Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Sama sagan

Og orðræða Sigmundar Davíðs er alltaf sú sama. 

 


mbl.is Umræðan um Framsókn nýr lágpunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspá fyrir öll stjörnumerki

Ef þú hefur verið að hugsa um að hætta að taka stjörnuspár alvarlega er dagurinn í dag kjörinn til þess. Hugsaðu vel um heilsuna og gættu þess að fá nægan svefn.
mbl.is 24.júlí er happadagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um þýðingar

Í fréttinni í Mbl.is stendur: „Þeir sem lærðu fé­lags­vís­inda­leg­ar grein­ar voru með mun lægri meðallaun, eða um 43,1 þúsund doll­ara." Í upprunalegur fréttinni frá CBS stendur:

 

 

That's compared with a humanities graduate who was more likely to report working multiple jobs and earn a full-time salary averaging only $43,100.

 

  „Humanities" eru „hugvísindi," ekki „félagsvísindi". 

 


mbl.is Hvaða nám skilar hæstu tekjunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningar

Mann langar helst að gráta :)

 


mbl.is Karlmenn eru tilfinninganæmari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtinn myndatexti

Mig grunar að sá sem bjó til orðið „skallapoppari", Jens Guð, sé ekki sáttur við að það sé notað um Neil Young. Þeir sem skilja orðið vita að það á ekki við Neil Young.

 


mbl.is Neil Young rokkaði í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes rannsakar

HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 2001-2009, þannig að það ættu að vera hæg heimatökin að skrifa þessa skýrslu. Sumir myndu kannski kalla þetta hagsmunaárekstra, því hann er jú að hluta til að rannsaka sjálfan sig, en það virðist ekki skipta Fjármálaráðuneyti eða Háskóla Íslands neinu máli. Svo er Hannes stjórnmálafræðingur en ekki hagfræðingur, en það virðist ekki skipta Fjármálaráðuneytið eða Háskóla Íslands neinu máli.

Hvað hefur Hannes sagt hingað til um hrunið? Kíkjum aðeins á það.

Í viðtali við Reykjavik Grapevine 31. ágúst 2009--viðtali sem kallaðist “The Architect of the Collapse?”--sagði Hannes að íslensku bankarnir hafi orðið of stórir (“They grew too big”). Síðar skrifar hann í greininni “Five Years On”, sem birtist í Pressunni 3. október, 2013, að vandamálið hafi ekki verið að íslensku bankarnir hafi verið of stórir heldur að Ísland hafi verið of lítið (“The problem was not that the banks were too big; it was that Iceland was too small.”)

Hvort er það? Kannski skýrist þetta í nýju skýrslunni.

Hvað höfum við lært af hruninu? spyr Hannes í greininni “Five Years On”. Svarið er eftirfarandi: „Við eigum að afneyta kunningjakapítalisma áranna 2004-2008 og hinum smásálarlega og hefnigjarna sósjalisma sem ríkti 2009-2013 og reyna að snúa aftur til hins heilbrigða markaðs kapítalisma sem ríkti 1991-2004 . . .” (“That we should both reject the crony capitalism of 2004–2008 and the petty, vengeful socialism of 2009–2013, and try to return to the healthy market capitalism of 1991–2004 . . .”)

Reyndar sagði hann í viðtalinu við Reykjavik Grapevine að hrunið væri engum að kenna: „Það sem gerðist var að bankarnir stækkuðu of hratt. Og þeir voru bara tryggðir á Íslandi, og það uppgötvaðist að það var ekki nóg í slíkri fjármálakreppu. Það er engum að kenna.” (“What happened is that the banks grew very rapidly. And they were only reinsured in Iceland, and it was discovered that this wasn’t sufficient in such a credit crisis. That is nobody’s fault.”)

Hvort er það? Er hrunið engum að kenna? Eða er það kunningjakapítalisma og sósjalisma að kenna. Kannski skýrist þetta í nýju skýrslunni.

En hvernig gat það gerst að hinn „heilbrigði markaðs kapítalismi” varð að hinum ógurlega „kunningjakapítalisma" á einni nóttu? Og hver er munurinn? Eru kapítalistar vondir ef þeir eiga kunningja? Og ef við snúum aftur til draumalands hins heilbrigða kapítalisma eiga bankarnir að vera stórir eða smáir? Eða eigum við kannski að stækka Ísland?

Kannski skýrist þetta í nýju 10 milljón króna (auk virðisaukaskatts) skýrslunni. 

 


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til að versla

Ég las þetta viðtal við Eric Clapton, sem Ögmundur vitnar í. En í nýlegu viðtali við Rolling Stone sagði Clapton eftirfarandi: „But for me, the struggle is the travel. And the only way you can beat that is by throwing so much money at it that you make a loss."

Sem sagt, Clapton er þreyttur á tónleikaferðalögum og lái honum það hver sem vill. Eina leiðin til að gera slík ferðalög bærilega, samkvæmt honum, er að ferðast svo grand að hann tapar á tónleikaferðalaginu. Það er svolítið fyndið að vinstrimaðurinn Ögmundur vitni í rokkstjörnu sem hefur grætt ógrynni fjár á kapítalismanum.

Að segja að stórar verslunarkeðjur hafi ekki stuðlað að fjölbreytni er ansi undarlegt. Samt viðurkennir Ögmundur að stórar keðjur lækka vöruverð, en er svo í mótsögn við sjálfan sig þegar hann segir: „Örfáar samsteypur keppa síðan sín á milli. Sú samkeppnin hefur sína kosti þótt tilhneigining virðist jafnan vera sú að samkeppnisaðilar svokallaðir, lag sig hver að öðrum, sjálfum sér, en síður neytendum til góða." Lægra vöruverð kemur neytendum til góða og þeir sem eru nógu gamlir til að bera vöruúrval saman það sem var til áður en samsteypur komu til sögunnar vita að fjölbreytni hefur aukist verulega. Ef Costco kemur til Íslands bætist við samsteypa, augljóslega, þannig að samkeppnin eykst--nema menn vilji trúa því að allir vondu kapítalistarnir séu saman í samsæri gegn neytendum.

En samt. Það er ágætt að hafa vinstrimenn eins og Ögmund til að viðhalda samkeppni á markaðstorgi hugmyndanna. Maður veit svo sem hvað hann og Clapton eru að fara. Að ferðast um heiminn og sjá bara sömu verslunarkeðjurnar getur verið deprimerandi. Hér er Clapton með „Cocaine" eftir J.J. Cale.

 

 


mbl.is Þróunin ekki stuðlað að fjölbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást og dauði

Maðurinn á myndinni, maðurinn sem Frazana Parveen giftist hefur viðurkennt að hafa kyrkt fyrrverandi eiginkonu sína fyrir sex árum til að giftast Parveen. Hann slapp við fangelsisvist vegna ákvæða í íslömskum lögum Pakistan. Hann sagði, „Ég var ástfanginn af Farzönu og ég drap fyrri eiginkonu mína vegna þessarar ástar." Nú vill þessi maður að ákvæðin sem urðu til þess að hann slapp við fangelsisvist gildi ekki um mennina sem myrtu seinni eiginkonu hans. Ég er feginn að ég er ekki kona í Pakistan.

Heimild: http://www.theguardian.com/world/2014/may/29/pakistan-man-protesting-honour-killing-admits-strangling-first-wife 


mbl.is Dæmdir fyrir heiðursmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himinn og jörð

Ef trú meðlima al-Shabaab er á rökum reist eru meðlimirnir sem létust í sjálfsmorðsárásinni á himnum núna með 72 hreinum meyjum. 

Al-Shabaab

 


mbl.is Fjórir létust í sjálfsmorðsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar tennur

Þegar ég var í barnaskóla var rekinn mjög áhrifaríkur áróður fyrir tannhirðu. Hreinar tennur skemmast ei! Og sagan um Karíus og Baktus brenndist inn í barnshugann. Ég man að ég vorkenndi þeim samt svolítið þegar þeir fóru beinlínis í vaskinn. Þeir misstu heimilð sitt og nú deyja þeir! hugsaði ég. Ég var svo góður í mér. (Það er reyndar merkilegt hvað vel samsettur áróður og frasar sitja í manni. Þó ég sé ekki kommúnisti þá stend ég mig stundum að því að söngla, „Lifi kommúnisminn og hinn rauði her!" Ég hef ekki hugmynd um hvar ég lærði þetta. Einhver veginn líður mér alltaf betur á eftir.) 

Fyrir þá sem hafa áhuga á tönnum fólks í fréttum þá er hér umfjöllunum um tennur Davids Bowie.

 

 


mbl.is 17 best tenntu Íslendingarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband