Færsluflokkur: Bloggar

Um þýðingar

Þetta stendur í greininni í Business Insider:

Kashper said the company would continue to be based out of Los Angeles.

Svona er þetta þýtt í greininni á Mbl.is:

Kaup­verð fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ekki verið gefið upp en höfuðstöðvarn­ar verða að lík­um flutt­ar til Los Ang­eles í Kali­forn­íu að sögn stjórn­ar­for­manns­ins.

Þessi þýðing er kolröng. Höfuðstöðvarnar halda áfram að vera í Los Angeles. Svo vantar það í Mbl.is greinina að rússneska fyrirtækið kaupir Pabst Brewing Company í samvinnu við amerískt fyrirtæki, TSG Consumer Partners.



mbl.is Rússar kaupa „hipsterabjórinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lag og saga


mbl.is Raggi Bjarna lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna?

„Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ÉG að gera það?"

  


mbl.is Málvillur í hverjum fréttatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læk á það

Læk á þessa frétt Smile Og alltaf gaman þegar Moggabloggarar komast í fréttirnar. Til hamingju, Páll!

En ég er hér með samsæriskenningu. En er mögulegt að Páll Vilhjálmsson og Werner Herzog sé sami maðurinn? 

Páll Vilhjálmsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Werner Herzog

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Saksóknari „lækar“ ummæli um lekamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvökur

Margaret Thatcher sagði: "Sleep is for wimps." Sama hugmynd var notuð í Wall Street þegar Gordon Gekko segir: "Lunch is for wimps."

F. Scott Fitzgerald skrifaði: „In the real dark night of the soul it is always 3 a.m. in the morning." En stundum er gott að vaka um nætur þegar veröldin sefur, hugsa sinn gang og láta hugann reika, lesa kannski svolítið og fara svo aftur að sofa--eða liggja bara andvaka. Maður sofnar að lokum.

Svefn

 


mbl.is Íslendingar hjálpa Norðmönnum að sofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú og friður

Hvað ætli margir hafa verið drepnir í innbyrðis átökum milli múslima, sjíta og súnníta, og við útbreiðslu þessarar trúar, sem sumir vilja kalla trúarbrögð friðarins?

Friður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Múslímar fordæmdu voðaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lou Reed, "Martial Law"


I told you so

I hate to say, I told you so, but I told you so.

En hér er lag fyrir sjálfstæða Íslendinga. Þetta er svo flott!

 


mbl.is Skotar hafna sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Skota

Það er svolítið spaugilegt að Skotar kjósa um sjálfstæði einmitt í dag, en 18. september er afmælisdagur Samuels Johnsons (1709-1784). Hann var skáld og að margra mati besti bókmenntagagnrýnandi Breta. Auk þess skrifaði hann fyrstu ensku orðabókina, sem var mikið þrekvirki. Aðdáendur þáttanna um Blackadder vita allt um það!
 
Johnson var líka þekktur fyrir að segja ýmislegt neyðarlegt um Skota. Sá sem skrifaði fyrstu ævisögu hans, James Boswell, var Skoti og þegar þeir hittust fyrst komst Johnson að uppruna hans. Boswell sagði, „Herra Johnson, ég kem vissulega frá Skotland, en ég get ekkert að því gert." Johnson svaraði: „Já, herra minn, það er nokkuð sem mjög margir af samlöndum yðar geta ekki gert að."
 
 

Sannur Skoti

SEAN-CONNERY_3040779b

Sir Sean Connery vill að Skotland verði sjálfstætt, en eins og sannur Skoti býr hann ekki á Bretlandi til að spara að borga skatt. Hann býr á Bahamaeyjum. Connery hefur ekki mætt til að styðja málstað skoskra sjálfsstæðissinna. Hann getur bara verið á Skotland í ákveðið marga daga og bróðir hans segir að hann vilji nota þá daga sparlega.


mbl.is Kjörstaðir opnir í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband