Færsluflokkur: Bloggar
Langa kalda stríðið
6.8.2024 | 02:33
Ráðstjórnarríkin hrundu, en fólk á Vesturlöndum, sem telur sig berjast fyrir réttlæti og vera "réttu megin sögunnar", er ekkert feimið við að flagga hamri og sigð á meðan það jórtrar á gömlum kommaklisjum. Leiðtogi Rússlands er gamall KGB-maður og skilgetið afkvæmi bolsévismans. Kalda stríðið er að mörgu leyti enn í gangi. Það mætti kannski kalla þetta ástand Langa kalda stríðið.
![]() |
Stórleikarar í nýrri kvikmynd um fundinn í Höfða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Uppfært
5.8.2024 | 10:24
Ný frétt frá Vísi:
Starbucks er ekki að koma til Íslands. Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, sem kallar sig Odee, stóð fyrir tilkynningu þess efnis að Berjaya Food International hefði tryggt sér rekstrarrétt til þess að opna Starbucks-kaffihús á Íslandi. Hann hefur áður vakið athygli fyrir svipað uppátæki.
Varla lýgur Vísir.
UPPFÆRT:
Samkvæmt nýrri frétt Moggans var það listamaðurinn sem var að skrökva. Ekki lýgur Mogginn
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skin og skúrir
4.8.2024 | 21:59
Þetta er Framsóknarlegasta veðurspá sem ég hef heyrt. Framsókn fyrir framtíðina. Hvað sem það nú þýðir.
![]() |
Ekkert afgerandi bongó í kortunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rusl
4.8.2024 | 19:21
Sumir eru sóðar, en grunnvandamálið er að Borgin tæmir ekki gámana nægilega oft. Samviskusamir, umhverfisvænir borgarar þurfa að ferðast á milli gámasstaða í örvæntingarfullri von um að geta hent rusli.
![]() |
Gagnrýnir sóðaskap stúdenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vegatollar? Nei takk!
4.8.2024 | 00:26
Ég segi nú bara eins og Margaret Thatcher, "No! No! No!" Það er ein af grunnskyldum ríkisins að halda uppi þokkalegu vegakerfi, sérstaklega í landi þar sem fólk er skattpínt eins harklega og á Íslandi. Vegatollar eru hrein og klár fjárkúgun og að láta ferðamenn borga meira en aðra er auðvitað gróf mismunun.
https://www.youtube.com/watch?v=rjxz2WGl6KA
![]() |
Leggur til lausn við samgönguvandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Spurning
3.8.2024 | 23:40
Hver heldur því fram að eina lögmæta ástæðan fyrir því að konur megi vera reiðar sé að þær séu á túr?
![]() |
Konur megi bara vera reiðar á túr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Litla-Hraun
3.8.2024 | 22:02
Í frétt á Vísi á síðasta ári sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, um Litla-Hraun:
Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salerni. Þetta er bara gamalt.
Er það náttúrulögmál að fíkniefni séu "í boði útum allt" á Hrauninu? Hefur fangelsismálastjóri enga stjórn á þessu? Það segir sig sjálft að fíkniefni hafa áhrif á líðan og hegðun fanga.
![]() |
Þrír fangaverðir á spítala eftir árás fanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trump og kappræður
3.8.2024 | 09:54
Í greininni stendur:
Einnig er möguleiki á að frambjóðendurnir muni mætast hjá ABC News 10. september.
Þetta er rangt. Trump er búinn að segja að hann ætli ekki að mæta í kappræður á ABC fréttastofuna. Hér eru hans eigin orð:
I have agreed with FoxNews to debate Kamala Harris on Wednesday, September 4th. The Debate was previously scheduled against Sleepy Joe Biden on ABC, but has been terminated in that Biden will no longer be a participant, and I am in litigation against ABC Network and George Slopadopoulos, thereby creating a conflict of interest.
Þetta segir hann á TruthSocial. Og þannig er nú það.
![]() |
Trump samþykkir kappræður við Harris á Fox |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauðar götur
2.8.2024 | 02:28
Anarkismi í umferðinni. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis?
![]() |
Akureyrarbær býr til shared space |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður/ekki góður maður
31.7.2024 | 19:40
Það er í fyrsta lagi sorg að þessi góði maður og leiðtogi, einn helst leiðtogi Palestínumanna í baráttu fyrir friði og frelsi, skuli hafa verið myrtur í pólitísku morði, segir Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félagsins Ísland-Palestína, í upphafi greinarinnar. Stuttu síðar segir Sveinn: Ég ætla ekki að fara dæma. Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín, hver sé góður og ekki góður. Það voru ekki mín orð að hann væri góður maður, segir Sveinn.
Það voru bókstaflega orð Sveins í sama viðtali að Ismail Haniyeh, leiðtogi hryðjuverka samtakanna Hamas, hafi verið góður maður.
![]() |
Sorg að þessi góði maður hafi verið drepinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)