Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Góð fyrirsögn

Gott hjá Mogganum að reyna ekki að fegra þetta neitt. 
mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kunna ekki að skammast sín

Berlusconi er einn af þeim sem kunna ekki að skammast sín. Það er alveg sama hve oft hann er dæmdur, það er aldrei neitt honum að kenna. Í öllum löndum eru Berlusconiar. Það er nokkuð góður mælikvarði á siðferði landa hvort og hve margir slíkir viðhalda vinsældum sínum og áhrifum. 


mbl.is Tveggja ára bann frá stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með markaðsfrelsið að leiðarljósi

Foreldrarnir fá iPhone og annan gæðavarning og barnið fær betri foreldra. Eru þetta ekki bara hin ósýnilega hönd Adams Smiths að vinna sitt verk? Allir sáttir, nema kommúnistar auðvitað.
mbl.is Seldu barnið og keyptu iPhone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyg orð á ensku

Þetta minnir svolítið á það sem Philip prins sagði eitt sinn: "Everybody was saying we must have more leisure. Now they are complaining they are unemployed." Breska yfirstéttin er alltaf jafn skemmtileg.

 

 


mbl.is Gott ráð að fara í peysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd flokksins

Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar (Front national), hótaði nýlega að lögsækja þá sem kalla þennan flokk öfga hægriflokk. 
mbl.is Líkti dómsmálaráðherra við apa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hm?

Þá er faðirinn, Keith Hudson, Satan. Vonandi bregður honum ekki of mikið þegar hann fattar það.


mbl.is „Dóttir djöfulsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Escape from Hamar fengsel

Þetta lítur út fyrir að vera fremur notalegt fangelsi. Voðalega er þetta drífandi dópsali. Ég hefði nú bara tekið því rólega.

Hamar_fengsel


mbl.is Braut sér leið með smjörhníf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt í mörgu

Jahá. Rihanna er konan sem gaf út plöturnar Good Girl Gone Bad og Rated R. Og mig grunar að Hildur Lilliendahl hefði ýmislegt við ímynd Rihönnu að athuga.

Það er margt í mörgu, eins og samstarfskonur mínar í sápugerðinni Frigg sögðu þegar ég vann þar í den.


mbl.is Eigandi klámbúllu handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apakettir

Svo eru Íranir líka að íhuga að senda persneskan kött út í geiminn. Íran kallaðist áður Persía, þannig að yfirmönnunum í Geimferðastofnun Írans finnst þetta sennilega mjög við hæfi.
mbl.is Senda annan apa út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá leiðrétting

í greininni stendur Tommis's Burger Joint. Staðurinn heitur Tommi's Burger Joint.
mbl.is Íslenskum ís vel tekið í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband