Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Ný könnun um viðhorf kaþólikka
9.2.2014 | 06:36
Samkvæmt nýrri könnun, sem fjallað er um í The Washington Post, er meirihluti kaþólikka ósammála kenningum kaþólsku kirkjunnar um hjónaskilnaði, fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Könnunin, sem gerð var í 12 löndum og 12 þúsund kaþólikkar tóku þátt í, sýnir að mikill munur er á afstöðu kaþólskra eftir því hvar þeir búa. Í Afríku og Asíu eru kaþólikkar yfirleitt sammála stefnu kirkjunnar, en í Vestur-Evrópuríkjum, Norður-Ameríku og hluta af Suður-Ameríku er mikill stuðningur meðal kaþólikka við athafnir sem kirkjan kennir að séu ósiðlegar.
Þess má geta að lokum að Francis Páfi var valinn maður ársins af virtu tímariti samkynhneigðra, The Advocate. Frjálslyndir kaþólikkar binda miklar vonir við hinn nýja páfa.
Heimild: http://www.washingtonpost.com/national/pope-francis-faces-church-divided-over-doctrine-global-poll-of-catholics-finds/2014/02/08/e90ecef4-8f89-11e3-b227-12a45d109e03_story.html
Fjöldamótmæli í Madríd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlömb klámvæðingar
7.2.2014 | 22:34
Í greininni er vitnað í Láru Rúnarsdóttur, sem segir: En það er ekki gott að benda á og saka konurnar sjálfar um. Þær hafa alist upp í samfélagi sem er gegnsýrt af þessum staðalímyndum. Ɂg get alveg skilið að þær haldi að þær þurfi að gera þetta og að þær þurfi að keppa hver við aðra. Miley Cyrus gerir eitthvað sem hneykslar fólk og vekur athygli og þၠsvarar Rihanna með einhverju öðru ögrandi.
Gott og vel. En er kannski möguleiki að þessar konur viti hvað þær eru að gera? Ef karlmaður segði að hæfileikaríkar og ríkar konur eins og Miley Cyrus og Rhianna--konur sem búa í vestrænu lýðræðisríki og hafa margra kosta völ--viti ekki hvað þær eru að gera því þær geti ekki hugsað sjálfstætt væri það ekki talin dæmigerð karlremba? Miley Cyrus er vel meðvituð um klámvæðingu. Hún sagði til dæmis nýlega að karlmenn horfi alltof mikið á klám.
Poppstjörnur afklæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Smá vonbrigði
7.2.2014 | 19:03
Það er allt í lagi að bjóða Bandaríkjamönnum byrginn--ef þeir eru Skrattinn þá erum við amman--en það hefði verið meira töff að gera það yfir einhverju öðru en hvalveiðum, Íraksstríðinu, til dæmis, en þar voru Íslendingar í hópi Bandalags hinna viljugu", eins og menn kannski muna. En þetta er búið og gert. Nú er bara að bíða og sjá hvort forseti vor blandar sér í deiluna.
Hér er tilvitnun í bók Guðbergs Bergssonar Tómas Jónsson: Metsölubók:
Ævisaga
Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall
nei nei
Segir ákvörðunina vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neil Young & Crazy Horse, "Fuckin' Up"
7.2.2014 | 17:56
Eitt lag í tilefni af því að herra Young og Crazy Horse eru á leiðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynjakvóti
6.2.2014 | 22:54
Þeir eru með kynjakvóta á þessu. Í greininni í Buzzfeed stendur reyndar "The other members of Sigur Rós", sem er nokkuð fyndið. Gaman að sjá að elsti söngvarinn, Björk, vinnur þetta. Sextíu og fimm módelið er gott módel.
Kynþokkafyllstu íslensku söngvararnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2014 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlömb og ábyrgð
6.2.2014 | 22:38
Russell Brand er skemmtilegur gaur, en það veldur pínku vonbrigðum að hann skuli taka þátt í fórnarlambsvæðingunni sem er svo vinsæl um þessar mundir. Örlög Hoffmans eru sorgleg, en það er að leita langt yfir skammt að kenna stjórnvöldum um dauða hans. Þegar fólk tekur heróín er það að leika sér með líf sitt. Er einhver sem veit það ekki eftir öll þessi ár? Russell Brand var sjálfur heróinneytandi og hefur sagt að það hafi verið vegna þess að hann gat ekki höndlað lífið og að það hafi verið persónulegt vandamál, sem er miklu nær lagi en að kenna öðrum um.
Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að endurskoða fíkniefnalöggjöf.
Hoffman fórnarlamb fíkniefnabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lög og réttur
6.2.2014 | 05:26
Sumir Íslendingar trompast yfir því að konan hafi verið handtekin, en hvað myndi þetta sama fólk segja ef danskur karlmaður hefði tekið þrjú börn af íslenskri konu, sem hafi verið veitt forsjá barnanna, og farið með þau til Danmerkur?
Menn geta náttúrulega haldið því fram að íslenskar konur séu hafnar yfir lögin, en ef vér rjúfum lögin þá rjúfum vér og friðinn," eins og Þorgeir Ljósvetningagoði sagði. Það átti við árið 1000 og það á við núna.
Hjördís Svan handtekin og flutt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Njáll Ungi
6.2.2014 | 04:18
Þetta eru góðar fréttir. Ég hef séð Neil Young á hljómleikum fjórum sinnum og síðust tónleikarnir sem ég sá voru þeir bestu. Hann var með Crazy Horse.
Hér er er lagið "Ohio" með Crosby, Stills, Nash & Young, hljómsveit sem höfundur greinarinnar minnist ekki á einhverra hluta vegna, þrátt fyrir að það hafi verið supergrúppa sem átti stóran þátt í því að gera Neil Young að stórstjörnu.
Neil Young í Höllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og refsing
6.2.2014 | 00:27
Ég var að glugga í Bíblíuna eins og ég geri stundum. Skrifað stendur: "Sá sem bölvar föður sínum eða móður skal líflátinn" (Önnur Mósebók 21:17). Hér er fleira: Þú skalt ekki þyrma lífi galdranornar. Sérhver sem hefur mök við fénað skal líflátinn (Önnur Mósebók 22:17-18). Svona voru hinir gömlu góðu dagar.
En stundum er Guð miskunnsamur: "Þú skalt hvorki kúga aðkomumann né þrengja að honum því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi (Önnur Mósebók 22: 20).
Stundum er hann miskunnsamur og grimmur: "Þið skuluð hvorki beita ekkju né munaðarleysingja hörðu. Beitir þú hana harðræði og hún hrópar til mín á hjálp mun ég bænheyra hana. Reiði mín mun upptendrast og ég mun fella ykkur með sverði, gera konur ykkar að ekkjum og börn ykkar að munaðarleysingjum (Önnur Mósebók 21-23).
Svo er Guð á móti okri og vöxtum, allavega þegar um fátæklinga er að ræða: "Lánir þú peninga fátæklingi af þjóð þeirri sem hjá þér er máttu ekki reynast honum eins og okrari. Þið skuluð ekki krefjast vaxta af honum (Önnur Mósebók 22:24-25).
Þannig er nú það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gule handsker
5.2.2014 | 06:28
A blast from the past! Ég get ekki sagt þetta á dönsku, þótt ég hafi setið í ansi mörgum dönskutímum. For helvede!
Mikill munur á ritmáli og talmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)