Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023
List og pólitík
17.4.2023 | 02:21
List og pólitík eiga meira sameiginlegt en margir halda. Hvort tveggja snýst um að móta veruleikann, skapa og skálda. Sem flestir ættu að taka þátt í pólitík að mínu mati. Það er auðvitað auðveldara að kvarta og kveina og segja að allir stjórnmálamenn séu spilltir og að stjórnmál séu tilgangslaus en það frekar léleg afsökun fyrir því að gera ekki neitt. En áður en menn fara í pólitík er gott að lesa Machiavelli og vera þess viðbúinn að fá rýting eða jafnvel heilt hnífasett í bakið.
Að lokum finnst mér það jákvætt að fólk taki þátt í stjórnmálum í svolítinn tíma og snúi sér svo að öðru eins og Guðmundur Andri hefur ákveðið að gera.
![]() |
Prímadonnur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sendiráð og ráðabrugg
16.4.2023 | 23:04
Það er opið leyndarmál að sendiráð eru njósnahreiður. Ég vitna hér í BBC:
"Every embassy in the world has spies," says Prof Anthony Glees, director of the Centre for Security and Intelligence Studies at the University of Buckingham.
And because every country does it, he says there is "an unwritten understanding" that governments are prepared to "turn a blind eye" to what goes on within embassies.
Mann grunaði þetta svosem en lestur bókar Bob Woodwards Veil: The Secret Wars of the CIA, 1981-1987 sýndi mér svart á hvítu að sendiráð og njósnir eru nátengd.
![]() |
Hypjaðu þig, strákur, annars læt ég handtaka þig! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífheimur þorskanna
16.4.2023 | 02:33
Það er álag að vera þorskur.
![]() |
Rannsaka stress í heila þorska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Pentagon skjöl
14.4.2023 | 02:29
Maður hefði haldið að öryggið hjá Pentagon væri aðeins meira. En svo eru sumir sem telja að "lekinn" sé plott hjá Bandaríkjunum og Úkraínu til að blekkja Rússa. Þetta er ólíklegt en það eru engu að treysta í njósnaheiminum.
![]() |
Maðurinn á bak við lekann nafngreindur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúðar allra landa sameinist
13.4.2023 | 09:11
Ég var að komast að því að til er Heimssamband trúða (World Clown Association). Samtökin eru með árlega ráðstefnu. Allir vilja berjast fyrir réttindum sínum, líka trúðar. Það er kannski svolítið erfitt að taka yfirlýsingar trúða alvarlega en það eru náttúrlega bara fordómar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimurinn og garðurinn
12.4.2023 | 07:32
Macron reynir að bjarga heiminum á meðan heimalandið logar. Var það ekki franski spekingurinn Voltaire sem skrifaði að maður yrði að rækta garðinn sinn?
![]() |
Hrópað að Macron í miðri ræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frambjóðendur
11.4.2023 | 02:20
Líkt og hjá repúblikunum er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að forsetaframbjóðendum hjá demókrötum. Marianne Williamson, sem enginn veit hver er, hefur tilkynnt framboð sitt og það hefur Robert F. Kennedy, Jr. líka gert. Hann er harðsvíraður andstæðingur bólusetninga og svo kexaður að efasemdir eru um að hans eigin fjölskylda styðji hann. Joe Biden getur varla komið út úr sér óbögglaðri setningu en hann er samt besta von demókrata.
![]() |
Biden hyggst bjóða sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurkoma
9.4.2023 | 07:10
Ég myndi fara í bíó til að horfa á Stjörnustríðsmynd um endurkomu Jar Jar Binks þar sem hann er vondi karlinn. Jar Jar Binks, sem átti að vera hress og skemmtilegur, var svo óvinsæll að leikarinn sem ljáði honum rödd sína varð fyrir svo miklu aðkasti að hann íhugaði að svifta sig lífi. Stjörnstríðsaðdáendur geta verið hatrammir.
![]() |
Nýr þríleikur Star Wars væntanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neikvæðar sjálfsmyndir
8.4.2023 | 23:11
Í greininni stendur:
Þú þarft bara að hætta þessu og einbeita þér.
Seinni setningin sem einstaklingar sem eru mikið í kringum börn með ADHD gerast oft sek um að nota eykur ekki einungis á gremju barnanna heldur getur hún einnig stuðlað að neikvæðri sjálfsmynd, rétt eins og fyrri setningin.
Að banna foreldrum og öðrum að tjá sig og halda því fram að þau séu "sek" ef þau voga sér að biðja barn um að einbeita sér getur "einnig stuðlað að neikvæðri sjálfsmynd" foreldra og annars fólks sem umgengst börnin, svo við notum bómullarsálfræðifrasa ráðgjafans.
![]() |
Það sem þú átt aldrei að segja við börn með ADHD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stimpilgjöld
7.4.2023 | 07:39
Nafnið stimpilgjald hljómar eins og eitthvað úr smásögu eftir Gogol eða Dostojevskí. Möppudýr allra landa sameinist! . . . En án gríns, kerfið á að hvetja fólk til að eignast þak yfir höfuðið, blómstra og dafna í stað þess að vera kyrkjandi hönd.
![]() |
Reyna við stimpilgjöld í áttunda sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)