Orðið, ljósið og myrkrið

Hvort sem fólk er kristið eða ekki er það óumdeilanlegt að til þess að skilja mannkynssöguna og nútímann er nauðsynlegt að hafa grunnskilning á kristni og kristnum gildum. Frá bókmenntalegu og menningarlegu sjónarhorni er Biblían einn af hornsteinum vestrænnar menningar. Er til dæmist til betri byrjun en upphaf Jóhannesar guðspjalls?

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði. Or orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.

Íslenskan býður upp á orðaleikinn "sem til er orðið". Ég veit ekki hvort þessi orðaleikur er í grísku en hann er alla vega ekki í enskri þýðingu.

Hér er Bob Dylan lag frá trúartímabili hans. Flestir aðdáendur Dylans voru miður sín þegar hann fór allt í einu að tala um Guð og Jesú og fannst hann hafa svikið sig en það hefur alltaf verið í eðli Dylans að fara sínar eigin leiðir og taka því eins og hverju öðru hundsbiti að vera kallaður Júdas fyrir bragðið.

https://www.youtube.com/watch?v=5LoSJF04Ygw


mbl.is Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já ég hef verið lengi að skilja svolítið meira í þessu. Ég þekki fáeina guðfræðinga, jafnvel presta. Þeir segja mér að Jóhannesarguðspjall sé undir áhrifum frá grískri heimsspeki. Svona má líka þýða þetta, því orð getur þýtt fyrirætlun, til dæmis:

"Í upphafi var fyrirætlunin, og fyrirætlunin var hjá Guði. Og fyrirætlunin var Guð..." osfv

Sagt er að Biblían sé Guðs orð. Hún er innblásin allavegana af heimsspeki og heiðnum trúarbrögðum, og hún er flókið verk.

Hún varð til á löngum tíma. Þetta finnst mér eins og þegar ég rífst við einhverja á blogginu hvort Eddur okkar voru "skrifaðar" af norrænum mönnum eða Írum! Er ekki Snorra Edda Guðs heilaga orð líka? Það mætti alveg segja það.

Það er ekki nokkur leið að vita hver er höfundur svona gamalla texta. Þetta var til í munnmælum í hundruð og jafnvel þúsundir ára, Biblían og Snorra Edda. Snorri bara setti saman texta eftir því sem aðrir sögðu honum og úr munnmælum, helgisögum sem fólk kunni, og kýmnisögum í bland.

En ég hef komizt að því eftir að hafa rætt um þetta áratugum saman við guðfræðingana vini mína og lesið, að Biblían er miklu fjölskrúðugri en haldið er.

Flest í henni má finna í heiðnum trúarbrögðum, en hún er mjög ritstýrt verk. Jafnvel Gamla testamentið er mjög ritstýrt. Fullt af ritum voru tekin út, eða aldrei sett inn. Síðan voru orð strokuð út, önnur sett í staðinn, sumt fjarlægt, sífellt verið að fikta í þessu.

Síðan eru það þýðingarnar.

En það sem býr til trúarbrögð og vinsældir trúarbragða, það er að þúsundir einstaklinga muna þetta og þurfa ekki að lesa þetta, því þetta er lifandi texti sem gefur von fyrir fólk sem er ofsótt eða á flótta - eða í friði.

Þeir eru margir hornsteinarnir að vestrænni menningu. Einn þeirra er drúízkan. Þótt flestu hafi verið eytt um þau trúarbrögð skiptu þau miklu máli. Þaðan er ýmislegt komið.

Ég held að sérhver kennisetning og mýta sem hefur afl í kristninni hafi átt sér heiðnar rætur. Þannig er samfellan. Fólk í gamla daga var miklu íhaldssamara en það er nú.

Krossfestingin er dæmi um þetta. Hún hafði verið að þvælast lengi í menningunni. Óðinn lét hengja sig á tré fyrir þekkinguna. Óljóst er með Esus í smáatriðum, en til eru kenningar um að Gaulverji sem nefndist Hesus hafi verið krossfestur árið 834 fyrir Krist með lamb við hlið sér og fíl við hina hliðina á sér, og það sé fyrirmyndin að ræningjunum tveim og krossfestingunni.

Þá mun þar hafa verið alþýðutrú sem kristnin spratt uppúr. En tré voru sérstaklega heilög í menningu Gaulverja. 

Esus er tengdur við tré, líkneski er til af honum að höggva tré, en kannski er það annar guð að höggva hann í gervi trés.

Sérhvert smáatriði í kristninni held ég að sé úthugsað og þjófnaður á heiðnum mýtum. Það var ekki litið á það sem þjófnað í gamla daga, heldur staðfestingu á guðdómi hins nýja guðs. Þannig var skírnin og Jóhannes, vitringarnir þrír og fleira. Endurtekning á sömu minnum og fundust í heiðnum trúarbrögðum, þetta þótti sönnun þess að Jesús væri ekta guð og sá eini sanni, eftir því sem minnin voru fleiri sem rímuðu og pössuðu við fyrri mýtur.

Bob Dylan er svolítið eins og ég. Hann hefur svarið af sér öll trúarbrögð eftir að hann afkristnaðist. Hann daðraði við gyðingatrú 1983 á Infidels, en síðan varla, nema í örfáum lögum og kannski, það er óljóst.

Bob Dylan hefur sagt að trú sína hafi hann mest tjáð í gegnum lögin kristilegu, því hann ólst upp við sálma. Hann er efasemdamaður sjálfur í eðli sínu.

Til dæmis er hann mjög kaldhæðinn á öllum nýju plötunum sínum, nema í einu lagi, "I´ve Made up my mind to give myself to you",frá 2020 sem sumir túlka sem kristilegt trúarlag. Samt er Kristur eða Jahve ekki nefndur þar. Þetta gæti verið ástarjátning til konu.

Kirkjusókn ungs fólks eykst því það vill fá reglur og hefðir, þannig uppeldi ekki wók eða upplausn.

En mjög áhugaverður pistill. Ég kann vel við það að þú reynir að líta á marga fleti málanna og oft þá húmorísku.

Gleðilega páska.

Ingólfur Sigurðsson, 19.4.2025 kl. 02:40

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega og takk fyrir fróðleg skrif, Ingólfur. Gleðilega páska! 

Wilhelm Emilsson, 19.4.2025 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband