Ytri og innri hættur
28.5.2025 | 04:59
Það má færa nokkuð góð rök fyrir því að dólga-vókismi, sem enn grasserar í Kanada líkt og á Íslandi, sé mun hættulegri landinu en nokkuð sem Trump mun gera. Samkvæmt hugmyndafræði vókismans er Kanada enn gegnsýrt af stórhættulegum hugmyndum vestrænnar siðmenningar, eins og til dæmis athafnafrelsi, málfrelsi, viðskiptafrelsi, eignarétti og jafnrétti. Samkvæmt dólga-vókismanum verður að eyða þessum gildum sem allra fyrst með "fjölbreytileika", sem inniheldur ekki fjölbreytileika sem er á skjön við "fjölbreytileika" vókismans, "jöfnuði", sem er andstæða við jafnrétti því sumir eru jafnari en aðrir, og "inngildingu", sem felur í sér rasísk og ýmis konar önnur þrúgandi og óréttlát kvótakerfi.
Sem sagt, ógnin að innan er, eins og oft áður, ef til vill sú viðsjárverðasta.
![]() |
Leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dólga vók.
Virkar eins og rússneska.
L (IP-tala skráð) 29.5.2025 kl. 23:10
Ha ha. Mikið til í því.
Wilhelm Emilsson, 29.5.2025 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.