Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

D-Dagur

Stuttu eftir D-Dag, sagði Rommel við Hitler að Bandamenn myndu brjótast í gegnum víglínuna í Normandí og streyma inn í Þýskaland. Hitler sagði stuttu síðar: „Rommel er búinn að missa kjarkinn. Hann er orðinn svartsýnismaður. Á þessum tímum eru það einungis bjartsýnismenn sem fá einhverju áorkað.”

Heimild: John Toland, Adolf Hitler.

Normandy

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Innrásarinnar minnst í Normandí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógn?

Hvernig getur vinnumarkaður verið ógn við hagkerfið? Sagði Bjarni þetta, eða þarf að endurskrifa fréttina?

 


mbl.is Vildu auka pólitískan stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur og veruleiki

Draumur Halldórs Ásgrímssonar var að Ísland yrði þekkt sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Raunveruleikinn varð sá að Ísland varð þekkt sem alþjóðleg fjármálamistök.

En þetta reddaðist allt að lokum, var það ekki? Og núna eru allir farnir að fíla okkur aftur. Núna er kannski kominn tími til að hætta þessu væli og skella sér í aðra umferð. Það dreymir alla um að verða ríkir, líka sósjalista. Hér er uppskrift af því að græða fyrir þá sem misstu af fyrsta góðærinu. Uppskriftin er úr bók Michael Lewis, Boomerang: Travels in the New Third World. Fyrsti kaflinn er um Ísland og heitir „Wall Street on the Tundra":

Yet another hedge fund manager explained Icelandic banking to me this way: You have a dog, and I have a cat. We agree that each is worth a billion dollars. You sell me the dog for a billion, and I sell you the cat for a billion. Now we are no longer pet owners but Icelandic banks, with a billion dollars in new assets. "They created fake capital by trading assets amongst themselves at inflated values," says a London hedge fund manager. "This was how the banks and investments companies grew and grew. But they were lightweights in the international markets."

Iss, þessir hrægammasjóðastjórnendur voru bara öfundsjúkir. „Fake capital"? Allt kapítal er feik. Þetta er pottþétt aðferð. Af hverju ekki að reyna þetta aftur? En, en.  „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið," orti Steinn Steinarr. En hann var kommúnisti og þeir eru alltaf svo neikvæðir. Var nokkuð að marka hann? Gefum honum samt síðasta orðið Wink

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum

í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.

Hann lykur um þig löngum armi sínum,

og loksins ertu þú sjálfur draumur hans.

 

 


mbl.is Kallar Geir Haarde ræfil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beethoven, Sonata No. 8 í C moll, Op. 13 "Pathetique": III. Rondo: Allegro


Að vera í vöðlum

„Það er betra að vera í vöðlum ef maður ætlar að staldra við," sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa mætt vöðluaus í veiðina. Kannski hlustar hann á eigin ráðleggingar. Það er betra að vera viðbúinn, ef maður ætlar að staldra við. Annars er hætt við að umræður, og ýmislegt annað, komi manni sífellt á óvart.

 


mbl.is Umræðan kom Sigmundi á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrlenskt lýðræði

Þetta er greinilega mikill sigur fyrir lýðræðið, eða þannig. Þetta var í fyrst sinn sem öðrum en meðlimum Assad-fjölskyldunnar var leyft að bjóða sig fram.

Heimild: http://www.bbc.com/news/world-middle-east-27706471

Assad

 


mbl.is Assad vann kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með strætó?

Það er nógu þreytandi að ferðast með strætó þó að hundum, öðrum en hundum fyrir blinda og sjónskerta, sé ekki bætt við þá upplifun.

Rottweiler

 

 


Bankamannsblús

Það er annað hvort í ökkla eða eyra. Íslenska bankakerfið í hnotskurn.

 

 

 


mbl.is Í ósamræmi við önnur norræn lönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeffrey Lee Pierce, "Love and Desperation"


Bjargvættirnir

Hefði það ekki meikað meiri sens að fá tvo meðaljóna til að kljást við hinn ægilega ímyndarvanda sem veiðileyfissalar hafa þurft að glíma við eftir hrunið? En það myndi kannski gefa meðaljónum falska von um að þeir hafi efni á því að skella sér í veiði þegar þeim dettur í hug. Í fyrra kostaði ein stöng á dag í svæði eitt í Norðurá 94.700 krónur. Reyndar er fæði og gisting ekki nema 20.000 krónur á sólarhring milli 6-15. júní.

Vonandi verður grillað um kvöldið. 

Bjargvættirnir

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ráðherra að bæta ímynd laxveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband