Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Eldri borgarar
24.1.2015 | 08:42
Hægt er að hlusta á brot úr tveimur lögum af plötunni á iTunes. Dylan eins og krúttlegur afi sem er aðeins búinn að fá sér í glas og ákveður að syngja karaókí. Ég var að vona að Dylan tæki lagið One for My Baby (and One More for the Road)", en hann kaus að gera það ekki.
P.S. Einn fimmaurabrandari að lokum.
--Hvað gerir maður við gamalt hakk?
--Býr til eldri borgara.
Gefur eldri borgurum plötuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleymnir bókstafstrúarmenn
24.1.2015 | 07:10
Gleymdu þessir kristnu bókstafstrúarmenn áttunda og tíunda boðorðinu?
Bókstafstrúarmenn stálu styttu af keltneskum guði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Monní
24.1.2015 | 06:56
Fjármunir eiga sér ekkert föðurland," sagði Napóleón.
Ótilgreindir útlendingar sagðir eigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú, málfrelsi, ofbeldi
24.1.2015 | 06:22
Furðu margir trúa því að ef fólk ögrar strangtrúuðum múslimum með því að gera grín að trúarbrögðum þeirra þá sé ekkert skrítið og jafnvel ekkert að því að þeir bregðist við með ofbeldi.
Hér er hluti úr nýlegri frétt í DV.is um ummæli Andra Freys Viðarssonar, sem mér hefur hingað til fundist mjög skemmtilegur og geðþekkur maður:
Þetta er bara aðeins of langt gengið. Fólk ætti aðeins að pæla í þessu. Ef eitthvað fer í taugarnar á einhverjum, þá hættir maður því.
Andri segist muna þegar hann var að kasta snjókúlum í rúður hjá fólki, en það segir hann hafa farið svakalega í taugarnar á sumum. Segist hann hafa lært það þegar einhver hlupu út á eftir honum, náðu honum og kaffærðu í snjónum jafnvel, að láta viðkomandi eiga sig.
Nú eru þessir menn, sem þetta fer mest í taugarnar á, búnir að segja: Okei, ef þið hættið þessu ekki, þá í alvöru, þá förum við að skjóta ykkur. Það verða blóðsúthellingar, það verður allt vitlaust hérna ef þið hættið þessu ekki. - Af hverju hættum við þessu ekki? spyr Andri og svarar sjálfum sér: Af því það er málfrelsi! Veistu það, við erum hálfvitar og þetta er bara dónaskapur.
Ef grínisti gerir gys að rasistum og hommahöturum í gamanþætti og er svo barinn eða drepinn af þeim af því að grínið fór svakalega í taugarnar" á þeim, er það réttlætanlegt?
Er Andri Freyr, og aðrir sem nota röksemdafærslu af þessu tagi, einnig reiðubúnir að nota sömu rök til að réttlæta árásir á múslima í kjölfar þess að íslamskir menn, ekki bara svívirtu vestræn gildi í orði og með teikningum, heldur svívirtu þau með því að myrða tólf og særa ellefu manns í árás á skrifstofur satírutímarits?
Múslimar biðja fyrir Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kraftaverk!
23.1.2015 | 23:24
Páfinn mætir á svæðið og heimilslausir komast inn á lúxushótel ókeypis. Svo segir fólk að tími kraftaverka sé liðinn.
Samt er eitthvað lið að gagnrýna þetta. Týpískt! Sumir eru aldrei ánægðir. Fyrsti mánuður loftárása greinilega hafinn á Filippseyjum.
Földu heimilislausa fyrir páfanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Naktir nýliðar
23.1.2015 | 22:59
Sá sem sendi hermennina berrassaða út að hlaupa hefur kannski lært þessa þjálfunaraðferð af breskum hermönnum sem voru við heræfingar í Noregi fyrir nokkrum árum. Hér er frétt um þá úr Daily Mail:
http://www.dailymail.co.uk/news/article-524553/Sent-home-shame-British-commandos-stripped-naked-crass-stunt-foreign-bar.html
Sendir naktir út að hlaupa í frosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hús guðanna
23.1.2015 | 07:49
Moska og fleiri kaþólskar kirkjur. Vantar ekki synagógu og hindúa- og Búdda hof og nýja Mormónakirkju kannski?
Hvenær fáum við meiri upplýsingu? Meiri skynsemi? Eða er voðalega móðgandi að biðja um slíkt?
Kaþólskum fjölgar ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Viðbrögð vara-kanslarans
22.1.2015 | 07:37
Þýska ríkisstjórnin fordæmdi uppátæki Lutz Bachmanns. Vara-kanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, hafði þetta um málið að segja:
Manneskja sem er í stjórnmálum og lætur taka mynd af sér í gervi Hitlers er annað hvort alger fáviti eða nasisti. Skynsamt fólk fylgir ekki fávitum og heiðvirt fólk fylgir ekki nasistum.
Heimild: http://www.bbc.com/news/world-europe-30920086
Hættir vegna Hitlers-skeggsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bræður
21.1.2015 | 19:48
Hér er ágætis frétt um þá bræður fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta.
http://www.visir.is/brynjar-nielsson-afneitar-brodur-sinum/article/2014140419396
Gústaf fannst líklega á öskuhaugum á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sykur og brauð
21.1.2015 | 08:16
Það virðast engin takmörk fyrir því hve mörgum verslunum 323,000 manneskjur geta haldið uppi. En Íslendingar elska að versla. Allir græða :) Því meira sem þú kaupir, því meira sparar þú, er ein af grunnhugmyndum Costco.
Færa má rök fyrir því að neysluhyggja sé öflugasta hugmyndafræði nútímans. Á vesturlöndum hefur hún lagt kristni og sósíalisma að velli og hún mun sigra íslam. Bíðiði bara!
Costco opnar á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)