Færsluflokkur: Bloggar

Páskahugleiðing

Ég hélt nú fyrst að þessi nálgun á krossfestingu Krists, þ.e.a.s. að hún væri „hefndarklám", kæmi frá Vantrú og að þeir félagar væru að gera at í kristnu fólki á sjálfum páskunum. En svo er greinilega ekki.

Ég held að svona predikarnir séu nú ekki kristni beinlínis til framdráttar. Ég skil hvað prestarnir eru að reyna að segja, en þetta er ansi langsótt, svo ekki sé meira sagt. Og svo má spyrja, Hver var á bakvið krossfestinguna? Guð almáttugur, pabbi Jesú, auðvitað. Hugmyndin um að Guð hafi fórnað einkasyninum fyrir mannkynið er nógu undarleg fyrir, þótt hún sé ekki líka bendluð við hefndarklám. Þó að mín barnatrú hafi gufað upp þegar ég var í gaggó, þá finnst mér þessi nálgun prestanna, sem eru greinilega að reyna að vera í takt við nýjustu strauma og stefnur í femínisma, jaðra við guðlast.

En kannski er ég bara kaþólskari en Páfinn. Yfir til þín, Jón Valur.

Upprisa


mbl.is Krossfesting Jesú hefndarklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séð og heyrt og femínistar

Séð og heyrt og femínistar: Gera lífið skemmtilegra! 


mbl.is Gagnrýna umfjöllun Séð og heyrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um sjúkdóma

Morgellons er ekki alvöru sjúkdómur. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar bera allar að þeim brunni. Þetta er „netsjúkdómur." Fólkið skilgreinir sig sjálft eftir að hafa lesið um „sjúkdóminn" á netinu. Fólkið þjáist, en ekki af því sem það heldur að sé Morgellons. Oft er hin raunverulega orsök andlegir erfiðleikar.


mbl.is Joni Mitchell á batavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn fyrir framtíðina

„Jú, kannski og kannski ekki." Klassískt Framsóknarsvar. Þessi flokkur má ekki þurrkast út. Skemmtigildi hans er einfaldlega of mikið til þess að við megum láta það gerast. Verndum Framsóknarflokkinn--fyrir framtíðina!


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti apríl :)

Frábær frétt í Vísi!

FÓRNUÐU ÚLFALDA OG GÁFU KJÖTIÐ

„Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins.

Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið.

Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld.

Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins.

„Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson.

Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.


Leikarar og rokkarar

Einhverra hluta vegna vilja leikarar vera rokkarar og rokkarar leikarar. Yfirleitt gengur þetta ekki upp. „A man has got to know his limitations," sagði Dirty Harry eitt sinn. 


mbl.is Ætlar að reyna fyrir sér í tónlistinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt fólk og frelsi

“Við vild­um opna augu fólks fyr­ir til dæm­is því . . . hvers vegna all­ir séu svona fín­ir og fal­leg­ir á veit­inga­stöðum.“

Er það vandamál að starfsmenn á veitingastöðum séu fínir og fallegir? Já, ef fólk vill setja útlitsstaðla á ráðningar. Það er náttúrulega hægt að setja þetta í lög. Héðan í frá skal ekki nema 50% starfsfólks á veitingastöðum vera fínt og fallegt. Svo þarf að koma upp eftirlitskerfi til að sjá um að réttlætinu sé framfylgt. 

Hinn möguleikinn er náttúrulega sá að ungt fólk virði frelsi og lýðræði og leyfi atvinnurekendum að ráða þá sem þeir vilja. En það er náttúrulega stórhættulegt!


mbl.is Fékk ekki starfið vegna kynferðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú innri friðar

Og ég sem hélt að Búddismi væri trú hins innri friðar og að búddístar létu ekki eitthvað unglingagrín á fámennri eyju í Norður Atlandshafi angra sig. En fyrst búddistarnir eru orðnir reiðir er ólíklegt að það rói þá að setja enskan texta á myndbandið. Verða þeir þá ekki bara ennþá reiðari? 

Búdda 


mbl.is Verslingar vekja reiði í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi og trú

Vísindakirkjan tvinnar saman vísindi og trú. Er það ekki win-win? En, nei, nei, alltaf þurfa þessir óþolandi efasemdamenn að eyðileggja allt! :)


mbl.is Skuggahliðar kirkjunnar afhjúpaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátt silfur

Menn elda grátt silfur. Þeir elta það ekki.


mbl.is „Clarkson getur sjálfum sér um kennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband