Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Græn framtíð?

Í greininni stendur:

Katrín sagði í svari sínu að með sam­komu­lag­inu liggi fyr­ir viður­kenn­ing á sér­stöðu Íslands, og að sú viður­kenn­ing muni liggja jafn­mikið fyr­ir ef ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða á áform­um ESB. 

Katrín Jakobsdóttir er formaður flokks sem heitir Vinstrihreyfingin-grænt framboð. Ef íslenskir kjósendur vilja vera grænir, þá er óraunsætt og sjálfselskt að ætlast til þess að Íslendingar fái endalaust sérmeðferð bara af því að við erum svo frábær og spes. Ef við viljum vera græn þurfum við að borga fyrir það, færa fórnir. Frakkar voru til dæmis að banna stuttar flugferðir ef hægt er að ferðast á annan hátt en með flugi. Þetta er hin græna framtíð.

Ef við erum ósátt við þessa framtíðarsýn erum við ekki vinstri græn. Og ef okkur líst ekkert á þessa framtíð þurfum við að kjósa flokka sem setja spurningamerki við hve miklu við erum reiðubúin að fórna fyrir að vera græn.


mbl.is Hvað tekur við eftir „afsláttarárin“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískir Íslendingar

Svona lýsir ChatGPT hinum týpíska íslenska karlmanni:

The typical Icelandic man is known for his rugged and outdoorsy nature. He is often tall and athletic, with fair skin, light-colored eyes, and blonde hair. Icelandic men are also known for their strong work ethic and sense of community, as well as their love for adventure and exploration. They are often involved in outdoor activities such as hiking, fishing, and skiing, and are proud of their country's natural beauty and unique culture. Icelandic men are also known for their progressive attitudes towards gender equality and social justice, and are often active in promoting these values in their communities.

Og svona er hin dæmigerða íslenska kona, samkvæmt forritinu:

Icelandic women are known for their natural beauty, with fair skin, light-colored eyes, and often blonde hair. They are also known for their strong and independent personalities, as well as their love for outdoor activities and adventure. Icelandic women are often well-educated and career-oriented, and are active in promoting gender equality and social justice in their communities. They are also known for their creativity and artistic talents, with many Icelandic women involved in music, literature, and other forms of artistic expression. Overall, Icelandic women are confident, resilient, and fiercely independent, and are proud of their country's unique culture and history.

Þá vitum við það. 


mbl.is Svona lítur íslenskur meðal-Jón út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík

Reykjavík

Einmana borg

sem er alltaf kalt

 

Reykjavík

veit aldrei almennilega hver hún er

eða hvert hún er að fara

 

Reykjavík

Alltaf blönk

 

Reykjavík

Þunn og nett þunglynd

flesta daga

 

En samt

fín borg


Stóri bróðir (hann/hans)

Stóri bróðir er ennþá Stóri bróðir. En núna tekur hann fram hvaða fornöfn hann notar.


Stríð og friður

Þegar Pútín réðst inn í Úkraínu reiknaði hann sennilega ekki með því að Vesturlönd myndu bregðast eins hart við og þau gerðu. En átökin í Úkraínu eru ekki bara slavneskar fjölskylduerjur. Innrásin er heimssögulegur viðburður. Vesturlönd vita að leiðtogar Kína fylgist grannt með. Ef Pútín hefði komist upp með innrásina án alvarlegra afleiðinga hefðu líkurnar aukist á því að hann myndi halda áfram að ráðast á lönd sem hann langar í og að kínverski herinn myndi ráðast á Tævan. Að sýna bullum linkind leiðir yfirleitt ekki til friðar. Það ýtir bara undir meiri bullugang.


mbl.is Demantaviðskipti Rússa næst á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesen

Þetta endar kannski með því að Andrew verði borinn út. Og kannski þarf hann meira að segja að fá sér vinnu og leigja á almennum markaði. Vesen.


mbl.is Neitar að flytja úr Royal Lodge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur orða

Lesa margir Bíblíuna? Ég veit það ekki. Hún, líkt og Íslendingasögurnar, er full af góðum tilsvörum. Orð Pontíusar Pílatusar, „Hvað er sannleikur?”, eru klassísk. (Hvað varð eiginlega um Pontíus Pílatus?) Hér svarar Jesús fyrir sig eins og honum er einum lagið.

Lærisveinarnir gerðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat Jesús til borðs með þeim tólf.         

Og er þeir mötuðust sagði hann: „Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig.“ Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Er það ég, Drottinn?“ 

Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði brauðinu í fatið með mér mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“

En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, er það ég?“

Jesús svaraði: „Það eru þín orð.“

Svo mörg voru þau orð.


Draumur og veruleiki

Hér er bráðskemmtileg grein um ris og fall anarkista-kaffihúss í Tórontó, Kanada. Hún sýnir okkur að við lærum oft ekki baun af reynslunni. Það er jú miklu auðveldara og sársaukaminna að kenna öllu öðru um en draumórum manns sjálfs. "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið," orti Steinn Steinarr.

https://www.dailymail.co.uk/news/article-12087627/amp/Torontos-anti-capitalist-cafe-shuts-one-year-business.html


Heróín og lógík

Að tala um háskalegt heróín er eins og að tala um hættulega hættu, heitan hita eða kaldan kulda. 


mbl.is Varað við háskalegu heróíni í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakanir

Þetta er löng og léleg afsökun hjá BBC. Kannski fékk framlag Breta svona fá stig vegna þess að lagið var kjánalegt og söngkonan smámælt. Bretar geta gert miklu betur.


mbl.is Bretar furðu lostnir yfir slæmu gengi í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband