmörku er til í að verða af þeim tekjum. 

Wilhelm Emilsson, 29.3.2025 kl. 23:01

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér koma fram fletir á þessu sem ég vissi ekki um. Gott hjá þér Wilhelm að benda á tekjurnar sem Grænlendingar verða af með sjálfstæðinu frá Dönum. Ég held að þetta sé ekki útkljáð enn, það er að segja, verður stefnubreyting hjá Grænlendingum þegar þeir fara að skilja hvað sjálfstæðið er dýrt og versnandi lífskjör nema þeir taki fleiri og fleiri tilboðum frá Bandaríkjunum.

Já, þetta er rétt svo að byrja. Skoðanir nútímans sem við höfum, hvernig verða þær á morgun eða seinna?

Þessir stuttu pistlar þínir eru oft áhugaverðir og koma með nýja vinkla.

Ingólfur Sigurðsson, 1.4.2025 kl. 02:42

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Ingólfur.

Wilhelm Emilsson, 1.4.2025 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband