Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Stalín er ekki hér

Í greininni stendur:

Arf­leifð hans er um­deild í Rússlandi, þar sem marg­ir sagn­fræðing­ar kenna hon­um sér­stak­lega um að hafa orðið vald­ur að and­láti millj­óna manna. Marg­ir Rúss­ar telja hins veg­ar að Stalín hafi verið þjóðhetja.

Stalín drap milljónir manna. Það er staðreynd. Þetta er ekki skoðun. Þannig virkaði kenning hans um „sósíalisma í einu landi." Af óskiljanlegum ástæðun fékk Alþýðufylkingin þetta slagorð Stalíns lánað og talar um „sósíalisma í einu sveitarfélagi". Mér finnst krúttlegt að hafa kommúnistaflokk á Íslandi, en ég legg til að flokkurinn skipti um slagorð. Bara hugmynd.

Stalín


mbl.is Minntust Stalíns á ártíð hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þiggja eða ekki þiggja

Það er greinilega ansi mikill munur á skoðunum núverandi og fyrrverandi formanns Félags múslima á Íslandi. Ibrahim Sverrir Agnarsson segir: „Ég kannast ekki við að félagið hafi tekið þá afstöðu að þiggja ekki gjöf frá Sádi Arabíu ef henni fylgja ekki takmarkandi skilyrði."

Það stefnir allt í spennandi félagsfund. Þetta er spennandi mál og tengsl forseta Íslands gera það enn meira spennandi. Salmanni finnst greinilega óbragð að sjeikum Sádi-Arabíu, svo maður vitni í gamlan brandara ritstjóra Morgunblaðsins, en Ibrahim Sverrir kann betur að meta bragðið.

 

 


mbl.is Þiggja ekki gjafir „fasistaríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa samband við Jón Baldvin

Væri ekki kjörið að Morgunblaðið hefði samband við Jón Baldvin og spyrði hann úti málið?

Er Jón Baldvin núna á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Ég hlustaði á viðtalið við hann og túlkaði það þannig, eins og ansi margir, myndi ég telja, en samkvæmt Árna Páli, sem segist hafa verið hægri hönd hans, er það misskilningur. Einfaldast er að Jón Baldvin sé spurður og svari fyrir sig, ekki satt? Hann hefur aldrei átt í vandræðum með að tjá sig.

Árni Páll og Jón Baldvin


mbl.is Jón Baldvin ekki orðinn afhuga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti Kastljósþáttur

Verður næsti Kastljósþáttur um Þjóðkirkjuna, kaþólsku kirkjuna og aðrar kirkjur og trúfélög sem bjóða upp á eilíft líf, ef maður bara trúir?

 


mbl.is Kastljós „þvældi veiku fólki um bæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn Framsóknar lokið?

Er stórsókn Framsóknarflokksins lokið? Í síðustu Gallup könnun var flokkurinn með heil 12.8%. Núna er fylgið 11% og flokkurinn er minnstur! Óþolandi! Það er sko EKKERT að marka þessar skoðanakannanir wink Tími Framsóknarflokksins mun koma aftur!

Sigmundur Davíð 2

Sigmundur Davíð


mbl.is Píratar í stórsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titrarinn og Babílon systur

Smá neðanmálsgrein við þessa frétt. Hljómsveitin Steely Dan er nefnd eftir titrara wink


mbl.is Stöðvuð í Leifsstöð með titrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er gott

Ég hélt að Íslendingar ættu heimsmet í gotterísáti eins og svo mörgu öðru. Þjóðin þarf greinilega að taka sig á. Það er magnað að fylgjast með atganginginum í Hagkaupum á laugardögum þegar það er 50% afsláttur á nammibarnum. 


mbl.is Danir úða í sig sætindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstæðingur deyr

Sá sem talar fyrir hönd rannsóknarnefndarinnir bendir á alla nema þann sem hver meðalgreindur maður sér að er líklegastur til að hafa staðið á bakvið morðið, Vladimir Pútin. En það væri svolítið erfitt fyrir þennan mann að gera það, þar sem Pútín hefur yfirumsjón með rannsókninni og er valdamesti maður Rússlands.

Auðvitað er ekkert hægt að fullyrðu um málið enn sem komið er, en hér listi yfir andstæðinga Pútíns sem hlotið hafa vofeiflegan dauðdaga:

April 2003 - Liberal politician Sergey Yushenkov assassinated near his Moscow home

July 2003 - Investigative journalist Yuri Shchekochikhin died after 16-day mysterious illness

July 2004 - Forbes magazine Russian editor Paul Klebnikov shot from moving car on Moscow street, died later in hospital

October 2006 - Investigative journalist Anna Politkovskaya shot dead outside her Moscow apartment

November 2006 - Former Russian spy Alexander Litvinenko died nearly three weeks after drinking tea laced with polonium in London hotel

March 2013 -Boris Berezovsky, former Kremlin power broker turned Putin critic, found dead in his UK home

Heimild: http://www.msn.com/en-ca/news/world/putin-pledge-on-nemtsov-murder/ar-BBi4YGj?ocid=mailsignoutmd 

 


mbl.is Segja morðið á Nemtsov „sviðsett“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband