Færsluflokkur: Bloggar
Fangaklefi
3.12.2013 | 08:47
Hér er mynd af klefa í fangelsinu sem á að byggja. Þetta fangelsi er svolítið eins og framúrstefnulegt hótel, à la 2001: A Space Odyssey. Á Íslandi er refsing fyrir morð af yfirlögðu ráði yfirleitt 16 ár, að því er ég best veit. Sumum finnst það nóg. Ég hef aldrei skilið það. Hér er tilvitnun í Unforgiven:
THE SCOFIELD KID [eftir að hafa drepið mann í fyrst sinn]: It don't seem real . . . how he ain't gonna never breathe again, ever . . . how he's dead. And the other one, too. All on account of pulling a trigger.
WILLIAM MUNNY: It's a hell of a thing, killing a man. Take away all he's got and all he's ever going to have.
Svo mörg voru þau orð.
![]() |
Tilboð í fangelsi opnuð í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíu mest lesnu fréttirnar
3.12.2013 | 05:48
Þegar þetta er skrifað eru tíu mest lesnu fréttirnar á Mbl.is um ofbeldi og dauða. Í grein sem heitir Er allt fyrirfram ákveðið?" skrifar Stephen Hawking:
Vandamálið er að ofbeldishneigð virðist vera skráð í DNA okkar. . . . Ef við getum ekki notað greind okkar til að hafa stjórn á ofbeldishneigðinni þá á mannkynið sér ekki mikla von.
Svo verður hver að velja fyrir sig. Maðurinn er dæmdur til að vera frjáls," sagði Sartre.
Hawking færir reyndar góð rök fyrir því að allt sé fyrirfram ákveðið, en vegna þess að við getum aldrei vitað hvernig framtíðin er, þá sé best að hegða okkur eins og við höfum frjálsan vilja. Svo getum við valið hvort við trúum Hawking eða ekki. Eða kannski höfum við ekkert val.
![]() |
Stelpurnar drógu mig á hárinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skuggamyndir
3.12.2013 | 04:27
Í greininni stendur:
Við viljum ekki að myndin verði stimpluð sem mömmuklám. Við viljum hafa atriðin vönduð en þannig að aðáendur verði ekki sviknir, sagði Brunetti í samtali við Daily Mail.
Þetta er svolítið eins og að segja: Við viljum ekki að Stríð og friður verði stimpluð sem stríðsmynd." Einfaldari lausn hefði kannski verið að gera vandaða mömmuklámmynd."
En hvað sem því líður þá þarf ég að klára Stríð og frið. Svo verða Fimmtíu gráir skuggar kannski næst á dagskrá.
![]() |
Tvær útgáfur af Fimmtíu gráum skuggum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjum klukkan glymur
30.11.2013 | 00:17
Ekkert mál fyrir Jón Pál" og Veriði hress! Ekkert stress!" eru orð sem allir Íslendingar þekktu á sínum tíma. Núna er að koma betur og betur í ljós, eins og lá stundum í loftinu þá, að málið var ekki svona einfalt. Kraftur Jóns Páls og hressileiki Hemma Gunn voru oft dýru verði keyptir.
Að fjalla á hreinskilinn hátt um fræga einstaklinga sem fallnir eru frá er af hinu góða, ef það er gert á fagmannlegan og nærfærinn hátt. Þegar fjallað er um þjóðþekkta Íslendinga er oft verið að fjalla beint eða óbeint um íslenska menningu og menningu yfirhöfuð og það á erindi við okkur öll.
Hér eru fræg orð Johns Donne í þýðingu Stefáns Bjarmans:
Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávarbylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síður en eitt annes væri, engu síður en óðal vina þinna eða sjálfs þín væri; dauði sérhvers manns smækkar mig, af því ég er íslunginn mannkyninu; spyr þú því aldrei hverjum klukkan glymur; hún glymur þér.
Í tíð Johns Donne var kirkjuklukkum klingt þegar sóknarbarn dó.
Bless.
![]() |
Jón Páll vissi að hann væri að deyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af hverju?
29.11.2013 | 23:15

![]() |
Útsölur í skugga ofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög og trú
29.11.2013 | 21:02
![]() |
Siðferðislögregla hellti niður áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eitt fórnarlambið
27.11.2013 | 20:22

![]() |
Berlusconi sviptur þingsætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segðu ekki nei.
27.11.2013 | 16:55
![]() |
Ætlar að hætta að leika eftir Game of Thrones |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)