Strætó
15.6.2023 | 22:42
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó, er spurð:
Eitthvað hlýtur að valda svona mikilli aukningu [á kvörtunum]?
Hún svarar:
Það er búin að vera aukin notkun og öll flóra samfélagsins notar Strætó."
Gaman væri að vita hvað hún meinar með því að "öll flóra samfélagsins notar Strætó." Í fyrsta lagi, hvernig er það skýring á fleiri kvörtunum? Í öðru lagi, er hún að gefa í skyn að sumir þjóðfélagshópar kvarti meira ein aðrir? Að lokum, er það gott eða slæmt að hennar mati?
Ekki margar kvartanir í stóra samhenginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning
15.6.2023 | 00:17
Virka svona aðgerðir? Það er sagt að öll athygli sé góð athygli en er það rétt? Það væri gaman að sjá könnun um þetta efni. Mig grunar að flestum finnist aðgerðir af þessu tagi kjánalegar og nett óþolandi og að þess vegna vinni þær gegn málstaðnum.
Slettu málningu á málverk eftir Monet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óöld í paradís
12.6.2023 | 23:14
Hvað er að gerast í hinni sósjaldemókratísku paradís? Hér eru sláandi tölur úr frétt sem Associated Press birti í dag:
Criminal gangs have become a growing problem in Sweden in recent decades, with an increasing number of drive-by shootings, bombings and grenade attacks. Most of the violence is taking place in Swedens three largest cities: Stockholm, Goteborg and Malmo. There have been 144 shootings so far this year, with 18 fatalities recorded, according to police statistics. Those shootings also wounded 41 people, including innocent bystanders.
In 2022, Sweden hit a record with 62 people fatally shot. There were 391 shootings that year, and 107 people were wounded. A year earlier, there were 344 shootings, with 45 killed and 115 wounded.
A 2021 report by the Swedish national council for crime prevention said Sweden had overtaken Italy and Eastern European countries primarily because of the violent activities of organized criminal gangs.
Tveir voru myrtir og tveir særðir í Stokkhólmi í dag. Þeir sem hafa lesið bækurnar um þunglynda rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander vita að hann hefur áhyggjur að því að Svíþjóð sé að fara í hundana en maður tók þetta nú ekkert mjög alvarlega. Kannski er kominn tími til að hlusta á Wallander.
https://apnews.com/article/sweden-shooting-gang-violence-993e8ed47e55c16befb847e9685c7b33
Grunuð um stunguárás í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ricky Gervais neitar þessu
12.6.2023 | 22:39
Ricky Gervais hefur lýst því yfir að þessi frétt er röng. The Sun er ekki áreiðanlegasti fjölmiðill í heimi. Hér er hlekkur þar sem vitnað er í orð Ricky Gervais, sem hann birti á Twitter.
Eykur öryggisgæslu vegna líflátshótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breyttir tímar
12.6.2023 | 02:13
Í tilefni af því að Bubbi Morthens átti nýlega afmæli, 6. júní, set ég hér inn lagið "Breyttir tímar" af fyrstu EGO plötunni. Mér finnst þetta eitt af hans bestu lögum og þótt það sé barn síns tíma stenst það líka tímans tönn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pönk eða diskó
11.6.2023 | 04:29
Pönk eða diskó. Þetta skipti svo miklu máli á sínum tíma að það eru sennilega ekki ýkjur að halda því fram að menningarlegt borgarastríð hafi geisað í tónlistarheiminum á tímabili. En bestu pönkararnir, t.d. Clash, létu hvorki gagnrýnendur, hlustendur, né aðra tónlistarmenn setja sig á pólitískan bás og fóru að leika sér með diskóið. Lagið "Rock the Casbah" er gott dæmi um þetta. Bestu rokkararnir, t.d. Rolling Stones og Queen, lærðu af pönkinu. Lagið "Respectable" af Some Girls plötunni er dæmi frá Stones og "Sheer Heart Attack" af News of the World er dæmi frá Queen. Eftir á að hyggja voru hin hatrömmu átök um pönk og diskó að sumu leyti eins og rifrildið um hvort kók er betra en pepsí. Taktur er taktur. En orðið "skallapoppari" er frábært og ennþá betra þegar maður heyrir Jens Guð bera það fram.
Hver er hinn upprunalegi skallapoppari? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rússnesk viska
10.6.2023 | 19:15
Rússneski sendiherrann vitnar í rússneskt spakmæli, að það sé mjög auðvelt að eyðileggja, en mjög erfitt að byggja. Hann og rússneskir ráðamenn ættu kannski að hlusta á visku eigin spakmæla áður en þeir predika hana yfir öðrum.
Segir ákvörðun Íslands hafa komið Rússum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bojo
10.6.2023 | 07:42
Boris Johnson, Bojo, er trúðaútgáfa af Winston Churchill. Ris hans var meira en vinir og óvinir hans bjuggust við en fall hans var mikið. Að lokum ákvað hann að ganga á dyr áður en honum yrði hent út. Partíið er búið.
Mun hann snúa aftur? Sennilega. Það er ekki auðvelt fyrir menn eins og hann, sem þrá stóra sviðið, að hætta í pólitík. Það var aldrei lognmolla í kringum Boris Johnson. Hann má eiga það.
Boris Johnson segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aldrei nóg
9.6.2023 | 08:22
Skyldi Trump hverntímann hugsa, "Æ, ég nenni þessu ekki lengur?" Sennilega ekki. Vesen er hans líf og yndi--og frá tilvistarlegu sjónarhorni er veran vesen. Það veit hann að öllum líkindum, þótt hann gefi sig ekki út fyrir að vera heimspekilega þenkjandi. Trump er ekki bara maður. Hann er táknmynd athafnamannsins sem gefst aldrei upp, er aldrei sáttur og fær aldrei nóg. Ef hann yrði forseti aftur væri það ekki nóg, því valdamesti einstaklingur heimsins, Bandaríkjaforseti, er langt frá því að vera alráður og það er pirrandi fyrir mann eins og hann. Það er smá Trump í okkur öllum hvort sem við viðurkennum það eða ekki.
Trump ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er fjölbreytileiki?
7.6.2023 | 23:10
"Fjölbreytt samfélag er betra samfélag," segir þingmaðurinn. Er þetta rétt? Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir ekki bara að fólk hafi skoðanir sem frjálslyndu fólki líkar við. Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir einnig að fólk hefur skoðanir sem frjálslynt fólk hefur óbeit á, t.d. trúarofstæki, kynþáttafordóma og hatur á samkynhneigð. Ef við trúum því virkilega að fjölbreytileiki sé góður í sjálfu sér verðum við að viðurkenna fordóma og hegðun sem við teljum skaðlega. Erum við reiðubúin til þess? Ef við erum það ekki eigum við ekki að segja að fjölbreytt samfélag sé gott samfélag. Við verðum að vanda okkur og skilgreina hvað við meinum og hvað við viljum í raun.
Mannréttindi eins skerði ekki mannréttindi annars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)