Um Omega

Sem betur fer var Omega ekki lokað. Hvar annars staðar getur maður horft á skemmtikrafta og ofurloddara eins og Benni Hinn? Frelsi til að horfa! En í alvöru stundum er það voða kósí að hafa Omega malandi.

Þetta er orðrétt af vef Omega:

 

Um Omega

Hinn 8. nóvember árið 1991, þá talaði Guð til Eiríks Sigurbjörnssonar, að setja upp kristilega sjónvarpsstöð á Íslandi. Eiríkur sótti um sjónvarpsleyfi og fékk heimild til að sjónvarpa 24 tíma á sólarhring. Eftir 9 mánaða undirbúning, þá hóf sjónvarpsstöðin Omega útsendingar, hinn 28. júlí 1992.

 

Hringdi Guð í Eirík eða kom hann í kaffi?

Benni Hinn 

 

 

 
mbl.is Omega braut gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki fallegt af þér, Wilhelm.

Lýsir kannski fyrst og fremst skilningsleysi.

En háðfuglar hlæja með þér – var það tilgangurinn?

--------> Sálm.1.1-3 handa þér, málvinur.

Jón Valur Jensson, 29.1.2014 kl. 00:46

2 identicon

Sæll.

Þetta er kannski gott tilefni til þess að leggja fjölmiðlanefnd niður. Ríkiskassinn er galtómur og við erum að borga fyrir svona nefnd :-(

Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 04:59

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón Valur:

Takk fyrir sálmabrotið. Það er nokkuð fallegt. Ég hef gaman af gríni og háðskri ádeilu þannig að ég sit stundum „meðal háðgjarnra" og ef minn vegur „endar í vegleysu" þá tek ég því bara sem hverju öðru hundsbiti. Maður hefur nú lent í öðru eins. En það var fallegt af þér að vitna ekki í þann hluta sálmsins og ég kann að meta það--og núna er ég ekki að grínast.

Ég sá ítarlega heimildamynd um Benni Hinn og það var ekkert mjög fallegt sem kom þar fram. Ég er ekki að grínast þegar ég kalla hann ofurloddar og ég vona að hvorki þú né aðrir falli fyrir predikunum og sjónhverfingum hans.

Varðandi grínið um hvort Guð hringi í Eirík eða kom í kaffi til hans, þá mega þeir sem tala um að Guð tali við þá persónulega eiga vona á því, sérstaklega í samfélagi þar sem er snefill af heilbrigðri skynsemi, að það sé gert góðlátlegt grín að þeim. Kannski er ég kaþólskari en Páfinn, en mér finnst það líka alltaf jaðra við guðlast þegar fólk heldur slíku fram. Hvað finnst þér, Jón Valur? Og enn og aftur, ég er að spyrja í alvöru, því þó við séu ósammála um flest þá hef ég alltaf áhuga á sjónarmiðum fólks sem er á öndverðum meiði við mig. En ef þú vilt ekki tjá þig um þetta, vegna þess að þér finnst það óviðeigandi eða óþægilegt, þá skil ég það auðvitað.

Wilhelm Emilsson, 29.1.2014 kl. 05:13

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil hvað þú meinar, Helgi :) En nefndin hefur kannski orð Snorra Hjartarsonar að leiðarljósi: Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.

Wilhelm Emilsson, 29.1.2014 kl. 05:17

5 identicon

Hmm mig minnir að það sé oftar en ekki íslenskur texti á þessu rugli sem streymir frá þessari rugluðu stöð.

Annars finnst mér að þetta með að það þurfi að vera íslenskur texti algert rugl líka.

Ef fólk er að heyra í guðum sem fyrirskipa þeim eitthvað, þá tel ég að þar séu á ferðinni einhverskonar geðsjúkdómar, ef við skoðum margar af söguhetjum biblíu þá er það klárt mál að margir þeirra myndu vera á geðlyfjum í dag, eða jafnvel á kleppi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 09:46

6 identicon

Uhh, það er oftast engin íslenskur texti á þessari geggjuðu sjónvarpsstöð ;)

Bónus... þetta er Omega :) Nutters
http://www.youtube.com/watch?v=u9SS95q2kpg

DoctorE (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 09:51

7 identicon

Einn bónus til viðbótar:

http://www.youtube.com/watch?v=MG5Vojmky0Q

Húsari. (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:11

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna." (Hebreabréfið 1.1.)

Trúaðir upplifa það líka á stundum, að Guð talar til þeirra í bæn þeirra. Þannig hafa margir fengið köllun. Reyndu ekki, Wilhelm, að leggja hér þinn takmakaða, veraldlega mælikvarða á það, hvernig það "tal" Guðs sé, það er vís leið til að fara villur vega. Og ógöngur enda oft í vegleysu, það er sjálfgefið, málvinur.

Jón Valur Jensson, 30.1.2014 kl. 01:02

9 identicon

Halló halló Eiki, þetta er guddi, stofnaðu sjónvarpsstöð fyrir mig.. Hvað með þá sem fá svona köllun í öðrum trúarbrögðum, er það þá bara klikkun, eða er þetta ekki bara allt saman ein stór klikkun sem brýst út algerlega miðað við í hvaða kúltúr fólk elst upp í.
Væri hann JVJ og hann Eiki ekki gólandi á Allah ef þeir hefðu fæðst inn í þannig umhverfi.. það er algerlega kristaltært, Eiki og JVJ hétu þá líklega Muhammad, eða kannski Abdulla og tuðuðu steypuna úr annarri galdrabók

DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 08:48

10 identicon

DoctorE! Ætli þetta gerist bara ekki svona!
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/8/82/Hall%C3%B3-Sigur%C3%B0ur_%C3%93lafsson_og_Hulda_Emilsd%C3%B3ttir.ogg

Húsari. (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 13:52

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón Valur.

Ég skil sjónarmið þitt betur núna. Ég efast ekki um að upplifun sumrar trúaðra er sú að Guð tali til þeirra. En það þýðir ekki að Guð tali til þeirra, eða að Guð sé til. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,” sagði Jesús, ef eitthvað er að marka Nýja testamenntið. Mér finnst þetta góð setning hjá Jesú, en ég tel að veraldlegir mælikvarði vísinda og skynsemi sé öruggari leið til að finna sannleikann en forn trúarrit, en það er bara mín skoðun. Ef menn vilja líf með Jesú, þá hafa menn frelsi til þess í siðmenntuðum löndum þar sem trú- og skoðanafrelsi er verndað. Hver og einn ber svo ábyrgð á þeirri leið sem hann velur og verður að lifa með henni.

Wilhelm Emilsson, 31.1.2014 kl. 04:02

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að tjá ykkur um málið, DoctorE og Húsari. Ef Guð eða Allah eru til, sem Bush yngri segir reyndar að sé sami guðinn, þá eruð þig í vondum málum, nema að Guð og Allah séu eins miskunnsamir og margir fylgjendur þeirra vilja vera láta.

En verið reiðbúnir fyrir þetta, just in case :)

http://www.youtube.com/watch?v=91DSNL1BEeY

Wilhelm Emilsson, 31.1.2014 kl. 04:16

13 identicon

Guð talar ekki við neinn.. menn eru að skálda eða eru eitthvað tæpir á því

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 07:57

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð ekki til? Talar svo um Jesúm, Wilhelm!

"Trúið á Guð, og trúið á mig," sagði hann.

Jón Valur Jensson, 31.1.2014 kl. 10:18

15 identicon

Auðvitað eru guðir ekki til, Yahweh/Allah/Guð... þetta er allt sami gæinn og er ekkert annað en svona ættbálkadraugur og stríðstól, bara hlægilegt að nútímamenn trúi á þetta kjaftæði.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 11:34

16 identicon

Sæll Wilhelm.

 Búsi sá margt rétt og þótti sýna eftirtekt strax 5 ára og einnig um fimmtugt
eða þar til hann lenti á snúrunni.

 Eftir það neistaði ekki milli heilhvelanna og eins gott þegar haft er í huga
stórslys það í Þýzkalandi þegar fjós, þak og kýr fuku uppí heiðríkjuna í
einni allsherjar metangassprengingu fyrir skemmstu. Á síðkvöldum eru bakkar Rínar upplýstir af logarauðum kyndlum þar sem eru blóðhlaupin
og sorgmædd augu sem renna saman við glitrandi sporðaköst hafmeyja,
- og vísast er þar Lorelei allra þarfanauta.

Margur Íslendingurinn hefur illa launað lífgjöf úr helstu haughúsum
og hlandforum og sakað nánsustu skyldmenni um morðtilraun.

Og enn fyrirfinnast í sveitum landsins þeir vargar í véum sem heimta
hlandforir og haughús til sýninga í Þjóðminjasafninu!

http://www.youtube.com/watch?v=P2jEfPRYEVE

Húsari. (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 11:48

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innleggin. Hér eru ekki allir sammála, en það er allt í lagi með það.

Húsari, ég er kannski svona tregur, en ég skil ekki alveg athugasemdina :) En það er alltaf gaman að heyra í Ozzy. Eins og þú kannski veist er orginalinn saminn eftir að Mick Jagger las hina mætu bók Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov. Það er ádeila á kommúnismann. Satan kemur til St. Pétursborgar og svo eru magnaðir kaflar um Jesúm og Pontíus Pilatus.

http://www.youtube.com/watch?v=6ZZ7EX4eoE0

Wilhelm Emilsson, 1.2.2014 kl. 21:34

18 identicon

Sæll Vilhelm.

Látum þar við sitja.

En talandi um Pontíus Pílatus þá átti hann úr vöndu að ráða.
Sakir Jesú voru engar og kona hans reyndi að leiða
honum það fyrir sjónir að deyða ekki réttlátan mann.

En lýðurinn hrópaði: Gef oss Barrabas. Sami lýður hrópaði líka:
Krosssfestu hann, krossfestu hann.

Og enn var það þessi sami lýður sem hrópaði: Komi blóð hans
yfir oss og börn vor.
(í augum Gyðinga og annarrra viðstaddra í öll skiptin var
Jesús réttlátur heiðingi þar sem hann aðhylltist ekki
gyðingdóm. Orðið heiðingi er því notað þarna í allt annarri merkingu
en venja er til og menn þekkja nær einvörðungu nú)

Þetta voru þeir hinir sömu sem ekki höfðu viðurkennt Jesúm
sem frelsara og bíða þess enn að Messías birtist þeim sem jafnframt
er harmsaga þeirra.
Reyndar sátu farísear og fræðmenn um líf Jesú, um það vitna guðspjöllin,
en þeir voru leiðtogar Gyðinga í trúarlegum efnum og nánast að segja
ekki síður í veraldlegum.

Mattheusarguðspjall greinir einna gleggst frá þessum atburðum
ennfremur mætti til samanburðar tilfæra eina af Mósebókunum
og einstaka kafla sem síðar birtust og rættust bókstaflega eins og
þar færu blöð Rupert Murdoch en ekki frásagnir sem vofðu yfir
inní framtíðina og skrifaðar árhundruðum ef ekki árþúsundum
áður en þeir atburðir komu fram er síðar urðu og þar er greint frá.

Nokkuð tímafrekt að fara út í það nánar og verður það ekki að sinni.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 23:31

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugsemdirnar, Húsari. Bíblían er stórmerkileg bók, hvort sem menn trúa á hana eða ekki, og einn af hornsteinum vestrænnar menningar hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.

Samband kristni og gyðingdóms er flókið, svo ekki sé meira sagt. Farísear og fræðimenn bera ábyrgð á dauða Jesú, samkvæmt Nýja testamentinu--fyrir þeim var Jesú guðlastari--og þessar frásagnir hefa verið notaðar til að réttlæta andúð og hatur á gyðingum. En ef menn trúa á Guð þá mega þeir ekki gleyma því sem stendur í Gamla testmenntinu:

Drottinn sagði við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera. Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann sem formælir þér. Allar ættkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun hljóta.“ (Fyrsta Mósebók 1-3).

Wilhelm Emilsson, 2.2.2014 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband