Hinstu dagar

Ég sagđi upp áskrift ađ kapalsjónvarpi fyrir alllöngu. Ég hef ekkert á móti sjónvarpsglápi en hlutfalliđ af rusli var bara orđiđ svo hátt og auglýsingaflóđiđ svo yfirgengilegt ađ ég hreinlega nennti ekki ađ standa í ţessu lengur. Ţess í stađ keypti ég mér gott sjónvarp og horfi á DVD diska. Mér líkar ţađ bara vel.

Ég var ađ enda viđ ađ horfa á Last Days eđa, svo mađur skrái titilinn í allri sinni dýrđ,

Gus Van Sant's

Last Days

Van Sant gerđi My Private Idaho sem er frábćr. Last Days fjallar um síđustu dagana í lífi Kurt Cobains. En ađalhetjan kallast reyndar Blake, eins og skáldiđ breska, sem er ekki tilviljun. Tónverk í myndinni kallast "The Doors of Perception," sem er ljóđlína úr verki eftir William Blake. 

Lagalegar ástćđur hafa kannski ráđiđ ţví ađ leikstjórinn notađi ekki nafn Cobains. Kannski hefur hann ekki viljađ lenda í málaferlum viđ Courtney Love. Hún getur veriđ hörđ í horn ađ taka. Ţessi mynd er nokkurs konar útfćrsla á sögu Edgar Allan Poe "The Fall of the House of Usher," sem er ein af mínum uppáhaldssmásögum. Taugaveikluđ, uppdópuđ listaspíra vafrar um stórt skuggalegt hús--og deyr. Frábćrt!

Ég hef vođa gaman af svona úrkynjunarpćlingum en myndin hefđi getađ veriđ miklu betri. Kurt Cobain var merkilegur einstaklingur og kom oft vel fyrir sig orđi. Í ţessari mynd muldrar hann út í eitt og nćr aldrei ađ koma útúr sér óbrenglađri setningu. Sennilega á ţetta ađ sýna hve hann var illa á sig kominn, en ţetta er nú svolítiđ ýkt. Svo var eitt besta atriđiđ í myndinni klippt út. (Guđ sé lof fyrir aukaefniđ!) Ţađ sýnir söguhetjuna tjá sig í gegnum tónlistina. Alger mistök, Gus!

En myndin er ekki alvond. Myndskeiđ međ lagi Velvet Underground "Venus in Furs" er til dćmis sérlega vel heppnađ. 

(Smelliđ hér ef ţiđ viljiđ heyra lagiđ http://www.youtube.com/watch?v=JR_GoyiWPEA)

Hér kemst verkiđ á flug. Venus in Furs er skáldsaga eftir Leopold von Sacher-Masoch og tilheyrir sömu úrkynjunarstefnu (Decadence) og smásaga Poe. (Ţó stefnan hafi blómstrađ í lok nítjándu aldar er Poe yfirleitt talinn frumherji stefnunnar.) Lagiđ er eftir Lou Reed sem er einn af ađaltengiliđum rokkmenningar viđ úrkynjunarstefnuna. Reed var líka heróin neytandi eins og Cobain og fjallađi oft um undirheima fíknarinnar í lögum sínum. Sem sagt, hér magnar Van Sant upp kraftmikinn seiđ međ ţví ađ brćđa saman nítjándualdar úrkynjunarpćlingar, gamla rokkstjörnu (Reed) og nýjan rokkspámann (Cobain). Hér er vers úr lagi Reeds sem getur til kynna lífsţreytuna sem plagađi ţá báđa:

I am tired, I am weary
I could sleep for a thousand years
A thousand dreams that would awake me
Different colors made of tears

Ţetta er dimm en falleg sorg, sem er eitt af einkennum úrkynjunarstefnunnar. Lagiđ "Venus in Furs" er ekki ósvipađ "The End" međ The Doors. Texti Jim Morrisons fjallar auđvitađ um hinstu daga eins og mynd Van Sants. Auk ţess er nafn The Doors fengiđ ađ láni úr ljóđlínu William Blakes sem ég vitnađi í. Ţetta eru smekklegar tilvitnanir hjá leikstjóranum. Tilvitnanir í önnur listaverk eru mjög í anda úrkynjunarstefnunnar.
 

Meira af ţessu, Gus! Ţá hefđi myndin orđiđ betri. En í heild sinni er verkiđ ţví miđur ekki alveg nógu sannfćrandi. Kurt Cobain, og áhorfendur, eiga ađeins betra skiliđ. Engu ađ síđur hafđi ég gaman af ţví ađ pćla í myndinni og skrifa um hana hér.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hef ekki séđ myndina, en ég gerđi eins og ţú: Ég sagđi upp áskriftinni ađ Stöđ 2. Hef ekki haft hana í ca. 2 ár og sakna hennar ekki. Horfi mikiđ minna á sjónvarp (sem er gott), nć ađ sjá stöku góđa ţćtti á RÚV (sem líka er gott), eyđi mikiđ minni peningum í sjónvarp en áđur (sem er alls ekki slćmt) og best af öllu: Geri eitthvađ allt annađ viđ tímann en ađ horfa á mislélegt sjónvarpsefni!

Björg Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég er alveg sammála ţér, Björg. Mađur hefur ýmislegt betra viđ tímann ađ gera en ađ góna á mislélegt sjónvarpsefni.

Wilhelm Emilsson, 2.8.2007 kl. 23:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband