Framhaldssagan

 

4

Sveinki ók niđur Laugaveginn á líkkistusvörtum Hummerjeppa međ öryggisgleri og rimlum. Í aftursćtinu sátu tveir ţýskir fjárhundar, Max og Moritz. Ţeir voru í gráum síđum frökkum, leđurstígvélum og međ hjálma. Um hálsinn voru ţeir međ keđjur og málmskyldi sem á var grafiđ Međ lögum skal land byggja, en međ ólögum eyđa.

"Heyrđu, Sveinki," sagđi Max. "Ef viđ eigum ađ berja einhvern fyrir ţig ţá viljum viđ fá ađ borđa fyrst."

"Bćjarins bestu, Bćjarins bestu," galađi Mortitz.

"OK, strákar. Viđ stoppum á Bćjarins bestu og fáum okkur pylsu og kók."

"Tvćr pylsur hver og tvćr kók hver," hrópađi Moritz.

"Vertu ekki međ ţessa frekju," sagđi Max.

"Ef ţiđ hagiđ ykkur vel ţá fáiđ ţiđ ís međ dýfu í eftirmat," sagđi Sveinki.

"Ís í boxi, ís í boxi" ćpti Mortitz. "Ég vil Badda box. Hann er bestur."

"Ég sagđi ef ţiđ hagiđ ykkur vel," áréttađi Sveinki. "Og ekki tala svona hátt, Moritz. Ég heyri alveg ágćtlega."

"Sorrí, Sveinki. Viđ erum bara alltaf svo svangir og upptjúnađir," sagđi Moritz.

"Ţeir gefa okkur ekki nóg ađ borđa svo ađ viđ séum alltaf pirrađir og til í slagsmál," bćtti Max viđ. "Ég verđ ađ segja eins og er ađ mér finnst ţetta brot á okkar rétti."

"Já, ţetta er ósanngjarnt," sagđi Sveinki. "Ţú ćttir ađ hafa samband viđ Dýraréttindadómstólinn." Hann lagđi bílnum á litla planiđ á horni Pósthússtrćtis og Skúlagötu. "Jćja, strákar. Fáum okkar ađ borđa. Ég splćsi."

Nćst komu ţeir viđ í sjoppu á Vesturgötunni. Moritz fékk Badda box og Max fékk Alla ísálf.

"Vilt ţú ekki ís, Sveinki?" spurđi Moritz.

"Nei, ég er í megrun. Konan segir ađ ég sé svínfeitur."

Sveinki ók af stađ. Ţeir komu ađ tvílyftu ómáluđu steinhúsi viđ Nýlendugötuna. Sveinki lagđi jeppanum.

"OK, strákar. Ţetta er greniđ hans Hökka. Feliđ ykkur í garđinum. Ég ber ađ dyrum. Ef Hökki reynir ađ flýja út um bakdyrnar, ţá grípiđ ţiđ hann, en ekkert óţarfa ofbeldi. Er ţađ á hreinu?"

"Viđ erum fagmenn," svarađi Max.

"Ađ sjálfsögđu. Kílum á ţetta."

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Wow, spennó. Bíđ í keng eftir nćsta hluta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:58

2 identicon

Meira, meira, meira, meira,,,,,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráđ) 17.9.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

og spennan magnast.......

Björg Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, takk.

Wilhelm Emilsson, 18.9.2007 kl. 02:25

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Danke.

Wilhelm Emilsson, 18.9.2007 kl. 05:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband