Lífheimur sósíalista
5.4.2025 | 19:48
Þegar sósíalistar vilja umbylta samfélaginu er allt í lagi að fólk sé með æsing, en þegar kemur að því að gagnrýna flokkinn er það allt í einu ósættanlegt.
![]() |
Takmarka tjáningu í Facebook-hóp Sósíalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern veginn svona hljóta endalok að líta út.
Þar fyrir utan, þá finnst mér útvarpsstöð flokksins hafa hrakað svo mjög, að ég reyni æ sjaldnar að stilla inn á hana, en það er auðvitað aðeins minn smekkur.
Jónatan Karlsson, 6.4.2025 kl. 09:44
Það gæti alveg farið svo, Jónatan. Gunnar Smári segir að "eins konar Maóísk menningarbylting" sé í gangi í flokknum. Það er væntanlega vont að hans mati úr því að hún beinist honum og hans sýn á Sósíalistaflokkinn. Vinstri menn eru náttúrulega sérfræðingar í svona hjaðningavígum. Ég hef gaman að hlusta á margt á Samstöðinni en fylgist ekki nægilega vel með til að meta hvort henni hafi hrakað. Ef ég skil málið rétt snýst þessi "Maóiska mennningabylting" meðal annars um það að þeir sem standa fyrir hennin gagnrýna að Samstöðin sé opin fyrir mismunandi sjónarmiðum. Þetta fólk vill að Samstöðin sé með harðari vinstri stefnu í anda Alþýðufylkingarinnar. Mér finnst þetta allt mjög spennandi, verð ég að segja.
Wilhelm Emilsson, 6.4.2025 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.