Frelsi til athafna--en aðrir bera ábyrgðina

Það er nokkuð áhugavert að heyra Sjálfstæðismann tala um að fólk „leiðist út þessa ógæfu” og að þess vegna „beri að líta á [það] sem sjúklinga sem ríkið þurfi að aðstoða.”

Er grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins, sem ráðherra vísar til, núna að einstaklingar hafi „frelsi til athafna” en að þeir beri ekki ábyrgð á sínum athöfnum? Ef ég drekk of mikið eða neyti heróíns hafði ég ekkert val um það, því ég er sjúkur? Þetta er mjög þægilegt fyrir mig, því ég get gert það sem ég vil, en aðrir bera ábyrgðina. Það þarf ekki að koma á óvart að fórnarlambsvæðing sé vinsæl á vinstri vængnum, en það sýnir afl hennar að hún hefur náð tökum á heilbrigðisráðherra. 


mbl.is Óþreyja eftir betra ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

þú tala eins og það sé eitthvað nýtt að hægriöflin vilji að einstæklingurinn uppskeri ágóðan en hið opinbera sjái um allt þegar hlutirnir ganga illa.

Ingi Þór Jónsson, 13.2.2014 kl. 23:21

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður punktur, Helgi Þór. En það sem kemur mér á svolítið á óvart er að heyra Sjálfstæðismann haldi því fram opinberlega að Íslendingar séu ekki sjálfstætt fólk sem ber ábyrgð á eigin ákvörðunum. En ég er kannski kominn hægra meginn við Sjálfstæðisflokkinn, þótt ég þykist vera miðjumaður :)

Wilhelm Emilsson, 14.2.2014 kl. 02:33

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sorrí, INGI Þór.

Wilhelm Emilsson, 14.2.2014 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband