Upptekinn
14.9.2007 | 00:13
Jæja, núna er maður kominn á fullt að kenna. Ég er að kenna nýjan margmenningarkúrs og hef í mörg horn að líta, en þetta er spennandi vinna, því ég hannaði kúrsinn sjálfur og er að kenna efni sem mig hefur lengi langað til að fjalla um. Á ensku kallast kúrsinn Introduction to Intercultural/International Studies. Þemað er Culture and Desire. Menning og ástríða. Svaka spennó!
En ég er ekki búinn að gleyma framhaldssögunni. Ég ætla að reyna að birta nýtt efni um helgina.
Athugasemdir
uhhhh,,,, ég bíð spennt gamli vin . Var farin að halda að þú hefðir gleymt okkur.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:27
Hæ, Magga og Björgvin.
Já, Björgvin. Þetta er sjálfsævisögulegt að hluta til!
Wilhelm Emilsson, 16.9.2007 kl. 22:12
Alltaf frábært þegar maður fær að hanna kúrsa að eigin vali. Síðasta árið mitt í Manitoba kenndi ég einn áfanga í íslenskum þjóðsögum og einn í íslenskum barnabókmenntum. Það var alveg magnað.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:59
Hæ, Kristín.
Sammála! Var Djákninn á Myrká á listanum hjá þér yfir þjóðsögur? Mögnuð saga. Séríslenskur hryllingur, finnst mér.
Hvaða barnabækur kenndirðu? Gegnum bernskumúrinn kannski eftir Eðvarð Ingólfsson? Hvað varð eiginlega um hann?
Wilhelm Emilsson, 18.9.2007 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.