Færsluflokkur: Bloggar
Ísland!
28.1.2015 | 08:51
Ísland: Alltaf númer eitt!
![]() |
Meiri gasmengun en frá allri Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsóknarenska
27.1.2015 | 19:18
Það væri kannski hugmynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengi sér annan aðstoðarmann til að þýða það sem hann virkilega meinar yfir á íslensku. Málið sem hann talar hljómar eins og íslenska, en það er greinilega eitthvað annað tungumál--við getum kannski kallað það framsóknarensku--sem venjulegir Íslendingar, þar á meðal blaðamenn, skilja greinilega ekki.
Bara hugmynd.
![]() |
Hvað sagði Sigmundur Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guð og jógabuxur
26.1.2015 | 18:09
Kristni bloggarinn skrifar:
Guð breytti [skoðunum mínum] í hjarta mér í miðju samtalinu og í stað þess að hunsa sannfæringu mína ákvað ég að það væri tímabært að byrja að hlusta á hana og grípa til aðgerða."
Dásamlegt hvað fólk er sjálfhverft. Ef Guð er til, ætli hann sé virkilega að pæla í því hvort þessi kona sé í jógabuxum eða ekki? En ef hún hefur svona miklar áhyggjur af þessu væri ekki öruggast að klæðast búrku?
P.S. Gaf upp jógabuxurnar". Er þetta ekki hráþýðing úr ensku, gave up"? Menn gefa upp nafn og símanúmer en ekki buxur. Hætti að klæðast í jógabuxum" væri réttara, ekki satt?
Hér er stutt atriði um óviðeigandi hegðun" í jógatíma
UPPFÆRT: Það er búið að breyta fyrirsögninni, sem er hið besta mál.
![]() |
Lagði jógabuxunum vegna losta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.1.2015 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Grikkland hið nýja
25.1.2015 | 05:08
Alexis Tsipras er búinn að lofa öllu sem hægt er að lofa, nema kannski ísbjörnum í alla húsdýragarða landsins. Fæstir trúa því að hann geti staðið við nema brot af þessum loforðum, en hann vinnur að öllum líkindum kosningarnar. Svo myndar hann sennilega samsteypustjórn og getur þá sagt að hann hafi orðið að draga í land, sérstaklega varðandi Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Og svo verða Grikkir aftur óánægðir með stjórnina.
Fæstir Grikkir trúa því að Grikkland yfirgefi Evrópusambandið. Grikkir eru búnir að klúðra sínum málum svo gjörsamlega að þeir geta ekki lengur staðið einir. Þjóðaríþrótt Grikkja er að svíkja undan skatti. Það er erfitt að reka þjóðfélag á þeim grundvelli.
Þess má geta að lokum að nasista- og kommúnistaflokkar Grikklands mælast með mjög svipað fylgi, samkvæmt nýjust könnun 5.5-5.6%. Flokkur Tsipras mælist með 37% fylgi.
![]() |
Tímamót í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bjartsýni
24.1.2015 | 23:42
Hvers vegna virðir fólk ekki lokanir? Að öllum líkindum er það hin meðfædda bjartsýni mannsins. Það kemur ekkert fyrir mig. Þetta reddast. Svona hugsa flestir. Kannanir benda sterklega til þess að skekkt sýn á veruleikann sé eðlilæg. Heilbrigt fólk býst við því að hlutirnir verði betri en innistæða er fyrir. Þunglyndir búast við því að allt verði verra en búast má við. Fólk sem er nett þunglynt hefur raunsæustu sýnina á veruleikann, samkvæmt þeim sem hafa kannað málið.
Hér er grein um þetta fyrir þá sem hafa áhuga:
http://content.time.com/time/health/article/0,8599,2074067,00.html
![]() |
Fólk virði lokanir lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.1.2015 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smartland
24.1.2015 | 10:21
Hver nennir að breyta um lífstíl? Það er miklu einfaldara að nota bara bótox, láta hvítta tennurnar, og fara reglulega í hárlitun og andlitslyftingu.
![]() |
Breytti um lífsstíl og hægði á öldrun húðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri borgarar
24.1.2015 | 08:42
Hægt er að hlusta á brot úr tveimur lögum af plötunni á iTunes. Dylan eins og krúttlegur afi sem er aðeins búinn að fá sér í glas og ákveður að syngja karaókí. Ég var að vona að Dylan tæki lagið One for My Baby (and One More for the Road)", en hann kaus að gera það ekki.
P.S. Einn fimmaurabrandari að lokum.
--Hvað gerir maður við gamalt hakk?
--Býr til eldri borgara.
![]() |
Gefur eldri borgurum plötuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleymnir bókstafstrúarmenn
24.1.2015 | 07:10
Gleymdu þessir kristnu bókstafstrúarmenn áttunda og tíunda boðorðinu?
![]() |
Bókstafstrúarmenn stálu styttu af keltneskum guði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Monní
24.1.2015 | 06:56
Fjármunir eiga sér ekkert föðurland," sagði Napóleón.
![]() |
Ótilgreindir útlendingar sagðir eigendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú, málfrelsi, ofbeldi
24.1.2015 | 06:22
Furðu margir trúa því að ef fólk ögrar strangtrúuðum múslimum með því að gera grín að trúarbrögðum þeirra þá sé ekkert skrítið og jafnvel ekkert að því að þeir bregðist við með ofbeldi.
Hér er hluti úr nýlegri frétt í DV.is um ummæli Andra Freys Viðarssonar, sem mér hefur hingað til fundist mjög skemmtilegur og geðþekkur maður:
Þetta er bara aðeins of langt gengið. Fólk ætti aðeins að pæla í þessu. Ef eitthvað fer í taugarnar á einhverjum, þá hættir maður því.
Andri segist muna þegar hann var að kasta snjókúlum í rúður hjá fólki, en það segir hann hafa farið svakalega í taugarnar á sumum. Segist hann hafa lært það þegar einhver hlupu út á eftir honum, náðu honum og kaffærðu í snjónum jafnvel, að láta viðkomandi eiga sig.
Nú eru þessir menn, sem þetta fer mest í taugarnar á, búnir að segja: Okei, ef þið hættið þessu ekki, þá í alvöru, þá förum við að skjóta ykkur. Það verða blóðsúthellingar, það verður allt vitlaust hérna ef þið hættið þessu ekki. - Af hverju hættum við þessu ekki? spyr Andri og svarar sjálfum sér: Af því það er málfrelsi! Veistu það, við erum hálfvitar og þetta er bara dónaskapur.
Ef grínisti gerir gys að rasistum og hommahöturum í gamanþætti og er svo barinn eða drepinn af þeim af því að grínið fór svakalega í taugarnar" á þeim, er það réttlætanlegt?
Er Andri Freyr, og aðrir sem nota röksemdafærslu af þessu tagi, einnig reiðubúnir að nota sömu rök til að réttlæta árásir á múslima í kjölfar þess að íslamskir menn, ekki bara svívirtu vestræn gildi í orði og með teikningum, heldur svívirtu þau með því að myrða tólf og særa ellefu manns í árás á skrifstofur satírutímarits?
![]() |
Múslimar biðja fyrir Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)