Færsluflokkur: Bloggar
Fréttamenn
11.2.2015 | 07:01
Fréttamenn hafa sagt við Jon Stewart að hann geti sagt það sem þeir geta ekki sagt. Hér talar Jon Stewart um fjöldamorð, kristni og íslam.
![]() |
Jon Stewart að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fegurðarskyn Páfans
6.2.2015 | 22:58
Hér er frétt sem ég las á Visi.is:
Frans páfi segir að það sé í lagi fyrir foreldra að flengja börn sín, svo framarlega sem að börnin haldi virðingu sinni.
Páfinn lét þessi orð falla í vikulegu ávarpi sínu þar sem hann fjallaði um hlutverk feðra í fjölskyldum. Hann sagði að góður faðir væri sá sem gæti agað börn sín með festu en þó án þess að draga úr kjarki barnsins.
Ég heyrði einu sinni af pabba sem sagðist stundum slá börnin sín en þó aldrei í andlitið. Það gerði hann svo hann niðurlægði þau ekki, sagði páfi og bætti við:
Þetta er fallegt. Hann veit hvað virðing er. Hann þarf að refsa börnunum en gerir það á réttlátan hátt.
Kannski eins gott að það er ólíklegt að Páfinn eigi eftir að ala upp börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varoufakis
5.2.2015 | 22:02
Hvað er fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, að fara? Haldið áfram að lána okkur peninga og afskrifið stóran hluta af því sem við skuldum ykkur eða við gerumst nasistar?
Í frétt BBC um fund Varoufakis og Wolfgangs Schäuble kemur fram að Varoufakis kvartar yfir því að lánin, sem Grikkjum voru veitt til að redda þeim á sínum tíma, hafi verið of há. Það er greinilega erfitt að gera Grikkjum til hæfis.
Í frétt BBC kemur einnig fram að Varoufakis er að tala um uppgang nýnasistaflokksins Gullnar dögunar. Þess má geta að Gullin dögun fékk 6.3% fylgi í síðustu þingkosningum. Mest hefur fylgi flokksins verið 7%, en það var í þingkosningunum 2012.
UPPFÆRT: Ég hef endurskrifað færsluna, því ég ruglaði saman Varoufakis og Diamantopoulos. Takk fyrir, Leibbi, að hjálpa mér að fatta þetta :)
Heimild: http://www.bbc.com/news/world-europe-31147112
![]() |
Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.2.2015 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að lifa og deyja í LA
2.2.2015 | 23:36
Suge Knight, sem er einn af stofnendum Death Row Records, hefur verið ákværður og settur inn. Honum var neitað um að vera laus gegn tryggingu þangað til réttað er yfir honum. Það gæti farið svo að hann endi á Death Row.
![]() |
Árásin náðist ekki á myndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Feðraveldið
2.2.2015 | 04:18
Feðraveldið er SVO vont. Og Tom Hanks SVO VONDUR líka.
![]() |
Tom Hanks gripinn við karlbreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Palestínu kjúklingurinn
29.1.2015 | 19:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísrael og Hezbollah
28.1.2015 | 21:31
Ísrael og Hezbollah byrjaðir aftur, sem minnti mig á gamalt lag með Sisters of Mercy:
Everybody shouts on, "I love Lucy"
Pee Wee reads the evening news
A pre-owned song or a second hand Uzi
Everybody´s got a job to lose
Here come the golden oldies
Here come the Hezbollah
Businessmen from South Miami
Humming AOR
Hér er BBC frétt um átökin: http://www.bbc.com/news/world-middle-east-31015862
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú
28.1.2015 | 20:51
Postullega trúarjátningin, ein af fimm játningum Þjóðkirkjunnar, er eftirfarandi.
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Annað hvort trúir maður þessu eða ekki, ekki satt? Um hvað er presturinn að tala þegar hann segir?
Kjarni málsins er kannski sá að þjóðkirkjan túlkar Biblíuna og játningarnar ekki bókstaflega heldur skoðar þessa texta alltaf í sögulegu samhengi. Einhvers konar próf sem byggist á bókstafstrú á Biblíuna eða játningar kirkjunnar getur þannig aldrei endurspeglað þjóðkirkjuna.
Er hann virkilega að segja að hann samþykki Postullalegu trúarjátninguna, en ekki bókstaflega. Hvað þýðir það eiginlega? Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar" en ekki bókstaflega. Hverju trúir hann þá? Hann samþykkir að trúa á eilíft líf, en ekki bókstaflega. Hvað merkir það? Hverju trúir hann þá ef hann trúir ekki bókstaflega á eilíft líf?
Gaman væri að fræðast um þetta.
P.S. Ég tók próf Vantrúar og stóðst það ;)
![]() |
Prófið sé í Vantrúarkristni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sádar svara fyrir sig
28.1.2015 | 19:15
Margir fyrirmenn í hirð nýja konungs Sádí Arabíu svörðu fyrir sig með því að taka ekki í höndina á Michelle Obama í athöfninni sem myndin sínir. Aðrir gerðu það þó. Michelle Obama var ekki skemmt.
![]() |
Lítil viðbrögð við slæðuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)