Færsluflokkur: Bloggar

Kóngafólk

Ég man eftir heimildamynd um London þar sem Elísabet Englandsdrottning var að afhjúpa einhver minnisvarða í borginni. Þetta var í verkamannahverfi. Á þeim tíma var drottningin gagnrýnd fyrir það að borga ekki skatta. Fólki fannst það ekki sanngjarnt, skiljanlega, þar sem hún er ekki beinlínis á vonarvöl. Einhver hrópar: „Pay your taxes, you scum!"

Ekki löngu síðar bauðst drottningin til að borga skatta. 


mbl.is Karl Bretaprins fær ellilífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott viðtal

Þetta var ágætis viðtal. En tvær spurningar komu upp í hugann:

1. Hefði karl verið spurður um það hvort aldurinn væri hindun? Kannski? Kannski ekki?

2. Sigrún Stefánsdóttir segir:

Mér finnst Háskólinn á Akureyri vera á tímamótum. Hann er búinn að sanna sig og þar er margt gott fólk en þar hefur orðið kynjaslagsíða. Það eru margar konur í námi í HA en mun færri karlmenn. Það er mjög neikvætt ef háskólinn hættir að vera aðlaðandi fyrir bæði kynin. Á þessu þarf að taka og gera háskólann meira aðlaðandi fyrir karlmenn en hann er í dag án þess þó að konur hætti að líta á skólann sem áhugaverðan kost. . . . Það þarf að skoða námsframboð og reyna að skapa leiðir sem laða karlmenn að skólanum í meira mæli en nú er."

Kynjakvótahugsun er mjög í sókn um þessar mundir. Ég get vel skilið hvers vegna, en er það skynsamlegasta leiðin? Að mínu mati skiptir máli að bjóða upp á góða og fjölbreytta menntun og láta það svo ráðast hvort konur eða karlar verða í meirihluta.


mbl.is Leyfi mjúkum gildum að njóta sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þetta bann kemur ekki á óvart. malalaÞað myndi koma á óvart ef bókin yrði ekki bönnuð.
mbl.is Bók Malölu bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Morrison


Harpa--Húsið þitt

Er það ekki rétt munað hjá mér að Harpa var höllin sem Björgólfur Guðmundsson ætlaði að byggja og gefa þjóðinni? Svo allt í einu átti Björgólfur enga peninga og þjóðin fékk enga gjöf. Það var engin höll.

Svo var verkið klárað fyrir peninga skattborgara. Er þetta rétt munað hjá mér? Maður er nefnilega svo fljótur að gleyma.

En ég efast ekki um að þetta var svaka partí.


mbl.is Þúsund fögnuðu aldarafmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heiðarlegasti stjórnmálamaður Kanada"

Bróðir Robs, Doug, sagði í dag að Rob væri „heiðarlegasti stjórnmálamaður Kanada".

Kanadamenn eru seinþreyttir til vandræða en núna eru þeir hugsanlega búnir að fá nóg. Við sjáum hvað setur.


mbl.is Litskrúðugur lífsnautnaseggur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnfriður

Hávaði er hávaði, hvort sem það er íslensk menning eða Motörhead Smile  Við þurfum öll svefnfrið.
mbl.is Kallað á lögregluna út af kveðskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bob Dylan, "Things Have Changed"


Vandamál

Sumir nemendur á Íslandi hafa litla matarlist og fá stundum magaverk. Margir í heiminum eru með magaverk vegna þess að þeir svelta. Sum vandamál eru lúxusvandamál.
mbl.is Margir eiga erfitt með að sofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gabriel Fauré--Horowitz


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband