Hversdagsleg fćrsla

Hér á stór-Vancouversvćđinu, ég bý í Coquitlam, er svo heitt ađ súkkulađikexiđ sem ég keypti bráđnađi í eldhússkápnum. Ég varđ ađ setja ţađ inn í ísskáp. Kalt súkkulađikex er reyndar ljúffengt. Sérstaklega ef mađur fćr sér mjólk međ. Núna er ég ađ maula austurlenskt salad. Mađurinn lifir ekki á súkkulađikexi einu saman.

Ég er ađ lesa Freud, Civilization and Its Discontent. Hverning ţýđir mađur ţađ? Siđmenning og óánćgja, kannski. Freud er svo dásamlega svartsýnn á mannlegt eđli. Svartsýni í öđru fólki virkar alltaf hressandi á mig.

Ég er líka ađ lesa Midnight's Children eftir Salman Rushdie. Ég er nefnilega í leshring. Viđ hittumst á morgun. Alltaf svolítiđ spennandi ađ vera í svona leshring. Ţegar ég tek ţátt í svona líđur mér alltaf einhver veginn eins og ég sé í leynilegum öfgahópi. Allir ađ lesa sama efniđ og plotta eitthvađ. 

Svo held ég ađ ég klári ađ horfa í James Bond From Russia with Love í kvöld. Ég ólst upp viđ Roger Moore í hlutverki James Bond. Sean Connery er nú miklu betri, er ţađ ekki? Svo hef ég líka gaman af sjöundaáratugsstílnum í ţessum fyrstu myndum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Blessađur Wilhelm. Ég ţekki ţetta vandamál međ súkkulađiđ. Mađur verđur ađ geyma ţađ í ísskápnum. Ertu búin ađ vera lengi í Vancouver? Ég man ekki eftir ađ hafa rekist á ţig!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.8.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sćl, Kristín. Ég kom í nám til Vancouver á síđustu öld (1992) og ílentist!

Wilhelm Emilsson, 6.8.2007 kl. 05:39

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef veriđ ađ rekast á hina og ţessa Íslendinga hér upp á síđkastiđ. Viđ erum einhvern veginn öll í okkar hornum og vitum ekkert hvert af öđru. Kannski er ţađ af ţví ađ hér er ekkert Íslendingafélag heldur bara Vestur-Íslendingafélag. Sjálf hef ég aldrei beinlínis haft ţörf fyrir ađ hitta Íslendinga erlendis en stundum er gott ađ geta haldiđ tungumálinu svolítiđ viđ.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.8.2007 kl. 05:55

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sćl aftur, Kristín.

Já, ég kannast viđ ţetta. Ţegar ég var hér í námi bjó ég á UBC háskólasvćđinu og ţar var nokkuđ stór Íslendinganýlenda. Svo sneru svo til allir heim eins og viđ var ađ búast.

Ég hef samband viđ tvo Íslendinga á svćđinu, en viđ hittust ekki nógu oft. Eins og ţú bendir réttilega á ţá er hver í sínu horni og í hverju horni er í mörg horn ađ líta. Ţađ vćri kannski ráđ ađ hóa saman ţeim Íslendingum sem hér eru viđ tćkifćri!

Wilhelm Emilsson, 7.8.2007 kl. 02:15

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef ađeins veriđ ađ velta ţví fyrir mér ađ halda partý eđa eitthvađ í september ţegar skólinn er byrjađu. Datt reyndar líka í hug ađ ţađ gćti veriđ ágćtt ađ stofna hópinn 'Íslendingar í Vancouver' á Facebook. Ţá vćri svo auđvelt ađ halda utan um ţetta hver er á svćđinu og hvađ er um ađ vera hvar á hverjum tíma.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 04:03

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kristín, mér líst mjög vel á ţessar hugmyndir um partí og Facebooksíđu Íslendinga í Vancouver.

Wilhelm Emilsson, 7.8.2007 kl. 17:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband