Stjórnlyndi
4.12.2013 | 20:51
Er það ekki stjórnlyndi í Brynjari að vera að skipta sér af því hvað vinstri vængurinn eru að bardúsa? Ég segi bara svona. Það er alltaf gaman að heyra hvað Brynjar hefur að segja.
Í lýðræðisríkjum virðast hægrimenn hafa betri skilning en vinstrimenn á nauðsyn þess að standa saman til að ná og halda völdum. Vinstri vængurinn er margklofinn.
Reyndur heyrist manni á bloggsíðum hægrimanna hér á Moggablogginu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki nægilega langt til hægri fyrir þá. Kannski sprettur upp flokkur til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað myndi sá flokkur heita? Blá dögun? Sjálfstæðariflokkurinn?
![]() |
Stanslaus uppstokkun alla mína tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.