Jöfnuður eða jafnrétti?
14.4.2025 | 22:15
Er hugmyndin sem sagt að refsa þeim sem eru með góðar einkunnir? Það er auðvitað dæmi um "jöfnuð" (equity), sem er ekki það sama og jafnrétti. Svo er fólk að segja að vókið sé dautt.
![]() |
Segir ósanngjarnt að meta nemendur út frá einkunnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfélagið þarf ekki alltaf að vera núllsummuleikur.
Stundum er hægt að ívilna sumum án þess að "refsa" öðrum.
Menntun er ekki keppnisíþrótt, það tapar enginn í henni.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2025 kl. 00:01
Ef nemandi með góðar einkunnir kemst ekki inn í framhaldsskóla vegna þess að annar með verri einkunnir kemst inn, tapar sá fyrrnefni.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2025 kl. 02:06
Það myndi gerast ef þetta væri núllsummuleikur. Ímyndaðu þér ef báðir komast inn og fá menntun. Þá tapar hvorugur og samanlagt er það betra en ef aðeins annar þeirra kemst inn.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2025 kl. 02:27
"Hann ætlar að breyta lögunum" - - þetta er fáránlegt - nær væri að breita einkunnamati -- en slíkt er ekki hægt aþþíbara - það eru margra alda laung þróun á bak við hvernig einkunnagjöf er sett saman ... og það ætti að vera annarra en Ríkisins að koma að því.
Það er rétt sem þú bendir á með Equity vs. Equality - sorglegt hve fáir sjá það gildismat.
Guðjón E. Hreinberg, 15.4.2025 kl. 02:41
En það komast ekki alltaf allir inn, Guðmundur. Ég er að tala um þegar það gerist. Þá geta ekki allir unnið.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2025 kl. 03:21
Mikið til í þessu, Guðjón. Það er, eins og þú bendir á, grundvallarmunur á hugmyndafræði sem snýst um jafnrétti (equality) og "jöfnuð" (equity). "Jöfnuður" (equity) hljómar nokkuð vel en er einfaldlega mismunun, sem stundum er réttlætt með orðskrípum eins og "jákvæð mismunun". Þetta er vókið í allri sinni dýrð.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2025 kl. 03:28
Einmitt - þetta minnir soldið á vinsælan skólamarxisma í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar að "allir vinna, með því einu að taka þátt." Sem er ekkert annað en menningarmorð.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 15.4.2025 kl. 04:09
Æjá, Marxisminn er merkilega lífsseigur og ef hann er kveðinn í gröfina gengur hann bara aftur.
Sá skemmtilegan þýskan þátt um Austur-Þýskaland, Weissensee. í einum þættinum neyðir háskólakennari Marxisma upp á nemendur sína, sem eru löngu búnir að fá uppí kok. En á Vesturlöndum eru háskólanemendur ennþá sólgnir í Marx og Engels. Eina lækningin er að þurfa að lifa í Paradís kommúnismans.
Wilhelm Emilsson, 15.4.2025 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning