Hverjum klukkan glymur

„Ekkert mál fyrir Jón Pál" og „Veriđi hress! Ekkert stress!" eru orđ sem allir Íslendingar ţekktu á sínum tíma. Núna er ađ koma betur og betur í ljós, eins og lá stundum í loftinu ţá, ađ máliđ var ekki svona einfalt. Kraftur Jóns Páls og hressileiki Hemma Gunn voru oft dýru verđi keyptir.

Ađ fjalla á hreinskilinn hátt um frćga einstaklinga sem fallnir eru frá er af hinu góđa, ef ţađ er gert á fagmannlegan og nćrfćrinn hátt. Ţegar fjallađ er um ţjóđţekkta Íslendinga er oft veriđ ađ fjalla beint eđa óbeint um íslenska menningu og menningu yfirhöfuđ og ţađ á erindi viđ okkur öll.

Hér eru frćg orđ Johns Donne í ţýđingu Stefáns Bjarmans: 

Enginn mađur er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver mađur er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávarbylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síđur en eitt annes vćri, engu síđur en óđal vina ţinna eđa sjálfs ţín vćri; dauđi sérhvers manns smćkkar mig, af ţví ég er íslunginn mannkyninu; spyr ţú ţví aldrei hverjum klukkan glymur; hún glymur ţér.

Í tíđ Johns Donne var kirkjuklukkum klingt ţegar sóknarbarn dó.

Bless.  

 


mbl.is Jón Páll vissi ađ hann vćri ađ deyja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir ţessa góđu hugleiđingu! Afturhvarf til heilinda, heilbrigđis, náttúru og látleysis er löngu hafiđ, ekki síst á Íslandi. Uppgjör viđ andstćđur ţessa er nauđsynlegt og gott ađ ţađ sé gert af hluttekningu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.11.2013 kl. 02:40

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ađ hann hafi vitađ ađ hann vćri ađ deyja...

Sá eđa sú sem svona dellu lćtur út úr sér, er ....

Halldór Egill Guđnason, 30.11.2013 kl. 03:34

3 identicon

Eitt eftirminnilegasta augnablik mitt úr barnćsku, var ţannig ađ ég og Halldór litli bróđir vorum í heimsókn Reykjavík međ mömmu og pabba og vorum nýkominn ađ norđan og viđ vorum í Miklagarđi, ég og Halldór vorum ađ skođa He-man karla ţegar ég allt í einu sé Jón Páll og bendi Halldór á hann, og svo fór ég til Jóns og bađ hann ađ bíđa međan ég nćđi í pabba til ađ sýna honum hann og ćtli Jón hafi ekki stađiđ ţarna í örugglega 5 mín međan ég náđi loksins ađ finna pabba og sýna honum Jón. Ţađ var ekkert lítiđ sem Jón Páll hefur lagt á sig til ađ gleđja krakka á ţessum tíma og ţessari stund gleymi ég aldrei enda töluđum ég og Halldór bara um Jón Páll ţađ sem eftir var ferđarinnar.

valli (IP-tala skráđ) 30.11.2013 kl. 12:37

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, kćru gestir.

Wilhelm Emilsson, 30.11.2013 kl. 19:47

5 identicon

Mjög vel skrifađ. Ţú ert frábćr penni.

anon (IP-tala skráđ) 1.12.2013 kl. 05:37

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, anon.

Wilhelm Emilsson, 2.12.2013 kl. 01:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband