Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Að tala við fólk

Það er nú ekki langt að fara ef Sigmundur Davíð vill tala við fólk. Það er þarna beint fyrir framan hann.

SGD


mbl.is Hlakkar til að verja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður

Ef ríkisstjórnin vill fá frið til að koma málum sínum fram hefði Bjarni Benediktsson átt að segja það fyrr--við Sigmund Davíð. Ríkisstjórnin er á gjörgæslu. Menn bíða bara eftir að hún hverfi yfir móðuna miklu.


mbl.is Stjórnin fái frið til að starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk

Mjög fín fréttaskýring. Vonandi fá lesendur fleiri greinar af þessu kalíberi.


mbl.is Hvar liggur misskilningurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tortola

Það væri lágmark að Bjarni Benediktsson krefðist þess að hann, en ekki annar Framsóknarmaður, yrði forsætisráðherra. Auðvitað væri best fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að kosningar færu fram.

Þess í stað heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tortola sjálfum sér.  

Ásgrímur Jónsson 2


mbl.is „Lögðum línur að næstu skrefum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhvers staðar . . .

Einhvers staðar verður Sigurður Ingi Jóhannsson að vera.


mbl.is Sigurður Ingi taki við af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wintris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Fallið hefði varla getað verið neyðarlegra.

En auðvitað mun Sigmundur Davíð aldrei viðurkenna það, að minnsta kosti ekki opinberlega og sennilega ekki fyrir sjálfum sér. Það er kjósenda að koma honum frá völdum.

En af hverju heitir fyrirtækið Wintris? Wintris er einfölduð útgáfa af Tetris. Einhvern veginn er það viðeigandi í þessu samhengi. En sem sagt, nú er þetta búið spil. Game over.

Wintris

 


mbl.is Viðtalið við Sigmund - orðrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband