Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
Listin að semja
19.2.2023 | 06:11
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði greinina Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma, sem birt var í Kjarnanum 19. ágúst 2021. Greinin gefur til kynna að þegar kemur að samningaviðræðum gæti verið erfitt að ganga að öllum kröfum hennar.
Greininni lýkur svona:
Það sem kallað hefur verið lýðræðisuppbygging í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfskonu NATO í landinu er þvert á móti risavaxin tilraun í heimsvaldastefnu, framkvæmd af grimmd og glæpsamlegu áhugaleysi um velferð fólksins í Afganistan; kvenna, barna og karla.
Vestrænir bjargvættir með kvenfrelsiskyndilinn í annarri hendi og hríðskotabyssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heimsbyggðarinnar sem útsendarar rotinnar heimsvaldastefnu, þátttakendur í einu siðlausasta verkefni mannkynssögunnar.
Ég set fram þær kröfur
Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bundist:
Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flóttafólki af mannúð, og með vinsemd og virðingu að leiðarljósi.
Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðjuverkasamtökunum NATO.
Ég set fram þá kröfu að Ísland biðjist afsökunar á þátttöku sinni í glæpsamlegum innrásum og stuðningi við heimsvaldasinnað og rasískt ofbeldi NATO og Bandaríkjanna.
Ég set fram þá kröfu að Ísland berjist á alþjóðavettvangi fyrir friðsamlegum lausnum í alþjóðamálum og hætti að taka þátt í að kynda ófriðarbál af forhertri heimsku og yfirborðsmennsku.
Ég set fram þá kröfu að almennum borgurum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Bandaríkjanna í Afganistan verði greiddar miskabætur.
Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hrokafulla, heimsvaldasinnaða og rasíska hvíta femínisma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórnarráðinu og við stefnumótun Íslands í utanríkismálum. Slíkur femínismi á heima á ruslahaugum sögunnar. Tími raunverulegrar samstöðu með alþýðu veraldar, konum, börnum og mönnum, er runninn upp.
Sú samstaða er femínismi sem við getum öll stutt og barist fyrir.
Svo mörg voru þau orð. Trotskí gerði hugtakið ruslahaugar sögunnar frægt og mig grunar að Sólveig Anna sé sammála því að hún eigi meira sameiginlegt með Trotskí en hefðbundnu íslensku vinstrafólki.
Vonbrigði í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vegum úti
18.2.2023 | 17:46
Það jafnast ekkert á við íslenskan vegaborgara með eggi, frönskum og kokteilsósu. En er það til of mikils mælst að veitingastaðir á Íslandi beri íslensk nöfn? Þessi ensku nöfn eru svo hallærisleg.
Verð á hamborgurum í hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsetakosningar
17.2.2023 | 07:06
Það styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Auðvitað er of snemmt að spá, en það kæmi mér ekki á óvart ef Ron DeSantis yrði næsti forseti Bandaríkjanna.
Segir nauðsynlegt að skipta um forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)