Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Málið er í rannsókn

Samkvæmt fréttavef BBC er opinber saksóknari Egyptalands búinn að fyrirskipa að málið verði rannsakað. Maðurinn fannst hengdur í fangaklefa. Það er semsagt grunur um að hann hafi ekki framið sjálfsmorð.
mbl.is Hengdi sig í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildir

Í greininni stendur:

Páll Gunnar sagði að rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð gerði í skýrslu sinni ekki grein fyrir heimildum FME til að hafa eftirlit með Íbúðalánasjóði sem væri auðvitað forsenda þess að hægt væri að meta árangur eftirlitsins. Nefndin oftúlkaði algerlega heimildir FME til eftirlitsins. Heimildir FME til eftirlits með Íbúðalánsjóði væru allt aðrar en með bönkunum. Stofnunin hefði ekki haft heimild til að setja sjóðnum reglur og ekki einu sinni leiðbeinandi tilmæli.

Gott væri ef Morgunblaðið birti heimild FME til eftirlits með Íbúðalánasjóði, sem Páll Gunnar segir að rannsóknarnefndin hafi oftúlkað. Þá geta lesendur kynnt sér málið betur og metið hvort þeir eru sammála Páli Gunnari eða ekki.  
mbl.is Gagnrýndur en var aldrei spurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Is there gas in the car?


The plot thickens . . .

Skýringar Hannesar Hólmsteins á bankahruninu verða skemmtilegri með hverju árinu sem líður. 
mbl.is MI5 rannsakaði íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir hæfustu lifa af, eða þannig

Jú, jú, hinir hæfustu lifa af og allt það, en mér þykir ólíklegt að þetta lag lifi af. Þetta er voðalega máttlaust eitthvað.

Eminem er kominn fram yfir síðasta söludag, kominn yfir fertugt og þar með formlega orðinn ríkur, reiður, hvítur karlmaður, sem er ekki mjög sannfærandi ímynd fyrir rappara. Lagið nær kannski einhverjum vinsældum meðal miðaldra repúblikana sem spila tölvuleiki.

Tónlistarbransinn er harður heimur, eins og Hunter S. Thompson benti á: 

Tónlistarbransinn er grimmur og grunnur peningaskurður, langur plastgangur þar sem þjófar og melludólgar vaða uppi og góðir menn deyja eins og hundar. Hann hefur líka neikvæða hlið.

Það er bara þannig.


 

 


mbl.is Nýtt myndband frá Eminem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Omedetou !!/ Til hamingju!

Til hamingju með þetta. Mér finnst lagið "Move on Fast" flott og gott dæmi um kraftinn sem býr í Yoko Ono, eða Ono Yoko, eins og sagt er á japönsku. 

 

Bury your past

And move on fast

Nothing's gonna last

 

http://www.youtube.com/watch?v=wUcUaPlUzFs


mbl.is Ono heiðursborgari Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax er ekki strax

Þegar ég las þetta og umsögn heimspekingsins um "teygjanleika" orðsins "strax" verð ég að játa að mér datt George Orwell í hug. Ég mæli með klassískri grein hans "Politics and the English Language." Þar skrifar hann meðal annars: "In our time, political speech and writing are largely the defence of the indefensible."

Svo muna kannski sumir eftir skáldsögu Orwells 1984 og slagorða Flokksins:

STRÍÐ ER FRIÐUR

FRELSI ER ÁNAUÐ

FÁVISKA ER STYRKUR 


mbl.is „Strax“ getur verið teygjanlegt hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gests auga

Núna kemur flestum saman um að ein af örsökum bankahrunsins var sú að flestir Íslendingar voru ekki reiðubúnir að hlusta á það sem umheimurinn hafði að segja um efnahagsástandið í landinu. 

Núna gefst annað tækifæri til að sjá hlutina úr svolítilli fjarlægð og kannski hlusta. Höfundur greinarinnar í The Guardian skrifar: 

[Sigmundur Davíð] Gunnlaugsson's rise to power shocked some observers outside Iceland, who thought the electorate might give their backing to the Left-Green-led coalition that had taken power after the banking crash and steered the country through the strictures of an International Monetary Fund programme, and back to growth.

Instead, the Left-Greens suffered the heaviest defeat in Icelandic history after an election campaign dominated not by economic achievements but by the fallout from the Icesave saga.

Bouncing back into office came a coalition of the two rightwing parties – the Independence Party and Gunnlaugsson's Progressive party – that had been in charge for much of Iceland's discredited boom years between 2003 and 2008. "The old rascals are back," laughs Geir Haarde, former Independence Party leader and prime minister at the time of the crash.

Látum The Who hafa lokaorðið:

I'll tip my hat to the new consitution

Take a bow for the new revolution 

Smile and grin at the changes all around me

. . .

Then I'll get on my knees and pray

We won't get fooled again

Don't get fooled again 

 


 


 


mbl.is „Ísland rís upp úr öskustó hrunsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær smásaga

Smásagan "The Secret Life of Walter Mitty" eftir James Thurber er frábær. Hún er stutt en ótrúlega hnitmiðuð. Sagan er um geðþekkan lúser. Ben Stiller sérhæfir sig í því að leika geðþekka lúsera, eins og til dæmis í Zoolander og Tropic Thunder, þannig að myndin lofar góðu. Við sjáum hvað setur.
mbl.is Íslandsævintýri Bens Stillers frumsýnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalismi sem virkar

Alltaf gaman að koma í Fjarðarkaup. Engir stælar, engin óþarfa þensla, ekkert hrun. Núna þegar fimm ár eru liðin frá bankahruninu og sagnfræðingar og aðrir eru að velta því fyrir sér hvað, eða hvort, Íslendingar hafa lært af hruninu, má ýmislegt læra af þeim viðskiptaháttum sem eigendur Fjarðarkaupa stunda. Þetta er kapítalismi sem virkar.
mbl.is Góður andi í Fjarðarkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband