Færsluflokkur: Bloggar
Ferðafrelsi
25.9.2014 | 00:58
Í greininni stendur: "Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt bindandi ályktun sem knýr aðildarríki SÞ til að koma í veg fyrir að ríkisborgarar gangi í raðir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi."
En hvernig væri að leyfa þessum einstaklingum að ferðast til þess sem það telur óskaland íslams, með þeim fyrirvara að það lofi að koma ekki aftur, og leyfa því að upplifa sæluna á eigin skinni?
Svo væri áhugavert að vita hvað þessu fólki finnst eftir svona fimm ár. Þá finnst kannski þeim sem lifðu af jíhadið að hin úrkynjuðu vesturlönd hafi ekki verið svo slæm eftir allt saman, þegar það situr uppi með sárt ennið og kannski ekki nema eina hönd.
![]() |
Öryggisráð SÞ grípur í taumana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ræða klerks
23.9.2014 | 19:02
Það væri áhugavert að fá umsögn múslima um ræðu þessa klerks.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þýðingarvilla
23.9.2014 | 18:34
Þetta er átakanleg frásögn. Það sem er kannski sorglegast við hana er að í stað þess að fá samúð þarf stúlkan að upplifa skömm, því það er slúðrað um hana í flóttamannabúðunum.
Það þarf að laga þýðinguna. Í CNN greininni stendur:
I gently ask Aria if she was also raped. She looks straight ahead, staring at the wall and shakes her head.
Í Mbl.is greininni stendur:
Aria er því næst spurð hvort henni hafi einnig við nauðgað. Hún lítur beint áfram, starir á vegginn og kinkar kolli, segir í viðtali.
Þetta er augljóslega röng þýðing. To shake ones head þýðir að hrista höfuðið, ekki að kinka kolli.
![]() |
Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá eftirmáli
23.9.2014 | 07:01
Hér er smá eftirmáli um kosningarnar í Skotlandi. Þetta minnir mann aðeins á Hallærisplanið í gamla daga. Þá þurfti engar kosningar til að skapa hasar. Slagsmál voru bara part af programmet. Testosterón er hormónið frá helvíti, sagði kvenkyns efnafræðingur mér einu sinni. Svolítið til í því.
http://www.theguardian.com/politics/video/2014/sep/20/fights-glasgow-historic-scotland-vote-independence-video
![]() |
Kjósendur blekktir með loforðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpur og athyglisbrestur
23.9.2014 | 02:01
Fiddi, við erum með vitni að því að þú framdir innbrot á Laufásvegi 71 aðfaranótt sunnudags 17. september."
Ég heiti Friðrik. En, veistu, ég er með svo rosalegan athyglisbrest að ég veit ekkert hvað þú ert að tala um."
Við erum með vitni . . ."
Heyrðiru ekki hvað ég sagði? Ertu með athyglisbrest?"
Ertu að grínast, Friðrik minn?"
Ég er með svo ofboðslega mikið ADHD að ég er alveg að fara í baklás núna, skiluru? Og, bara þannig að þú vitir það, þessi yfirheyrsluaðferð sem þú beitir reynist mér mjög illa. Þú þarft að fara á endurmenntunarnámskeið, svo þú skiljir hegðun mína betur. Ég sætti mig ekki við svona pyntingar! Hvar er ég staddur? Í GULAG eyjaklasanum, kannski? Guantanamo Bay? Er þetta Nýja Ísland? . . . ÉG ER EKKI DÝR! ÉG ER MANNESKJA! MANNESKJA, SKILURU? . . . SÁLARMORÐINGJARNIR! SÁLARMORÐINGJARNIR!"
Friðrik."
Snertu mig ekki!"
En ég kom ekki við þig."
HJÁLP!"
Róa sig."
YOU'LL NEVER TAKE ME ALIVE, COPPER!"

![]() |
30% ungra fanga með ADHD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kúgun?
22.9.2014 | 18:36
Hún var kölluð ráðrík. Og flestar vinkonur hennar hættu í íþróttum. Ég kannast við þetta. Hef verið kallaður ráðríkur og hætti líka í íþróttum. Þetta er SVO mikil kúgun!

![]() |
Ræða Emmu Watson vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óli litli--ekki fyrir viðkvæma
22.9.2014 | 08:03
Ekkert vinnuframlag, engar bætur," heyrir maður sagt stundum. Af því að ég er svolítið íhald inn við beinið, þá skil ég þetta viðhorf, en ég veit líka að það er umdeilanlegt.
Hugrenningatengsl eru stundum svolítið svakaleg. Ég man yfirleitt ekki brandara, en einhverra hluta vegna man ég þennan:
Mamma er í eldhúsinu og er nýbúin að baka jólasmákökur. Óli litli spyr mömmu sína hvort hann megi fá kökur.
Já, já, náðu í þær sjálfur.
En, mamma, mig laaaangar svo í kökur!
Óli minn, náðu þér bara í kökurnar.
Óli horfir á mömmu sína með tárin í augunum og segir:
Já, en, mamma . . . ég hef engar hendur!
Mamma lítur á Óla litla og segir:
Óli minn, engar hendur, engar kökur.

![]() |
Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þarabaðstaður
22.9.2014 | 06:15
Baðstaðir eru alltaf spennandi. Því fleiri því betra. Þarabaðstaðurinn gæti heitið Græna lónið.

![]() |
Byggja nýjan baðstað við Breiðafjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin vígfreku sverð
22.9.2014 | 05:23
Páfinn segir: Það getur enginn talið sig hermann Guðs þegar hann skipuleggur og framkvæmir ofbeldisverk og kúgun! Hann er sennilega að vísa í Ríki íslams, en hann er nú varla búinn að gleyma því að krossferðirnar, sem voru í boði fyrirrennara hans, voru heilög stríð.
Og Bíblían er morandi af hermönnum Guðs, eins og flestir vita. Hér er, til dæmis, brot úr Jeremía:
1Orðið sem Drottinn talaði um Babýlon, um land Kaldea, fyrir munn Jeremía spámanns.
2Kunngjörið það meðal þjóðanna, boðið það og setjið upp merki! Boðið það, dyljið það ekki! Segið: "Babýlon er unnin! Bel er orðin til skammar! Mardúk niður brotinn! Líkneskin eru orðin til skammar, skurðgoðin niður brotin!"
3Þjóð kemur á móti henni úr norðurátt, hún gjörir land hennar að auðn, svo að enginn maður býr þar framar, bæði menn og skepnur flýja, fara burt.
4Á þeim dögum og á þeim tíma--segir Drottinn--munu Ísraelsmenn koma, ásamt Júdamönnum. Grátandi munu þeir ganga og leita Drottins, Guðs síns.
5Þeir spyrja eftir Síon, þangað stefna þeir. Þeir koma og ganga Drottni á hönd með eilífum sáttmála, sem ekki mun gleymast.
6Þjóð mín var sem týndir sauðir, hirðar þeirra leiddu þá afvega, tældu þá upp í fjöll, þeir reikuðu af hálsi á hæð, gleymdu bóli sínu. 7Allir, sem hittu þá, átu þá, og mótstöðumenn þeirra sögðu: "Vér bökum oss enga sekt, vegna þess að þeir syndguðu gegn Drottni, haglendi réttlætisins og von feðra þeirra, Drottni."
8Flýið burt úr Babýlon og farið burt úr landi Kaldea og verið sem hafrar á undan hjörðinni.
9Sjá, ég læt upp rísa safn mikilla þjóða frá norðlægum löndum, er fer á móti Babýlon. Þær munu skipa sér móti henni. Þaðan mun hún unnin verða. Örvar þeirra eru eins og giftusöm hetja, er ekki hverfur aftur við svo búið.
10Kaldea skal verða að herfangi, allir, sem hana ræna, fá nægju sína--segir Drottinn.
11Gleðjist, já fagnið, þér ránsmenn eignar minnar, já stökkvið eins og þreskjandi kvíga og hvíið eins og stóðhestar.
12Móðir yðar verður mjög til skammar, hún, sem ól yður, má fyrirverða sig. Sjá, hún er hin síðasta meðal þjóðanna, eyðimörk, þurrt land, heiði!
13Vegna reiði Drottins mun hún verða óbyggð og verða algjörlega að auðn. Hvern, sem fer fram hjá Babýlon, mun hrylla við, og hann mun hæðast að öllum áföllunum, sem hún hefir orðið fyrir.
14Skipið yður niður kringum Babýlon, allir þér bogmenn! Skjótið á hana, sparið ekki örvarnar, því að gegn Drottni hefir hún syndgað. 15Ljóstið upp ópi hringinn í kringum hana: Hún hefir gefist upp, stoðir hennar eru fallnar, múrar hennar niður rifnir, það er hefnd Drottins.
Hefnið yðar á henni. Gjörið við hana eins og hún hefir til gjört. 16Afmáið í Babýlon sáðmanninn og þann, er sigðina ber um uppskerutímann. Fyrir hinu vígfreka sverði munu þeir hver og einn hverfa til sinnar þjóðar og flýja hver og einn til síns lands.
(Jeremía 50: 1-16)
Babýlon var í Írak og þetta hljómar nú pínkulítið eins og það sem er að gerast í Írak og Sýrlandi núna, nema hvað núna er hið vígfreka sverð íslamskt. Morðin er eftir sem áður Drottni til dýrðar".
En auðvitað er enginn drottinn. Guð, eða Allah, sem margir vilja meina að sé sama fyrirbærið, skapaði ekki manninn. Maðurinn skapaði guð og ber ábyrgð á því sem hann gerir, hvort sem maðurinn gerir það í nafni Guðs, Allah, Óðins, Seifs, kommúnisma, nasisma, lýðræðis, eða einhvers annars.

![]() |
Páfinn segir öfgamenn misnota trú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Rauður fáni
21.9.2014 | 22:21
Æ, þessi rauði fáni fór alveg með þetta.

![]() |
Ísland axli ábyrgð í loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)