Leyndardómar veggjakrotsins
28.10.2013 | 06:11
Hvers vegna krota veggjakrotarar ekki á veggina heima hjá sér?
Veggjakrot eykst í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir krota ekki til að horfa á það sjálfir.
Þetta er keppni milli hópa um hver sést best og oftast.
Síðan taka þeir myndir og setja á vefsíður.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 09:15
Í raun er veggjakrot bara ljótt, út af því að það er bannað. Það er nokkuð augljóst að flottu verkin halda sér þar sem er leifilegt að krota, þar sem fólk getur eytt tíma í verkið án þess að eiga á hættu að vera handtekinn.
En krot er í raun bara vilji til að skreyta frítt, ljót verk eru hulin með flottari verkjum á áberandi stöðum fyrst, svo færist samkeppnin í aukana, þar til krotið er orðið stórbrotin listaverk.
Fólk ætti í raun að sjá, að það er mikklu meiri glæpur að eyða mörg hundruð milljónum af skattpeningum í það að hylja veggjakrot, heldur en að krota, þar sem það eru ekki allir sammála um að það sé peningana virði.
Ég persónulega sé ekkert verra við útkrotaðann vegg, en hvítann vegg. Það er þá allavega afþreying á þeim sem ber krotið, þótt hann sé ekki stílhreinn. Þar af leiðandi væri borgarráð að misnota skatt peningana mína, með því að krota alla veggi hvíta.
Karl (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 09:52
Vel málaður hvítur veggur er mikið fallegri en skemmdarverk hæfileikalausra og smekklausra veggjakrotara. Svo er það ekki bara skattgreiðanda að borga, þeir eru líka að eyðileggja einkaeignir. Taka harðar á þessu skemmdavörgum.Legg til viku í steininum fyrir fyrsta brot, sex mánuði fyrir annað brot og tvö ár fyrir það þriðja.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 11:37
Takk fyrir umræðuna.
Karl, segjum sem svo að ég sé veggjakrotari. Má ég mæta heim til þín og krota á vegginn hjá þér?
Wilhelm Emilsson, 28.10.2013 kl. 17:46
Hendum öllum sem gera eitthvað sem má ekki í fangelsi, þá lenda þeir í mjög erfiðum aðsæðum og koma örruglega mjög skynsamir tilbaka, eftir að hanga með nauðgurum og morðingjum í viku.. það ætti að kenna þeim að verða betri menneskejur. ertu heimskur Rafn? þú hlýtur að átta þig á því að fangelsi er bara fyrir fólk sem er hætturlegt fyrir samfélagið. Ekki fyrir saklaust fólk sem er að leika sér. Að hafa hvíta vegginn sinn krotaðan er örugglega mikklu skárrra en að henda saklausri manneskju inn í fangelsi. Á að henda þér í fangelsi þegar þú talar í síman þegar þú ert að keyra?
Jökull (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.