Færsluflokkur: Bloggar
Fjallgöngur
19.2.2015 | 05:46
Ég hef gengið á Esjuna og það var alveg nóg fyrir mig. Það næsta sem ég kemst Everest er að endurlesa Tinna í Tíbet.
![]() |
Breytt leið á Everest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að leita Guðs
17.2.2015 | 20:13
Jóna Hrönn Bolladóttir vitnar í 12 spora kerfið:
Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
Jón Gnarr leitaði Guðs en fann hann ekki. Er málið nokkuð flóknara en það?
Þeir sem hætta alveg að drekka eða dópa, þurfa annað deyfilyf til að díla við veruleikann. Það er erfitt að vera alltaf edrú. Sumir telja sig finna Guð og ef það hjálpar þeim, þá er það hið besta mál. En sumir finna einfaldlega ekki Guð, sama hvernig þeir leita eða skilgreina hann. Þetta er auðvitað veikleiki í 12 spora kerfinu.
![]() |
Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samningur eða katastrófa
17.2.2015 | 19:11
Grikkir hafa til 28. febrúar að semja. Ég leyfi mér að spá því að þeir muni gera það. Þeir hafa engu að tapa að reyna að ná sem bestum díl þangað til. Í versta falli taka þeir þeim díl sem þeim verður boðinn. Hinn möguleikinn er alger katastrófa fyrir þá.
![]() |
Brýnast að greiða félagslegu skuldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppfært
15.2.2015 | 06:49
Samkvæmt nýjustu fréttum hefur danska lögreglan skotið til bana mann sem grunaður er um hryðjuverk.
![]() |
Skothríð við bænahús í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brimkló, "Ég las það í Samúel"
13.2.2015 | 06:46

Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að ráða yfir eigin líkama
13.2.2015 | 05:50
Hagsmunir þeirra sem vilja eignast börn vega hins vegar minna en yfirráð kvenna yfir eigin líkama og frelsi kvenna frá kröfum um að þær vinni tilfinningaleg og líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra, segir í tilkynningunni frá Femínistafélagi Íslands.
Bíðum við. Ef konur ráða yfir eigin líkama mega þær þá ekki vinna líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra, ef þær kjósa að gera það? Burtséð frá því hvað fólki finnst um staðgöngumæðrun," þá sé ég ekki hvernig þessi röksemdafærsla gengur upp.
![]() |
Barneignir ekki sjálfsögð mannréttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hláturinn lengir lífið
12.2.2015 | 20:43
Hláturinn lengir lífið, nema þegar viðkomandi er tekinn af lífi fyrir að gera grín að trúarbrögðum. En er það sem þessi trúður er að segja eitthvað hlægilegra en að hrein mey geti fætt barn, eða að píslarvottur fái 72 hreinar meyjar á himnum?
![]() |
Þeim er sama þó þeim sé nauðgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina . . ."
11.2.2015 | 19:40
Kim Kardashian er fræg fyrir að vera fræg og það má segja að það þurfi ákveðna hæfileiki til að halda sér eins lengi í sviðsljósinu og hún hefur gert. En að sjá eftir þessu myndbandi er nú svolítið skrítið, því það gerði hana fræga. Og í hvert sinn og hún heldur að fólk sé farið að gleyma sér birtir hún nektarmyndir af sér, eins og til dæmis í blaðinu sem birtir viðtalið sem hér er vitnað í. Mig grunar að það væru nokkuð margir til í að birta nektarmyndir af sér ef þeir græddu eins mikið á því og Kim Kardashian.
![]() |
Sér eftir kynlífsmyndbandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nánari umfjöllun
11.2.2015 | 07:47
Hér er nánari umfjöllun um þetta frá The Jerusalem Post fyrir þá sem hafa áhuga http://www.jpost.com/Arab-Israeli-Conflict/Swedish-FM-We-hope-Israeli-ambassador-will-return-380456
![]() |
Svíar veita Palestínu fjárhagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)