Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Of langt gengið
19.4.2015 | 23:40
Hugleikur hefur aðeins einu sinni gengið fram af mér. Það var þegar hann gerði grín að mömmu Lilla apa. Það dissar enginn mömmu Lilla apa. Óstaðfestar fregnir úr undirheimum Borgar óttans segja að Lilli api hafi glott þurrlega og muldrað: "My gang is gonna get you."
Hér er Lilli í góðra vina hópi.
Ofbýður Finnum Hugleikur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ósýnilega höndin
16.4.2015 | 19:40
Hin ósýnilega hönd markaðarins á það til að löðrunga fólk.
Lýsir bæði taktleysi og siðleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engar áhyggjur
16.4.2015 | 19:04
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins í ár. Hann átti þau svo sannarlega skilið.
Svo mæli ég með þessari frétt og myndbandi á Visi.is: http://www.visir.is/sigmundur-aetlar-ekki-ad-afhenda-leyniskyrslurnar-i-bili/article/2015150419198
Hvert er eiginlega vandamálið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fátækt fólk
14.4.2015 | 21:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Iss . . .
14.4.2015 | 05:43
Iss, Jesús hefði gengið á vatninu. Hér er smá Jesú-rokk með Byrds. Ég tileinka lagið Hjalta Rúnari í Vantrú og Jón Vali :) Ég hef alltaf gaman af því að fylgjast með þeim félögum rökræða.
Kanye West stökk út í vatnið með tónleikagestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Súlu dans trans
13.4.2015 | 22:39
Þarf ekki að setja kynjakvóta á súludans Pole Fitness svo það sé alveg á hreinu að fyllsta jafnréttis sé gætt? Ég var að hugsa um að fá mér súlu í stofuna til að megra mig, en hætti við eftir að ég horfði á þetta :)
Engin erótík á súlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir fagurgalar
13.4.2015 | 21:42
Sem neðanmálsgrein við þessa frétt er hér stórskemmtilegt og stórmerkilegt viðtal við tvo fagurgala, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Erp Eyvindarson. Góða skemmtun!
Fagurgalinn við Austurvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kennsla og netið
13.4.2015 | 20:46
Í fréttinni stendur:
Ég var bara í tíma í skólanum og datt eiginlega alveg út og hætti að fylgjast með þegar ég sá fréttina, segir hún og hlær.
Ef ég skil þetta rétt var nemandinn á netinu í kennslustund. Ef þetta er rétt skilið hjá mér, þá hætti hún ekki að fylgjast með eftir að hún sá fréttina. Ef hún var á netinu var hún ekki að fylgjast með.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að snjallsímanotkun í kennslustundum er vandamál.
Gaman væri að heyra í kennurum og nemendum um það hvort þeim finnist í lagi að nota snjallsíma í kennslustundum.
Ekki margar Hrefnur Maríur í ÍR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aftur
13.4.2015 | 19:35
Ah, við erum komin í þennan leik aftur. Hvar er Simmi?
Krefjast svara frá Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ammæli
12.4.2015 | 22:13
Var Bjarni Benediktsson ekki á svæðinu? Alla vega. Til hamingju með ammælið.
Hún á heima í húsinu þarna
Hún á heim fyrir utan
Grabblar í mold með fingrunum
og munninum.
Hún er fimm ára
Þræðir orma upp á bönd
Hefur köngulær í vasanum
Safnar fluguvængjum í krús
Skrúbbar hrossaflugur
og klemmir þær á snúru
Ohhh...
Hún á einn vin, hann býr á móti
Þau hlusta á veðrið
Hann veit hvað margar freknur hún er með
Hún klórar í skeggið hans
Hún málar þungar bækur
Og límir þær saman
Þau sáu stóran krumma
Hann seig niður himininn
Hún snerti hann!
Ohhh...
Í dag er afmæli
þau sjúga vindla
Hann ber blómakeðju
Og hann saumar fugl
í nærbuxurnar hennar
Ohhh...
þau sjúga vindla...
þau liggja í baðkari...
í dag er hennar dagur...
Tam, tam, tam-a-tam-a-tam...
Stemning í fertugsafmæli Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)