Færsluflokkur: Bloggar

Útlit

Móðuramma mín, sem var frá Grundarfirði, sagði aldrei að menn væru ófríðir. Þess í stað sagði hún að menn væru „gróflega myndarlegir".

Kirkjufell


mbl.is Faðir Marc Anthony kallaði hann ófríðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um frelsi

Viðhorfi Biskupsstofu ber að fagna. Í siðmenntuðum samfélögum er fólki tryggt trú-, skoðana- og málfrelsi. En málfrelsi er ekki „án ábyrgðar", eins og haldið er fram í umfjöllun kaþólsku kirkjunnar. Menn þurfa að vera reiðubúnir að bera ábyrgð á því sem þeir segja eða skrifa fyrir dómi.


mbl.is „Hefðu átt að hugsa sig tvisvar um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískur tvíburi?

Stjörnumerki þingmannsins er Tvíburi. Samkvæmt Gunnlaugi Guðmundssyni, stjörnufræðingi, þarf Tvíburinn 

fjölbreytni til að viðhalda lífsorku sinni. Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiðist vanabinding og hann verður þreyttur ef hann þarf að fást of lengi við sama verkið. Fjölbreytni og hreyfing eru honum nauðsynleg til að viðhalda orku. Hann þarf að skipta reglulega um umhverfi, enda er ein uppáhaldssetning hans: "Ég þarf aðeins að skreppa."

Spurning hvort ekki sé kominn tími til þess að þingmaðurinn skipti um starfsumhverfi.

Stjörnuspeki

 

 


mbl.is Stjörnuspeki hjálpi læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtilegt atvik

Það tekur innan við mínútu að leita að þessu orði á netinu og komast að því að það er til. Reyndar vissi ég ekki að orðið væri til, en ég get þakkað Vigdísi Hauksdóttur, Hildi Sverrisdóttur og Morgunblaðinu það að ég veit meira í dag en í gær.

Orðið er einnig í Orðastað: Orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson:

Skrýtilegur lo það er skrýtilegt að sjá hana í þjóðbúningi; skrýtileg sjón, skrýtilegt atvik 

Gefum Vigdísi síðasta orðið. Tilefnið var að einhverjir voru að fettu fingur út í málnotkun hennar:

Íslensk tunga á alltaf að vera í framþróun og ekkert af því sem ég hef sagt er í sjálfu sér rangt; bara öðruvísi og fyrir bragðið ef til vill áhrifameira. En ég er engin Forrest Gump . . .

Heimild: ww.pressan.is/ATH_efni/Lesa_ATH_efni/eg-er-engin-forrest-gump---vigdis-hauksdottir-throar-tungumalid-i-raedustol-althingis-og-er-stolt-af?pressandate=20111019

 


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malcolm X

Það er dæmi um kaldhæðni örlaganna að blökkumaðurinn og músliminn Malcolm X, sem var skírður Malcolm Little og tók síður upp nafnið El-Hajj Malik El-Shabazz, hafi verið myrtur af íslömskum blökkumönnum. En svo eru sumir sem halda því fram að CIA hafi verið á bakvið morðið.

malcolm-x


mbl.is 300 manns minntust Malcolms X
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kardashian og almættið

Skiljanlegt, en samt alltaf svolítið skrýtið, þegar fólk þakkar Guði fyrir að bjarga sér. Hvað með þá sem deyja í hörmulegum slysum? Vakir Guð ekki yfir þeim?


mbl.is Kim Kardashian slapp ómeidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jihad fyrir byrjendur

Sumu fólki er einfaldlega ekki viðbjargandi, því miður.

ISIS


mbl.is Grátbiðja stúlkurnar að snúa heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjustu fréttir

Þetta fór fram í Tórontó, Kanada. Þetta er framlag mitt til rannsóknarblaðamennsku laughing

all-the-presidents-men

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: http://metronews.ca/news/toronto/1286869/canadian-creator-of-muslim-hug-video-calls-positive-reaction-enlightening/

 

 


mbl.is Boðið að knúsa "hryðjuverkamann"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tínkí-vínkí

Það er við hæfi að Tínkí-vínkí vinki. En Verslónemandann, sem brá sér í gervi hans, vantar rauðu handtöskuna. Samkvæmt sjónvarpspredikaranum Jerry Falwell heitnum eru Stubbarnir reyndar stórhættulegir og sérstaklega Tínkí-vínkí. Falwell skrifaði fræga grein, þar sem hann sagði meðal annars um Tínkí-vínkí: „Hann er fjólublár--sem er gay pride liturinn. Loftnetið á hausnum á honum er þríhyrningur--sem er gay pride táknið." Að mati Falwells voru Stubbarnir hluti af samsæri til að rústa siðferði barna.

Jerry Falwell var einn af stofnendum samtaka sem kölluðu sig Siðferðislega meirhlutann (Moral Majority) og þessi samtök höfðu gríðarleg áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum. Sumir bentu á að Siðferislegi meirihlutinn væri hvorugt.

Tínkí-vínkí

 

 


mbl.is Stubbur gekk til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnuðu Íslendingar aðhaldi?

Hér er tilkynning af vef Forsætisráðuneytisins frá 19. júní 2009. Fyrirsögnin er „Ríkisstjórn boðar aðhald og sparnaði í ríkisfjármálum":

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og það næsta. Draga á úr fyrirsjáanlegum hallarekstri um 86 milljarða, að stærstum hluta með niðurskurði útgjalda. Jafnvægi í ríkisfjármálum á að nást á næstu fjórum árum og því er stefnt er að afgangi á fjárlögum árið 2013 til samræmis við efnahagsátætlun íslenskra stjórnvalda og AGS. Sparnaður og aðhald eru lykilorð þessara aðgerða sem boðaðar eru en um leið verður staðinn vörður um störf og ekki verður hróflað við launum sem eru lægri en 400.000 krónur á mánuði.

Þetta rímar ekki alveg við það sem Forsetinn á að hafa sagt.

Ólafur Ragnar


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband