Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Réttlæti

Ef við viljum leika þennan leik þá má benda á að allir í stjórn Norska olíusjóðsins eru hvítir. Ef sjóðurinn vill vera "réttu megin sögunnar" þá þurfa að minnsta kosti að vera tveir sem eru ekki hvítir í stjórninni. Og hvað með kyngervi? Hvað með aldursfordóma? Hvað með hæfisfordóma? Hvað með stéttafordóma? Og hvers vegna þarf bara tvo einstaklinga sem eru ekki hvítir gagnkynhneigðir karlmenn í stjórnina? Ef Norski olíusjóðurinn vill halda áfram á þessari braut þurfa stjórnendur hans greinlega að gera betur wink 


mbl.is Hafna stjórnum eingöngu skipuðum körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir og vaxtabætur

Í greininni stendur: "Að lok­um sagði Kristrún að á næstu dög­um myndi Sam­fylk­ing­in leggja fram til­lög­ur um vaxta­bæt­ur . . ." Vaxtabætur eru mjög sérkennilegt fyrirbæri. Hvers vegna eru skattborgarar neyddir til að niðurgreiða skuldir sem fólk kemur sér í? 


mbl.is „Enginn vill bera ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekking og þekkingarleysi

“Þekktu sjálfan þig” er sennilega þekktasta setning forn-grískrar menningar. En við þurfum líka að þekkja þá sem við umgöngumst. Hér kemur hin skemmtilega og séríslenska setning “Ég þekki þig og þitt fólk!” sterk inn. Auk þess að þekkja sjálfan sig og aðra þarf maður að vita hvar maður er, hvaðan maður er að koma og hvert maður er að fara. Mörg okkar, kannski flest—gáfnaljós, meðaljónar og tossar—læra þetta aldrei og vaða í villu og svíma allt sitt líf. Bömmer!


Líf og lífsgæði

Á Íslandi búa fáir og það er nóg pláss. Hugmyndin um þéttingu byggðar er þar af leiðandi ónauðsynleg. Ef planið er að neyða fólk til að hjóla eða taka strætó virkar hún ekki nema fyrir mjög lítinn hóp. Að þjappa fólki saman eykur líkurnar á því að það verði pirrað, þunglynt og árásargjarnt. Byggjum rúmgóðar borgir, bæi og þorp með nóg af skemmtigörðum og útivistarsvæðum. Þá verða allir, nema þeir sem kvarta yfir öllu, ánægðir.


mbl.is Umferðarþungi bíði íbúa í Skerjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólið brotnar við brunninn

"Bölvaðir fáráðar eru þetta!" sagði amma mín stundum þegar hegðun fólks gekk fram af henni. Donatella Versace er augljóst dæmi um þau gömlu sannindi að hégóminn er harður húsbóndi. En í stað þess að samfélagið sendi henni þau skilaboð að hún ætti að leita sér hjálpar dansar fólk með í þessum afkáralega trúðadansi. Og líkur hér predikuninni wink


mbl.is Ekki sjálfsagt að geta andað í kjólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræn fangelsi

Þegar ég var við nám á Englandi var mér sögð saga um enskar fótboltabullur sem voru handteknar eftir óeirðir á fótboltaleikvangi í Svíþjóð. Kapparnir voru fangelsaðir. Þegar átti að láta þá lausu vildu þeir ekki yfirgefa fangelsið. Sænska fangelsið var miklu betra en ensk heimili þeirra.


mbl.is Ferðamaður gisti í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur stöðugleika

"Þannig muni verðtrygg­ing­in hverfa þegar stöðug­leiki verður kom­inn í hag­kerfið," er haft eftir Sigurði Inga innviðaráðherra í greininni. Nú er ég enginn hagfræðingur en er dagur stöðugleika í íslensku hagkerfi ekki sami dagurinn og þegar frýs í helvíti?


mbl.is Komi til greina að banna 40 ára verðtyggð lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá slúður

Elsti sonur Donald Trumps, Don Jr., styður föður sinn að sjálfsögðu en sagði samt: "Trump hefur jafnmikla útgeislun og útfararumsjónarmaður." Hann meinti auðvitað DeSantis en þetta var samt vandræðalegt, svo ekki sé meira sagt. Freudisti gæti auðvitað gert meira úr þessu.

Kosningabarátta DeSantis fór illa af stað vegna tæknilegra örðugleika á Twitter og gerði Trump miskunnarlaust grín að því. Það er ekkert fast í hendi og alltaf von á klúðri. Svona er lífið, eins og útlaginn Ned Kelly á að hafa sagt við böðulinn sem hengdi hann. En svo er þetta víst bara goðsögn. En sagan er ekki verri fyrir það.


mbl.is „Miði er möguleiki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóp og fræðimennska

Eins og frægt er sagði Karl Marx: “Hingað til hafa heimspekingar einungis túlkað heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir er að breyta honum.” Þessi hugmynd réttlætir aðgerðasinna-fræðimennsku, sem er að mati margra ekki alvöru fræðmennska heldur pólitík. Marx sagði líka að trúarbrögð séu ópíum fólksins. Franski heimspekingurinn Raymond Aaron sagði, “Marxismi er ópíum menntamanna.”


Ballið byrjar

Trump lítur svo á að hann hafi bjargað stjórnmálaferli Ron DeSantis og því sé framboð DeSantis rýtingsstunga í bakið á Trump. Nú þegar er byrjað að sýna auglýsingar úr herbúðum Trumps sem gera lítið úr DeSantis. Trump veðjar á að nægilega margir kjósendur trúi því að bara einn maður geti gert Bandaríkin frábær aftur, aftur--DONALD J. TRUMP.


Nú er spurning hvort DeSantis svari í sömu mynt og reyni að gera lítið úr Trump eða hafi ákveðið að kjósendur séu búnir að fá nóg af hasar og vilji frekar hófstilltari kosningabaráttu? En fá kjósendur einhverntímann nóg af hasar? Það verður spennandi að fylgjast með því hvort DeSantis saxar á forskot Trumps.


mbl.is Lands­kjör­stjórn tók á móti gögnum DeSantis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband