Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Hættulegri en femínistar halda

Strumparnir eru mun hættulegri en femínistar halda. Sjá hér:

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/france/8554973/The-Smurfs-are-anti-Semitic-and-racist.html

Smile 

Strumpur

 

 


mbl.is Hlutverk Strympu aðeins að vera kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingar

 

Vonandi nær Crossfit-kennarinn sér, með hjálp miskunnsamra Samverja. Eins og fram kemur í fréttinni var hann ekki með heilsutryggingu, eins og milljónir Bandaríkjamanna. Aðalsjúklingurinn hér er ameríska heilbrigðiskerfið. Og þegar Obama gerði eitthvað í málinu ætlaði allt vitlaust að verða. Repúblikanar vildu frekar vera með dýrasta og óskilvirkasta kerfi í heimi, heldur er að „skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til að velja. Frelsi til að deyja. Repúblikanar eru svo logandi hræddir við sósjalisma. Svo eru auðvitað sterk kapítalísk öfl sem vilja viðhalda gamla kerfinu, því á því græða tryggingafélög.

 

Á spítala í USA

 


mbl.is Crossfit-þjálfari lamast fyrir neðan mitti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heróin

Þetta eru nöturlegar fréttir. Philip Seymor Hoffman var afbragðsgóður leikari. Þegar menn fara út í heróín er dauðinn oft skammt undan.

Lou Reed söng með Velvet Underground í laginu „Heroin" um hinn myrka mátt lyfsins:

I have made the big decision

I'm gonna try to nullify my life

'Cause when the blood begins to flow

When it shoots up the dropper's neck

When I'm closing in on death

And you can't help me know, you guys,

or all you sweet girls with all your sweet talk 

You can all take a walk  

 

 


mbl.is Philip Seymour Hoffman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældir og áhrif

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er óvinsælli en borgarstjórinn umdeildi Rob Ford. Fjörtíu og sjö prósent Torontó-búa telja að Ford hafi staðið sig vel í embætti. Lykillinn að vinsældum og áhrifum í stjórnmálum er að vera „maður fólksins" og að lækka skatta, eins og allir vita. Sigmundur Davið þarf kannski að djamma meira.

 

Sigmundur Davíð

 

Rob Ford

 


mbl.is 38% sátt við störf Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallvaltleiki

Morsi

Skjótt skipast veður í lofti. Í desember 2012 var Morsi á forsíðu Time og titlaður „mikilvægasti maður Mið-Austurlanda." Núna er hann mögulega að berjast fyrir lífi sínu. Herinn tók völdin í Egyptalandi og með því sýndi hann að það sem Otto von Bismark sagði á nitjándu öldinni er ekki fallið úr gildi: „Stóru spurningarnar eru ekki leiddar til lykta með ræðum og meirihlutaákvörðunum . . . heldur með járni og blóði." Auf Deutsch: „nicht durch Reden oder Majoritätsbeschlüsse werden die großen Fragen der Zeit entschieden . . . sondern durch Eisen und Blut." Yfirleitt hljómar þýska meira skerí en enska--ókei, þetta eru fordómar en maður sem heitir Wilhelm getur kannski leyft sér þetta--en frasinn „blood and iron," er meira ógnvekjandi finnst mér.

 

 



mbl.is Réttað yfir Morsi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlegg í umræðuna

Mér finnst þetta gott innlegg í umræðuna.

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20131030T163247 

 


mbl.is Hæðni vegna kynvitundar refsiverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi

Marvin Gaye gaf út plötu um skilnað þeirra. Platan hét Here, My Dear. Þar voru lög sem hétu: "When Did You Stop Loving Me, When Did I Stop Loving You" og "You Can Leave, But It's Going to Cost You." Platan var svo opinská að Anna Gordy Gaye íhugaði að lögsækja Marvin.

Marvin Gaye var snillingur en glímdi við ýmis persónuleg vandamál, t.d. kókaínneyslu. Hann var mikill andans maður en holdið heillaði hann einnig og hann náði aldrei að tvinna saman þessa tvo grunnþætti tilveru sinnar, nema í list sinni og hún mun lifa. Líf hans endaði mjög sorglega þegar faðir hans, sem var prestur, skaut hann til bana eftir rifrildi með byssu sem Marvin hafði gefið honum. 

Ég læt fylgja með lag sem mér finnst eitt hans allra besta lag, "Trouble Man".

 

 



mbl.is Fyrrum eiginkona Marvin Gaye látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðumissir

Conrad BlackÉg sýndi brot úr viðtali við Conrad Black um daginn. Kanada hefur núna tekið af honum Kanadaorðuna (Order of Canada). Black er dæmdur fyrir fjármálasvik en neitar öllu. Það eru allir vitlausir og vambarlausir nema hann, að eigin sögn.

Kanadamenn eru seinþreyttir til vandræða, en stundum fá þeir nóg. 


Hlegið að Gylfa?

Væri ekki réttara að segja að fólkið hafi hlegið með Gylfa? Ef fólkið hló honum, sem er svo sem ekki útilokað, var þetta varla mjög gaman fyrir veislustjórann.
mbl.is Dönsuðu og hlógu að Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband