Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Um orðið champion
12.4.2015 | 19:41
Orðið champion" þýðir bæði sigurvegari" og forsvarsmaður; sá sem berst fyrir réttindum skjólstæðinga sinna". Seinni merkingin er sú sem á við hér, en þetta er smá orðaleikur þannig að hún vill lika vera sigurvegari.
UPPFÆRT: Morgunblaðið er búið að kippa þessu í liðinn, sem er hið besta mál :)
Ég vil vera málsvari ykkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norður-kóreskir kommúnistar
12.4.2015 | 06:05
Þetta er ómerkilegur kommúnistaáróður. Það vita allir að það var Eimreiðarhópurinn sem fann upp hamborgarann.
Lærði að keyra aðeins þriggja ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vorharmar
12.4.2015 | 05:54
Um að gera að hlusta ekki á gagnrýni og slá sjálfum sér gullhamra . . . Er það virkilega farsælasta leiðin? Er möguleiki að sú staðreynd að Framsóknarflokkurinn mælist með 10.8% fylgi hafi eitthvað með þessa nálgun að gera? En kannski er þetta bara neikvæðni í mér.
Mikilvægt að tapa ekki gleðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjartsýni
10.4.2015 | 20:30
Ég legg til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fái Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins í ár.
Leiðréttingin einstök á heimsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigmundur Davíð sálgreindur?
10.4.2015 | 18:12
Og í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það, segir Sigmundur Davíð. Hann deilir þessum upplýsingum væntanlega með þjóðinni. Hefur Vondi kallinn sálgreint hann? Ef svo er hefðu margir áreiðanlega áhuga á að lesa þá greiningu.
Kröfuhafarnir njósna og sálgreina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gæfa og gjörvileiki
6.4.2015 | 04:15
Smá innlegt frá Morrissey!
12 atriði sem farsælt fólk hefur á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fötunautur
5.4.2015 | 20:52
Ég skil heldur ekki hugtakið fötunautur".
Compton's finest trúlofast æskuástinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskahugleiðing
5.4.2015 | 20:48
Ég hélt nú fyrst að þessi nálgun á krossfestingu Krists, þ.e.a.s. að hún væri hefndarklám", kæmi frá Vantrú og að þeir félagar væru að gera at í kristnu fólki á sjálfum páskunum. En svo er greinilega ekki.
Ég held að svona predikarnir séu nú ekki kristni beinlínis til framdráttar. Ég skil hvað prestarnir eru að reyna að segja, en þetta er ansi langsótt, svo ekki sé meira sagt. Og svo má spyrja, Hver var á bakvið krossfestinguna? Guð almáttugur, pabbi Jesú, auðvitað. Hugmyndin um að Guð hafi fórnað einkasyninum fyrir mannkynið er nógu undarleg fyrir, þótt hún sé ekki líka bendluð við hefndarklám. Þó að mín barnatrú hafi gufað upp þegar ég var í gaggó, þá finnst mér þessi nálgun prestanna, sem eru greinilega að reyna að vera í takt við nýjustu strauma og stefnur í femínisma, jaðra við guðlast.
En kannski er ég bara kaþólskari en Páfinn. Yfir til þín, Jón Valur.
Krossfesting Jesú hefndarklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séð og heyrt og femínistar
4.4.2015 | 21:55
Séð og heyrt og femínistar: Gera lífið skemmtilegra!
Gagnrýna umfjöllun Séð og heyrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um sjúkdóma
4.4.2015 | 20:39
Morgellons er ekki alvöru sjúkdómur. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar bera allar að þeim brunni. Þetta er netsjúkdómur." Fólkið skilgreinir sig sjálft eftir að hafa lesið um sjúkdóminn" á netinu. Fólkið þjáist, en ekki af því sem það heldur að sé Morgellons. Oft er hin raunverulega orsök andlegir erfiðleikar.
Joni Mitchell á batavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)