Færsluflokkur: Bloggar

Mannréttindi

Thomas Jefferson

Sögulega séð er hugmyndin um mannréttindi ansi nýtt hugtak. Ef mannréttindi eru til, þá eru þau orðin tóm nema ríki eða einstaklingar hafi mátt til að framfylgja þeim. Sagan sýnir að einstaklingar og hópar hafa yfirleitt þurft að berjast fyrir að fá réttindi, þannig að segja má að við sköpum okkur mannréttindi, eða að minnsta kosti þurfum við að berjast fyrir því að fá þau.

Svo segja menn oft eitt og gera annað. Thomas Jefferson, aðalhöfundur amerísku stjórnarskrárinnar, sagði að það væri sjálfgefið að allir menn væru skapaðir jafnir. En hann var samt þrælahaldari.


mbl.is „Eru mannréttindi til?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt að koma

Darwin

Háskóli Íslands gerði könnun árið 2007 þar sem fram kom að 62% aðspurðra trúðu því að álfar séu mögulega til.

Ef 48% Bandaríkjamanna trúa því núna að nútímamaðurinn eigi sér forfeður þá er það bara nokkuð gott miðað við efni og ástæður.

Samkvæmt Catholic Online er þróunarkenningin núna grunnkenning í kaþólsku, ekki „skynsamleg hönnun" („intelligent design"). Þegar jafn íhaldssöm stofnun og kaþólska kirkjan er hætt að berjast gegn Þróunarkenningunni segir það okkur ansi mikið.

 Heimild: http://www.catholic.org/national/national_story.php?id=18524 


mbl.is 1 af hverjum 4 veit ekki að jörðin snýst um sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmeti

vegetarians

Að herma eftir heiðingjunum

Í greininni stendur:

Og þetta er alvörumál, því einn af valdamestu klerkum landsins, Mohammed al-Oreifi, skrifaði á twittersíðu sína núna í vikunni að þeir Sádi-Arabar sem héldu Valentínusardaginn hátíðlegan væru „að herma eftir heiðingjum“.

Já, þetta er alvörumál og það er líka alvörumál að klerkurinn er að herma eftir heiðingjunum með því að nota Twitter. 

 

Infidel

 


mbl.is Kaupa rauðar rósir í laumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drepa á dreif

Rökfræði

Að spyrja Mörð að því hvernig hann fékk minnisblaðið í hendurnar er klassískt dæmi um undanbragð, að drepa málinu á dreif. Í rökfræði kallast þetta á ensku „evading the issue". Það kemur ekki á óvart að þetta bragð skuli notað, en þetta er rökvilla. Aðalatriðið er meintur leki í ráðuneytinu. Fyrst þarf að fást við það mál. Svo má spyrja Mörð síðar.


mbl.is Tilbúinn að sýna „réttum aðilum“ minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til athafna--en aðrir bera ábyrgðina

Það er nokkuð áhugavert að heyra Sjálfstæðismann tala um að fólk „leiðist út þessa ógæfu” og að þess vegna „beri að líta á [það] sem sjúklinga sem ríkið þurfi að aðstoða.”

Er grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins, sem ráðherra vísar til, núna að einstaklingar hafi „frelsi til athafna” en að þeir beri ekki ábyrgð á sínum athöfnum? Ef ég drekk of mikið eða neyti heróíns hafði ég ekkert val um það, því ég er sjúkur? Þetta er mjög þægilegt fyrir mig, því ég get gert það sem ég vil, en aðrir bera ábyrgðina. Það þarf ekki að koma á óvart að fórnarlambsvæðing sé vinsæl á vinstri vængnum, en það sýnir afl hennar að hún hefur náð tökum á heilbrigðisráðherra. 


mbl.is Óþreyja eftir betra ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joseph Smith og Moroni

Sagan um Joseph Smith, stofnanda mormónakirkjunnar, og engilinn Moroni er mögnuð. Ég mæli með henni.

joseph-smith-and-angel-moroni

 

 


mbl.is Býr með þremur eiginkonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný könnun um viðhorf kaþólikka

Samkvæmt nýrri könnun, sem fjallað er um í The Washington Post, er meirihluti kaþólikka ósammála kenningum kaþólsku kirkjunnar um hjónaskilnaði, fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Könnunin, sem gerð var í 12 löndum og 12 þúsund kaþólikkar tóku þátt í, sýnir að mikill munur er á afstöðu kaþólskra eftir því hvar þeir búa. Í Afríku og Asíu eru kaþólikkar yfirleitt sammála stefnu kirkjunnar, en í Vestur-Evrópuríkjum, Norður-Ameríku og hluta af Suður-Ameríku er mikill stuðningur meðal kaþólikka við athafnir sem kirkjan kennir að séu ósiðlegar.

Þess má geta að lokum að Francis Páfi var valinn maður ársins af virtu tímariti samkynhneigðra, The Advocate. Frjálslyndir kaþólikkar binda miklar vonir við hinn nýja páfa.

Heimild: http://www.washingtonpost.com/national/pope-francis-faces-church-divided-over-doctrine-global-poll-of-catholics-finds/2014/02/08/e90ecef4-8f89-11e3-b227-12a45d109e03_story.html 

 

pope-francis-advocate-large 

 

 


mbl.is Fjöldamótmæli í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb klámvæðingar

Í greininni er vitnað í Láru Rúnarsdóttur, sem segir: „En það er ekki gott að benda á og saka konurnar sjálfar um. Þær hafa alist upp í samfélagi sem er gegnsýrt af þessum staðalímyndum. Ɂg get alveg skilið að þær haldi að þær þurfi að gera þetta og að þær þurfi að keppa hver við aðra. Miley Cyrus gerir eitthvað sem hneykslar fólk og vekur athygli og þၠsvarar Rihanna með einhverju öðru ögrandi.“

Gott og vel. En er kannski möguleiki að þessar konur viti hvað þær eru að gera? Ef karlmaður segði að hæfileikaríkar og ríkar konur eins og Miley Cyrus og Rhianna--konur sem búa í vestrænu lýðræðisríki og hafa margra kosta völ--viti ekki hvað þær eru að gera því þær geti ekki hugsað sjálfstætt væri það ekki talin dæmigerð karlremba? Miley Cyrus er vel meðvituð um klámvæðingu. Hún sagði til dæmis nýlega að karlmenn horfi alltof mikið á klám.


mbl.is Poppstjörnur afklæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá vonbrigði

Það er allt í lagi að bjóða Bandaríkjamönnum byrginn--ef þeir eru Skrattinn þá erum við amman--en það hefði verið meira töff að gera það yfir einhverju öðru en hvalveiðum, Íraksstríðinu, til dæmis, en þar voru Íslendingar í hópi „Bandalags hinna viljugu", eins og menn kannski muna. En þetta er búið og gert. Nú er bara að bíða og sjá hvort forseti vor blandar sér í deiluna.

Hér er tilvitnun í bók Guðbergs Bergssonar Tómas Jónsson: Metsölubók:

               Ævisaga 

Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall

     nei nei

Moby-Dick 

 

 


mbl.is Segir ákvörðunina vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband