Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Frumbyggjarnir
7.4.2014 | 17:31
Sigmundur Davíð skilur ekki alveg hvers vegna Íslendingar eru ekki skilgreindir sem frumbyggjar--enda Íslendingar einhverra hluta vegna ekki taldir frumbyggjar," skrifar hann.
Skilgreinum okkur bara sem frumbyggja, þegar það hentar, og málið er leyst.
Sigmundur er alltof hógvær. Veit hann ekki að sókn er besta vörnin? Hann ætti að segja Bandaríkjamönnum að þeir ættu nú bara að hafa sig hæga. Okkur maður, Leifur Eiríksson, fann Ameríku og við eigum tilkall til alls þess landsvæðis. Þar sem við erum frumbyggjar þurfum við ekkert að hlusta á það að þar voru aðrir frumbyggjar fyrir. Við látum sko engan segja okkur fyrir verkum. Við tókum til dæmis landið af írsku munkunum sem voru að þvælast á Íslandi áður en við mættum á svæðið . . . Ó, erum við þá ekki frumbyggjar Íslands? Æ, þar fór í verra! . . . En, nei, frumbyggjar" er nefnilega mjög teygjanlegt hugtak. Samt voru írsku munkarnir ekki alvöru frumbyggjar. En við erum sko alvöru frumbyggjar!
. . . Í alvöru.

![]() |
Afstaðan ræðst ekki af umvöndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skilaboð
6.4.2014 | 23:16
Brúðguminn hefði getað tekið upp snjallsímann sinn og sent konunni sms:
Þú elskar símann þinn greinilega meira en mig. Kannski er hann til í að giftast þér. See ya later.
![]() |
Sendi sms á meðan hún gifti sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirlestur
6.4.2014 | 05:07
Það er ansi mikið ósamræmi milli fyrirsagnar--22 lögreglumenn létu lífið"--og efni greinarinnar. Samkvæmt greininni slösuðust 22 lögreglumenn. Ég kíkti á BBC vefinn og þar kemur fram að 22 lögreglumenn hafi verið fluttir á spítala eftir átökin. Enginn af lögreglumönnunum er sagður látið lífið.
![]() |
22 lögreglumenn slösuðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamlar bækur
4.4.2014 | 22:43
Gaman að þessu framtaki hjá Ara Gísla. Ég las Leikföng dauðans eftir Alistair MacLean. Maður las allt eftir hann og Desmond Bagley á sínum tíma. Ég hélt alltaf að titillinn á bók Guðbergs Bergssonar Leikföng leiðans væri hæðin tilvísun í þennan titil, en ég var að fatta að bók Guðbergs kom út á undan bók MacLeans. Stundum er maður bara leikfang misskilnings manns sjálfs.
Það er rétt hjá Ara Gísla að það er alltaf gaman að þessum gömlu íslensku kápumyndum. Mér sýnist kápan vera eftir Halldór Pétursson, en það gæti verið misskilningur.

![]() |
Þúsundir áhugaverðra titla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Önnur kona
4.4.2014 | 21:17
Önnur kona vakti athygli á Möltu ekki fyrir löngu. Sjá hér:
http://www.timesofmalta.com/articles/view/20140226/local/icelandic-media-make-fun-of-malta-gaffe.508367

![]() |
Nýr forseti á Möltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Partýbær
4.4.2014 | 21:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert nýtt hjá Sigmundi
2.4.2014 | 16:59

Fólk ætti að vera orðið nokkuð vant því hvernig Sigmundur Davíð svarar. Eitt lítið dæmi. Í greininni stendur: Þá sagði hann ekkert nýtt í yfirlýsingum Obama í þeim efnum heldur aðeins endurtekningu frá árinu 2011. Engar verulegar breytingar hafi orðið á samskiptum ríkjanna síðan." Það að engar verulegar breytingar" hafi orðið eftir 2011, þýðir ekki að það geti ekki orðið breytingar. Þannig að þetta stenst enga skoðun.
Sama hvað fólki finnst um hvalveiðar og Bandaríkin þá er þetta bara lítið dæmi um hve málflutningur Sigmundar Davíðs er byggður á veikum grunni. Sigmundur Davíð virðist halda að með því að nota Þetta reddast"-lógík og svara gagnrýni með Ekki þessi leiðindi"-útúrsnúningum nái hann að halda völdum. Nú er að sjá hvort þessi gömlu trix virka enn.
![]() |
Sigmundur: Ekkert nýtt hjá Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að gleyma að gúggla
2.4.2014 | 02:08
Hver hefur ekki lent í þessu?
En án gríns, það tekur nokkrar sekúndur að finna mynd af þeirri tegund af bát sem um ræðir, Rinker 342 Fiesta Vee. Þegar það hefur verið gert kemur í ljós að þetta er engin glæsisnekkja og alls ekki eins "ógleymanleg" og sú sem myndin er af.
![]() |
Snekkjan sem gleymdist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)