Færsluflokkur: Bloggar
Neil Young & Crazy Horse, "Fuckin' Up"
7.2.2014 | 17:56
Eitt lag í tilefni af því að herra Young og Crazy Horse eru á leiðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynjakvóti
6.2.2014 | 22:54
Þeir eru með kynjakvóta á þessu. Í greininni í Buzzfeed stendur reyndar "The other members of Sigur Rós", sem er nokkuð fyndið. Gaman að sjá að elsti söngvarinn, Björk, vinnur þetta. Sextíu og fimm módelið er gott módel.
![]() |
Kynþokkafyllstu íslensku söngvararnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2014 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlömb og ábyrgð
6.2.2014 | 22:38
Russell Brand er skemmtilegur gaur, en það veldur pínku vonbrigðum að hann skuli taka þátt í fórnarlambsvæðingunni sem er svo vinsæl um þessar mundir. Örlög Hoffmans eru sorgleg, en það er að leita langt yfir skammt að kenna stjórnvöldum um dauða hans. Þegar fólk tekur heróín er það að leika sér með líf sitt. Er einhver sem veit það ekki eftir öll þessi ár? Russell Brand var sjálfur heróinneytandi og hefur sagt að það hafi verið vegna þess að hann gat ekki höndlað lífið og að það hafi verið persónulegt vandamál, sem er miklu nær lagi en að kenna öðrum um.
Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að endurskoða fíkniefnalöggjöf.
![]() |
Hoffman fórnarlamb fíkniefnabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lög og réttur
6.2.2014 | 05:26
Sumir Íslendingar trompast yfir því að konan hafi verið handtekin, en hvað myndi þetta sama fólk segja ef danskur karlmaður hefði tekið þrjú börn af íslenskri konu, sem hafi verið veitt forsjá barnanna, og farið með þau til Danmerkur?
Menn geta náttúrulega haldið því fram að íslenskar konur séu hafnar yfir lögin, en ef vér rjúfum lögin þá rjúfum vér og friðinn," eins og Þorgeir Ljósvetningagoði sagði. Það átti við árið 1000 og það á við núna.

![]() |
Hjördís Svan handtekin og flutt úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Njáll Ungi
6.2.2014 | 04:18
Þetta eru góðar fréttir. Ég hef séð Neil Young á hljómleikum fjórum sinnum og síðust tónleikarnir sem ég sá voru þeir bestu. Hann var með Crazy Horse.
Hér er er lagið "Ohio" með Crosby, Stills, Nash & Young, hljómsveit sem höfundur greinarinnar minnist ekki á einhverra hluta vegna, þrátt fyrir að það hafi verið supergrúppa sem átti stóran þátt í því að gera Neil Young að stórstjörnu.
![]() |
Neil Young í Höllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og refsing
6.2.2014 | 00:27
Ég var að glugga í Bíblíuna eins og ég geri stundum. Skrifað stendur: "Sá sem bölvar föður sínum eða móður skal líflátinn" (Önnur Mósebók 21:17). Hér er fleira: Þú skalt ekki þyrma lífi galdranornar. Sérhver sem hefur mök við fénað skal líflátinn (Önnur Mósebók 22:17-18). Svona voru hinir gömlu góðu dagar.
En stundum er Guð miskunnsamur: "Þú skalt hvorki kúga aðkomumann né þrengja að honum því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi (Önnur Mósebók 22: 20).
Stundum er hann miskunnsamur og grimmur: "Þið skuluð hvorki beita ekkju né munaðarleysingja hörðu. Beitir þú hana harðræði og hún hrópar til mín á hjálp mun ég bænheyra hana. Reiði mín mun upptendrast og ég mun fella ykkur með sverði, gera konur ykkar að ekkjum og börn ykkar að munaðarleysingjum (Önnur Mósebók 21-23).
Svo er Guð á móti okri og vöxtum, allavega þegar um fátæklinga er að ræða: "Lánir þú peninga fátæklingi af þjóð þeirri sem hjá þér er máttu ekki reynast honum eins og okrari. Þið skuluð ekki krefjast vaxta af honum (Önnur Mósebók 22:24-25).
Þannig er nú það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gule handsker
5.2.2014 | 06:28
A blast from the past! Ég get ekki sagt þetta á dönsku, þótt ég hafi setið í ansi mörgum dönskutímum. For helvede!

![]() |
Mikill munur á ritmáli og talmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hættulegri en femínistar halda
4.2.2014 | 05:42
Strumparnir eru mun hættulegri en femínistar halda. Sjá hér:
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/france/8554973/The-Smurfs-are-anti-Semitic-and-racist.html

![]() |
Hlutverk Strympu aðeins að vera kona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjúklingar
3.2.2014 | 05:38
Vonandi nær Crossfit-kennarinn sér, með hjálp miskunnsamra Samverja. Eins og fram kemur í fréttinni var hann ekki með heilsutryggingu, eins og milljónir Bandaríkjamanna. Aðalsjúklingurinn hér er ameríska heilbrigðiskerfið. Og þegar Obama gerði eitthvað í málinu ætlaði allt vitlaust að verða. Repúblikanar vildu frekar vera með dýrasta og óskilvirkasta kerfi í heimi, heldur er að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til að velja. Frelsi til að deyja. Repúblikanar eru svo logandi hræddir við sósjalisma. Svo eru auðvitað sterk kapítalísk öfl sem vilja viðhalda gamla kerfinu, því á því græða tryggingafélög.

![]() |
Crossfit-þjálfari lamast fyrir neðan mitti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heróin
2.2.2014 | 21:59
Þetta eru nöturlegar fréttir. Philip Seymor Hoffman var afbragðsgóður leikari. Þegar menn fara út í heróín er dauðinn oft skammt undan.
Lou Reed söng með Velvet Underground í laginu Heroin" um hinn myrka mátt lyfsins:
I have made the big decision
I'm gonna try to nullify my life
'Cause when the blood begins to flow
When it shoots up the dropper's neck
When I'm closing in on death
And you can't help me know, you guys,
or all you sweet girls with all your sweet talk
You can all take a walk
![]() |
Philip Seymour Hoffman látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)