Færsluflokkur: Bloggar
Afsakanir
16.11.2013 | 00:10
Brátt þarf þessi maður að biðjast afsökunar á því hvað hans biðst oft afsökunar.
Donald Trump talar svo mikið að stundum ratast honum satt orð á munn. Einhver starfsmaður hans var að afsaka að hafa unnið verk sitt illa. Trump svaraði: Ég er ekki hrifinn af afsökunum."
![]() |
Biðst afsökunar á munnmaka-ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hættuleg bók?
15.11.2013 | 23:52
Greinarhöfundur skrifar:
Fimmtíu gráir skuggar er að vissu leiti vírus í sjálfu sér því bókin smitaði milljónir stúlkna af ranghugmyndum en bókin fjallar um hina undirgefnu og óöruggu Anastasiu Steel sem kynnist auðjöfrinum Christian Grey. Þau hefja ástarsamband sem er svo snarruglað að það á litla sem enga stoð í raunveruleikanum.
Eru ekki lesendur Fimmtíu grárra skugga aðalega fullorðnar konur? Smitast þær líka af ranghugmyndum"?
Fyllast stúlkur sjálfkrafa af ranghugmyndum" ef þær lesa um undirgefna og óörugga konu? Og hvað eru réttar hugmyndir"?
Er möguleiki að konur kaupi þessa bók eftir kvenrithöfund vegna þess að þeim finnist hún spennandi?
Ástarsambönd í raunveruleikanum eru oft snarrugluð". Og jafnvel þó að eitthvað eigi sér enga stoð í raunveruleikanum" er það ástæða til þess að ætla að bók sé hættuleg?
Það er sjálfsagt að gagnrýna bækur á borð við Fimmtíu gráa skugga, en það er líka athugandi að stúlkur og konur séu kannski ekki fórnarlömb bóka, heldur að þær velji sér sitt lesefni sjálfar og að það sé val sem beri að virða.
![]() |
Fundu herpes vírusinn í Fimmtíu gráum skuggum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lilli api
15.11.2013 | 21:49
Lilli api er aðalhetjan í Brúðubílnum, sem er enn on the road. Lilli er búinn að vera í bransanum í yfir 30 ár. Oft hefur hann verið orðinn svolítið sjúskaður og stjórnandi Brúðubílsins er búin að gefa honum margar andlitslyftingar, að eigin sögn.
Eins og kemur fram á vefsíðu Brúðubílsins þá er Lilli lítill appelsínugulur api sem saug snuðið sitt í mörg ár. Hann veit eiginlega ekkert og kann lítið svo krakkarnir verða oft að hjálpa Lilla. Hann kann t.d. ekki að telja, þekkir ekki litina eða stafina, ekki einu sinni sinn eigin staf L-ið." Og svo líkur lýsingunni með einni af minni uppáhalds setningum: Lilli er alltaf 5 ára."
Það er eitthvað mjög þjóðlegt við Lilla apa. Mér finnst að einhverjir, helst þverpólítísk teymi, ættu að skrifa þríleik um Lilla apa. Hér eru hugmyndir að titlum:
Lilli api í útrás
Lilli api og bankahrunið
Lilli api snýr aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíblíusögur
15.11.2013 | 20:02
Ef eitthvað er að marka Mattheusarguðspjall var það Júdas Ískaríot sem sagði: Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð".
Æðstu prestarnir og öldungarnir svöruðu: Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því."
Júdasi leið ekkert sérlega vel með það sem hann hafði gert og tók að lokum ábyrgð á gerðum sínum, eins og lesendur kannski muna.
Landshöfðinginn Pontíus Pílatus aftur á móti þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!"
Þar með taldi hann málinu lokið.
![]() |
Kaþólska kirkjan ekki bótaskyld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíó
15.11.2013 | 05:58
Ég las eftirfarandi á vefsíðu sem heitir Faith Defenders:
Verður kvikmyndin NOAH nákvæm endursögn á Bíblíusögunni úr guðspjöllunum? Eða mun myndin sýna hinni sönnu sögu um réttlæti, miskunnsemi og syndaaflausn óvirðingu?
Höfundurinn, Dr. Robert A. Morley, trúir okkur fyrir því á vefsíðu sinni að greindarvísitala hans hafi mælst 185 þegar hann var ungur. Morley er með fimm háskólagráður og er auk þess með kokkapróf.
![]() |
Íslensk náttúra og örkin hans Nóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurtekningin
13.11.2013 | 18:55
Þrátt fyrir að mannkynssagan sé flókin þá eru sömu gömlu trixin notuð aftur og aftur. Þeir sem mótmæla eru stimplaðir landráðamenn" og uppreisnarmenn". Hvernig yfirvöld og einstaklingar bregðast við gagnrýni er ein besta leiðin til að meta viðkomandi. Það kemur ekki á óvart að svar Hamas við gagnrýni sé kúgun og ofbeldi.
Það er auðvitað farsakennt að Hamas banni minningarathafnir um frægasta tákn sjálfstæðisbaráttu eigin þjóðar, Jasser Arafat. En, eins og Karl Marx sagði, "Sagan endurtekur sig, fyrst sem tragedía, siðan sem farsi." Marx hafði ekki alltaf rangt fyrir sér.
Eins og lesendur vita eru Palestínumenn klofnir í tvær fylkingar um þessar mundir, hin íslamísku Hamas samtök og samtökin sem Arafat stofnaði, Fatah.
![]() |
Tugir handteknir og pyntaðir af Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stóra systir
13.11.2013 | 02:51
Í Svíþjóð er líka kynlaus leikskóli", sem komst í fréttirnar 2011. Leikskólakennararnir nota ekki fornöfnin hann" eða hún".
Philp Hwang, sálfræðiprófessor við Háskólann í Gautaborg, komst svo að orði í viðtali við BBC: Svíar hafa tilhneigingu til að hugsa þannig að ef nýjum hætti er komið á breytist hlutirnir sjálfkrafa--það er hin sænska leið."
Varðandi Betchdel-prófið þá hlýtur næsta skrefið að vera að setja upp próf sem gefur kvikmyndum einkunn byggða á því hvort þær sýni minnihlutahópa í réttu" ljósi. Annað væri ekki sanngjarnt, eða hvað?
Svo má bæta því við að ef Hildur Lilliendahl leikstýrði bíómynd um tvær konur sem ræða um feðraveldið myndi sú mynd væntanlega falla á Betchdel-prófinu.
![]() |
Sænsk bíó gefa myndum jafnréttiseinkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stutt breskt innlegg í háskólaumræðuna
13.11.2013 | 01:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tjáningarfrelsi eða . . .
12.11.2013 | 21:14
Núna er bara að bíða og sjá hvort Sinéad O'Connor trompast aftur.
Players gonna play
Haters gonna hate
Eða þannig.
![]() |
Miley Cyrus allsber í nýju myndbandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)