Færsluflokkur: Bloggar

The Byrds, "Paths of Victory"


Paranoja?

Hefur hlerun átt sér stað á fundum? Er rökstuddur grunur um það? Eða eru ráðherrar ef til vill hræddir við að aðrir ráðherra séu að taka upp það sem fram fer á fundunum? „Paranoia strikes deep / Into your life it will creep / It starts when you're always afraid,“ sungu Buffalo Springfield.

Burtséð frá þessum vangaveltum má færa fyrir því góð rök að banna eigi notkun síma á mikilvægum fundum svo menn vinni sína vinnu en séu ekki endalaust í símanum.  


mbl.is Banna síma á ríkisstjórnarfundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi

Maður getur nú skilið hvers vegna Nigella skildi við þennan mann.
mbl.is Segir Nigellu hafa neytt fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael og Bandaríkin

Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, sem The Jewish Daily Forward kallar „öfga þjóðernissinna", sagði nýlega að tengsl Ísraels við Bandaríkin væru að minnka og gaf til kynna að Ísrael ætti að leita sér að nýjum bandamönnum.

En forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, sagði að enginn kæmi í staðinn fyrir Bandaríkjamenn. The Jewish Daily Forward kallar ummæli utanríkisráðherrans klúður. Það er því ólíklegt að skilnaður sé í aðsigi milli Ísraels og Bandaríkjanna. Þetta eru meira eins og hjónaerjur í traustu sambandi.

 

 



mbl.is Obama boðar Netanyahu á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leiðrétta kynjaskekkju

Eins og allir vita er Björk sá tónlistarflytjandi sem hefur komist lengst af íslensku tónlistarfólki. Þurfum við að „leiðrétta" þá kynjaskekkju líka?
mbl.is Hallar verulega á konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Stelpur eru fórnarlömb feðraveldisins og núna eru strákar orðnir fórnarlömb líka. Loksins, loksins erum við öll orðin fórnarlömb.
mbl.is Strákar sitja oft á hakanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straight Outta Copavogur

Það er engu við þetta að bæta nema kannski þessu. Þetta er ekki fyrir viðkvæma, nota bene.


mbl.is Erpur og dularfulla hurðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Clash, "Pressure Drop"


Allt getur gerst

Svo könnunin segir „ekkert um stöðu Framsóknarflokksins," samkvæmt oddvita flokksins.

Allt getur gerst, segir hann. Svona svör, og afneitunin sem svarið lýsir, getur leitt til þess að leiðin liggi bara niður á við fyrir Framsóknarflokkinn.

Ef stjórnmálamenn ættu að hafa lært eitthvað eftir bankahrunið er það að kjósendur eru ekki sáttir við flokka sem eru í sjálfsafneitun. En þetta er lexía sem stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að læra. Það er að sjálfsögðu miklu þægilegra trúa því að „þetta reddist," lesa bara Morgunblaðið þar til allt er á leið í svaðið, eins og Nýríki Nonni gerði forðum. 


mbl.is „Staðan er galopin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikföng tímans

„Rust Never Sleeps," söng Neil Young. Þetta eru magnaðar og skerí myndir, en samt ekki eins skerí og nærmynd af Keith Richards. 

Ef þeir hefðu lifað væru sumir þessara rokkara kannski aðeins smartari í tauinu og færu á betri hárgreiðslustofu.

 


mbl.is Hvernig myndi Elvis Presley líta út í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband