Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023
Orðræða um eiturlyf
24.4.2023 | 18:29
Á vefsíðu Frú Ragnheiðar stendur:
Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa.
Eiturlyf eyðileggja líf og drepa. Er rangt að leggja áherslu á það sé öruggast að fyrirbyggja notkun þeirra?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Örlög
23.4.2023 | 20:52
Enginn má sköpum renna / Destiny is all!
![]() |
Þar sem ekki þarf aðstoð við að pissa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagan
22.4.2023 | 21:38
Í BBC greininni stendur:
Often these poorly trained [Russian] soldiers are reportedly forced to keep pushing forward. The assault group Storm of the 5th Brigade of the Russian army said in a video appeal that they could not leave their position because of zagryad otryad, or blocking troops - detachments that open fire at their own men who try to retreat.
Ef þessi frásögn er sönn þá er sagan að endurtaka sig. Í seinni heimsstyrjöldinni reiddi Rauði herinn sig á mannafla án tillits til mannfalls og stundum herfylki sem skutu þá sem reyndu að hörfa. Þessi aðferð tryggði að skipun Stalíns var framfylgt: "Ekki eitt skref til baka."
![]() |
Bjargaði lífi liðsfélaga á síðustu stundu lífs síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menning og skattar
22.4.2023 | 06:02
"Menningarframlag." Öllu má nú nafn gefa. Hvernig væri að leyfa fólki bara að horfa á það sem það vill? Það er lifandi menning. Ef skattur verður lagður á streimisveiturnar þurfa notendur að sjálfsögðu að borga meira. En það er náttúrulega draumur sumra. Að bjarga heiminum með skattlagningu.
![]() |
Skoða gjaldtöku á streymisveitur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málaferli
21.4.2023 | 20:34
Það er því miður svo að stundum eru málaferli eina leiðin til að vinna gegn lygum, svikum og prettum. Það væri gott ef við gætum bara treyst öllu sem fólk segir en veröldin og mannlegt eðli kemur í veg fyrir það. Fólk lýgur.
![]() |
Fimm milljónir dala fyrir að hafa rangt fyrir sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bólusetningar
21.4.2023 | 04:32
Á einhverjum tímapunkti fór vaxandi hópur foreldra að efast um gildi bólusetninga. Hver er réttur barna þegar kemur að þessu máli? Ef ég væri barn væri mér betur borgið ef foreldrarnir, sem hafa enga sérþekkingu á heilbrigðismálum, láta ekki bólusetja mig eða ef foreldrarnir treysta fagfólki í heilbrigðiskerfinu? Við getum notað líkingu. Treystir maður frekar lærðum flugmanni að fljúga eða farþega sem hefur lesið margar greinar um flug á netinu og er búinn að fá nóg af "sérfræðingaveldinu"?
![]() |
Traust til bólusetninga minnkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bylting
20.4.2023 | 21:10
Ef eitthvert ríki myndi voga sér að banna snjallsíma innan sextán yrði afleiðingin bylting. Reyniði bara að taka síma af barni, unglingi--eða fullorðinni manneskju ef út i það er farið--og sjáið hvað gerist.
![]() |
Vilja banna snjallsímanotkun fyrir yngri en 16 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.4.2023 kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um samsæriskenningar
20.4.2023 | 02:03
Af hverju trúir fólk samsæriskenningum? Eru þeir sem gera það of tortryggnir eða of trúgjarnir? Hver er besta samsæriskenningin? Að mínu mati er kenningin um Eðlufólkið (Reptile Elite) sú skemmtilegasta. Hver er munurinn á gervivísindum og samsæriskenningum? Samkvæmt heimspekingnum Karl Popper eru Freudismi og Marxismi dæmi um gervivísindi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið fornkveðna
18.4.2023 | 20:29
Þar sannast hið fornkveðna að það er dýrt að vera fátækur.
![]() |
Veitingamaður svarar Twitter-níði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norrænt réttlæti
17.4.2023 | 23:31
Leigumorðingi myrðir mann með köldu blóði. Refsingin er tvö ár og níu mánuðir. Er það réttlæti?
![]() |
Leigumorðingi flúði í tannlæknaheimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)