Framhaldssagan

 

3

 

Fundinum var lokið. Björn yfirvarðstjóri kallaði Sveinka inn á skrifstofu til sín.

"Ég er með tvö verkefni fyrir þig," sagði Björn. "Ég vil að þú einbeitir þér að því að brjóta Prestaklíkuna á bak aftur, en fyrst ætla ég að biðja þig um að taka með þér tvo keðjuhunda og banka uppá hjá þessum náunga." Björn rétti honum ljósmynd. "Þú kannast við kauða, er það ekki?"

Sveinki leit á myndina. Hún var af Hökka hundi.

"Æ, já. Hökki kallinn. Manstu þegar hundar voru bannaðir í Reykjavík? Gúdd tæms. Hvað hefur hann gert af sér núna blessaður?"

"Ég hef fengið kvartanir frá leigjendum hans, allt konum, um að hann sé að abbast upp á þær, oft mjög gróflega. Hér er skýrslan." Björn rétti Sveinka þykka möppu.

"Ég vil nú ekki gera lítið úr kynferðislegri áreitni, en væri ekki tíma mínum betur varið í eitthvað annað? Hvernig er þetta? Vinnur engin hérna nema ég?" sagði Sveinki.

"Ég er búinn að senda tvo kollega þína til að ræða við gæjann, en þeir ná engum árangri. Ég er orðinn þreyttur á þessu. Þú nærð árangri."

"Fæ ég 00 leyfi?"

"Nei, en ég get látið þig hafa -2 leyfi."

"Leyfi til að meiða. Ég er ekki viss um að það sé nóg. Ég gæti þurft -1."

"Leyfi til að misþyrma, segirðu. Hm. Jæja þá. Segjum það. En þá vil ég aldrei þurfa að heyra minnst á Hökka hund framar."

"Hafðu ekki áhyggjur. Málið er dautt," sagði Sveinki og stóð upp.

"Heyrðu, Sveinki, sestu niður. Ég á eftir að tala við þig um prestana."

"Æ, getur það ekki beðið? Ég er ekki í stuði til að tala um þá núna."

"Jæja, þá. Við spjöllum saman seinna," sagði Björn góðlátlega.

"Kærar þakkir, yfirvarðstjóri," sagði Sveinki og gekk út af skrifstofunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sko, Arnaldur Indriða þarf að fara að vara sig. Titill hans sem ókrýndur konungur íslensku sakamálasögunnar er í hættu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2007 kl. 01:49

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þú ert beittur! Bíð spennt eftir að heyra af örlögum Hökka og prestaklíkunnar! Djöfullinn

Björg Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 09:30

3 identicon

Þetta er orðið svo hrikalega spennandi að ég þurfti að drekka heilan Thermos brúsa af kamillute til að ná mér niður eftir lesturinn.

ps. Þessi reikningsdæmi í ruslpóstvörninni eru svo krefjandi að ég þarf að hugsa mig tvisvar um áður en ég sendi inn komment. Gætirðu ekki haft aðra útfærslu af ruslvörn, t.d. spurningar um fyrrverandi sigurvegara í Ungfrú Ísland eða eitthvað úr Júrovision - þar er ég helv... vel að mér sko.

Anný Lára (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:04

4 identicon

Bjöggi...Við erum að tala um Wilhelm hérna, þakkaðu bara fyrir að hann sé ekki kominn á súrrealískara stig en Hökka hunda og Sveinka stigið. Ég hef séð hann bróður minn, doktorinn sjálfan, dansa hamstradans, Jumping on the tundra dans og Living la vida loca dans ala Ricky Martin. Þar erum við að tala um súrrealíska hluti. Að verða vitni að þessu athæfi hefur kostað mig ófáa sálfræðitíma í gegnum tíðina - þegar ég lít til baka sé ég að ég hefði þurft að fá áfallahjálp en hún var bara ekki í boði á þessum tíma.

Anný Lára (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Björgvin, svona er ég margfaldur í roðinu. Stundum er ég Thomas Mann og stundum er ég Salvdor Dali . . . Sometimes it's hard to be a woman, ég meina, man.

Þýðverska tragedían. Ha! Þar komstu vel að orði. Engar áhyggjur, sá tónn ríkir í smásagnasafninu sem ég er að klára. Var ég ekki búinn að senda þér "Christmas in Stalingrad"? Ég held það endilega. Láttu mig vita ef svo er ekki.

Anný Lára. Hahaahahahahahahhahha. Þetta er allt dagsatt. Hverning var textinn við "Twisting on the Tundra."

I've got a girl, she's an Eskimo.

We dance all night in the ice and snow . . .

But is she cold. Oh, no no no!"

Wilhelm Emilsson, 31.8.2007 kl. 20:41

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Anný Lára.

Mikið erum við lík. Ég gerði mjög svipaða athugasemd við ruslpóstsvörnina! Ég hef enga stjórn á henni. Eina leiðin til að losna við hana er að gerast bloggari!

Wilhelm Emilsson, 31.8.2007 kl. 20:45

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Kristín og Björg. Það er verst að kennslan er að byrja. Annað gæti ég helgað mig Sveinka og félögum.

Wilhelm Emilsson, 31.8.2007 kl. 20:46

8 identicon

Ó var það twisting on the tundra? Ive got a girl shes an eskimo. She lives in a house that full of snow. svo kemur eitthvað sem ég man ekki. but is she cold, oh no no no. Já við erum ótrúlega lík, var ekki búin að sjá að þú hefðir gert athugasemd við ruslvörnina.

Anný Lára (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 05:14

9 identicon

Wilhelm, nú verður þú að sýna okkur hamstradansinn þinn á næstu Íslendingasamkomu hérna í vesturheimi, vonandi frekar fyrr en síðar.

rvg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 07:41

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Flott, við erum þá komin með skemmtiatriði þegar Íslendingamafía Honcouver hittist; Hamstradans Emilssonar

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:01

11 Smámynd: Garðar Baldvinsson

Hæ, þetta er bráðskemmtileg saga og eins og einhver sagði, þá má Arnaldur fara að vara sig. Svo gæti varðstjórinn verið blindur kannski. Flottur vinkill á smásjárrannsóknir nútíma CSI og soleiðis, eða Dante. Hlakka til að sjá næstu spor. Garðar

Garðar Baldvinsson, 2.9.2007 kl. 22:40

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hehe. Takk, Garðar. Hafðu það sem allra best.

Anný Lára, Róbert og Kristín.

Ég man ekkert eftir þessum hamstrasdansi. Ég hlýt að hafa verið í mjög annarlegu ástandi

Wilhelm Emilsson, 3.9.2007 kl. 01:43

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Arnaldur hvað ha

Einar Bragi Bragason., 3.9.2007 kl. 23:47

14 identicon

Spurning hvort þú ættir ekki að flýta þér með þessa sögu og næla þér í milljón (sjá bjartur.is - Leitin að Dan Brown).

Steinunn (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 07:56

15 identicon

Og puh-leas! "I've got a gal, she's an eskimo. Way up north where the cold winds blow. Lives in a house that's [something] snow. But is she cold? O no, no, no." Btw, er einhver munur á Great Britain og United Kingdom?

Steinunn (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:50

16 identicon

Steinunn þú ert snillingur. Ég er búin að vera hugsa um þetta í marga daga, nú þegar textinn er kominn get ég haldið áfram með líf mitt.

Anný Lára (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 06:12

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Steinunn.

Takk fyrir textann. Ég segi það sama og Anný!

Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband